Gerðir kirkjuþings - 1974, Síða 4

Gerðir kirkjuþings - 1974, Síða 4
-3- 1974_________________9« Kirkjuþing____________________1. mál Frumvarp til laga um sóknargjöld. Flutt af kirkjuráði. Frsm.: Ásgeir Magnússon. i. gr. Hver sá maður, karl eða kona á aldrinum 17 til 67 ára, er útsvar greiðir samkvæmt IV. kafla laga nr. 8, 22. marz 1972 um tekjustofna sveitarfélaga, skal árlega greiða sóknargjald. Sóknargjöld annarra en þeirra, er um ræðir í 3« og 4. gr. skulu renna til kirkju þeirrar, er gjaldandi á sókn að. 2. gr. Sóknargjaldið skal eigi vera lægra en 1% af útsvari gjaldanda samkvsant IV. kafla laga nr. 8, 22. marz 1972, en þó rninnst Kr. 1000, og eigi hærra en 9% af útsvarinu. Fer upphaað sóknar- gjaldsins innan þessara marka eftir ákvörðun safnaðarfundar í hverri sókn. Skulu ákvarðanir safnaðarfundar um breytingu á gjaldinu til hækkunar eða lækkunar hafa verið tilkynntar þeim, er annast álagningu útsvara, sbr. 24. gr. laga nr. 8, 22. marz 1972, eigi síðar en 1. febrúar ár hvert, ella skal gjaldið lagt á með sama hætti og árið áður. Lágmarksgjaldið, Kr. 1000, skal árlega breytast til hækkunar eða lækkunar samkvæmt breytingu þeirri, sem varð á kaupgjaldsvísitölu næsta almanaksárs á undan. Hagstofa íslands reiknar út breytingu lágmarksgjaldsins. Um álagningu sóknargjaldsins að öðru leyti og um innheimtu þess, gilda sömu reglur og um útsvör. Feli sóknarnefnd sveitarstjórn innheimtu sóknargjaldanna, skal sveitarstjórn standa sóknarnefnd skil á innheimtum gjöldum eigi sjaldnar en ársfjórðungslega. 3 • gr. Hver sá,,sem telst til utanþjóðkirkjusafnaðar, er hefur löggiltan prest eða forstöðumann, skal árlega greiða safnaðargjald til trú- félags síns eigi lægri upphseð en nemur hinu lögboðna sóknargjaldi samkvæmt 2. gr. Utanþjóðkirkjumönnum þeim, er um ræðir í 1. mgr., ber að sýna inn- heimtucanni sveitarfélaga skilríki fyrir því, að þeir hafi greitt safnaðargjald til trúfélags síns samkvæmt 1. mgr., ella ber þeim að greiða innheimtumanni sóknargjald samkvæmt 2. gr. 4. gr. Sóknargjöld þeirra manna, sem eru utan þjóðkirkjunnar og greiða ekki safnaðargjald það, sem um ræðir í 3* gr., skulu renna í ríkis- sjóð. Skulu sveitarstjórnir standa ríkissjóði skil á innheimtum gjöldum eigi sjaldnar en ársfjórðungslega. 5- gr. Þoknun sveitarstjornar fyrir innheimtu soknargjalda samkvaant 2., 3* og 4. gr. skal vera 6% af innheimtum gjöldum. 6. gr. Stofna skal sérstakan sjóð, er nefnist Jöfnunarsjóður kirkjusokna. Tekjur hans eru 5$ af innheimtum sóknargjöldum þjoðkirkjumanna samkveæit 2. gr. Sóknarnefndum ber að standa skrifstofu biskups skil á gjaldi þessu til sjóðsins árlega eftir á, þó eigi síðar en Frh.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.