Gerðir kirkjuþings - 1974, Blaðsíða 11
-10-
1974____________________9- Kirkjuþing_________________________4 * mál
T i 1 1 a g a
tll þlnsályktunar um breytingu á lögum nr. 32, 3» nóv. 1915•
Pl.memn Sr. Bjarni Sigurðsson og Sr. Gunnar Árnason.
Fyrri hluti fyrri málsliðar 1. gr. laganna orðist svo: Þegar
prestakall losnar og prestur er eigi kallaður til embættis, sbr.
22. gr., auglýsir biskup það með hæfilegum umsóknarfresti.
Aftan við 21. gr. komi nýjar greinar, 22. gr., 23. gr., 24. gr.,
er hljóða svo:
22. gr. Sóknaráð er skipar sóknarnefndarmönnum og safnaðarfulltruum
prestakalls, og stýrir prófastur fundum hennar eða annar, sem
biskup kveður til. Heimilt er sóknaráði að kalla prest.
Er prestakall losnar, boðar prófastur til fundar sóknaráðs. Ef
3/4 sólcnaráðsmanna eru einhuga um að kallá tiltekirin prest eða'
gúðfræðikandidat án umsóknar, er kvatt til safnaðarfundar í hverri
sókn prestakallsins, og kemur fram í fundarboði, að fyrir fundinum
liggi sú tillaga ein að kalla þann tiltekna prest^eða kandidat.
Veröur hann rétt kallaður, ef köllun er samþykkt á öllum fundum og
skal biskup birta honum köllunina. Taki hann köllun, skal
veita honiun embættið.
Biskup veitir h£9filegan frest til að sóknaráði gefist svigrúm
til köllunar áður en prestakall er auglýst.
23. gr. Heimilt er biskupi að fengnu samþykki safnaðanefndar að
setja prest allt að 5 árum, ef ekki hefir fengizt prestur í kallið
í heilt ár.
24. gr. Prestum er heimilt í samráði við biskup og að fenginni
umsögn Prestafélags íslands að skiptast á embættum allt að einu
ári í senn.
í umræðum um tillögu þessa bar Ástráður Sigursteindórsson fram
svohljóðandi dagskrártillögu:
'’Níunda kirkjuþing hinnar íslensku þjóðkirkju leggur áherzlu á þann
vilja kirkjuþings um afnám prestskosninga, ssm fram kom í afgreiðslu
frumvarps til laga um skipun prestakalla frá síðasta þingi og telur
framkomna tillögu til þingsályktunar um köllun presta í breytingu á
lögum nr. 32, 3. nóv. 1915 ganga of skammt í þá átt og tekur því
fyrir næsta mál á dagskrá",
Þessi tillaga var samþykkt með 7 atkv., 4 voru á móti. Var
mál þetta þar með af dagskrá (sjá 17« mál).