Gerðir kirkjuþings - 1974, Side 39
-38-
1974
9. Kirkjuþing
Sr. Gunnar Árnason bar fram þessa fyrirspurn til biskups:
Hvers vegna var titli sálmabókarinnar breytt úr: Sálmabók til
kirk.ju- og heimasöngs, í: Sálmabók íslenzku kirk.junnar.
Svar biskups var efnislega á þessa leið:
Heiti sálmabóka er ekki óhagganlegt né^löghelgað. Þar
ræður smekkur 'nvers tíma. íslenzkar sálmabækur hafa
borið ýmis nöfn:
Ein ný Psálmabók með mörgum andlegum psálmum, kristilegum
lofsöngvum og vísum skikkanlega til samans sett og aukin og
endurbætt (1589)
Þeirrar íslenzku sálmabókar fyrri (og síðari) partur (1772)
Evangelísk kristileg messuscrgs- og sálmabók að konunglegri
tilhlutun samantekin til almennilegrar brúkunar í kirkjum og
heimahúsum (1801)
Sálmabók til að hafa við guðsþjónustugjörð í kirkjum og
heimahúsum (1871)
Sálmabók til kirkju- og heimasöngs (1886 og 1945)
Þannig hafa heiti sálmabóka verið breytileg. Það er kostur
á bókartitli, að hann sé stuttur og þjáll. í sjálfu heiti
bókar er og óþarft að segja það, sem sjálfsagt er. Alþýða
manna á íslandi hefur gefið þessari bók nafn, hvað sem
staðið hefur á titilblaði. Hún er Sálmabók. Svo heitir líka
sú, sem gefin var út 1972. Og^hún er gefin út handa íslenzku
kirkjunni. Það eru önnur trúfélög í landinu. Þetta er ekki
þeirra bók. Þeim er að sjálfsögðu heimilt að nota hana,
lesa og syngja, en hún er ekki beinlínis lögð^þeim 1 hendur.
Sbr. Helgisiðabók íslenzku þjóðkirkjunnar. Sú bók er^ekki
heldur aðeins notuð í kirkjum, heldur einnig í heimahúsum,
jafnvel undir beru lofti. Slíkt þarf ekki að taka fram á
titilblaði.
Sálmabækur nágrannaþjóða heita sem hér segir:
Den danske salmbog
Den svenska psalmboken
Kirkepsalmebok
Sálmabók Föroya fólks.