Gerðir kirkjuþings - 1974, Qupperneq 5

Gerðir kirkjuþings - 1974, Qupperneq 5
-4- 1974 9« Klrk.juþing 1. mál Prhi 31. júlí næsta ár á eftir álagningu sóknargjalda. Sóknarnefndir ávaxta í sjóðnum, eftir því sem þeim þykir henta, fé safnaðanna, sem er umfram árlegar þarfir, gegn venjulegum inn- lánsvöxtum. Kirkjuráð er stjórn sjóðsins. Reikningshald sjóðsins annast skrifstofa biskups, og gilda um það sömu reglur og gilda um reikningsskil kirkna. Reikningar sjóðsins skulu árlega birtir í Stjórnartíðindum, Úr Jöfnunarsjóði kirkjusókna skal veita söfnuðum þjóðkirkjunnar lán eða styrki eftir ákvörðun sjóðsstjórnar, ef sóknargjÖld þau, er renna til viðkomandi safnaða, nægja ekki til þess að mæta nauðsyn- legum útgjöldum þeirra. 7. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1975 og koma til framkvagnda við álagningu sóknargjalda vegna tekna ársins 1974. Við gildistöku laga þessara falla úr gildi lög nr. 36, 1. apríl 1948 um sóknargjöld og lög nr. 40, 20. maí 1964 um breytingu á þeim lögtim. Frumvarpi þessu var vísað til löggjafarnefndar. Hún varð sam- mála um tillögur til nokkurra breytinga á því. Við 2. umræðu var frv. samþykkt einróma í þessari mynd: Frumvarp til laga um sóknargjöld. 1. gr. Hver sá maður, karl eða koha á aldrinum 17 til 67 ára, er útsvar greiðir samkvæmt IV. kafla laga nr. 8, 22. marz 1972 um tekjustofna sveitarfélaga, skal árlega greiða sóknargjald. Sóknargjöld annarra en þeirra, er um ræðir í 3« og 4. gr. skulu renna til kirkju þeirrar, er gjaldandi á sókn að. 2. gr. Sóknargjaldið skal eigi vera lægra en 1% af útsvari Frh.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.