Gerðir kirkjuþings - 1974, Page 38
-37-
197^______________________9« Kirkjuþing__________________________31» mál
T i 1 1 a g a
til þingsályktunar um að æskilegt sé að kirk.jur séu
hafðar opnar undir eftirliti meir en við guðsþ.jónustu-
hald á helgum dög\am.
Fl-.m.: Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup.
Kirkjuþing ályktar, að æskilegt sé, að kirkjur séu hafðar opnar
undir eftirliti meir en við guðsþjónustuhald á helgum dögum
einkanlega á þéttbýlissvæðum, svo að fólki gefist kostur á að
ganga þar inn til hljóðrar tilbeiðslu og bæna. í því sambandi
ksni til greina stutt helgistund í kirkjum í miðri viku eftir
venjulegan skrifstofutíma og lokun sölubúða.
Allsherjarnefnd lagði til breytingu á heiti, svo og á
orðalagi á einum stað. Var það samþykkt og tillagan
afgreidd þannig:
Tillaga til þingsályktunar um opnar kirkjur á virkum
dögum.
Kirkjuþing ályktar, að æskilegt sé, að kirkjur séu hafðar
opnar undir eftirliti á virkum dögum, einkanlega á þétt-
býlissvæðum, svo að fólki gefist kostur á að ganga þar
inn til hljóðrar tilbeiðslu og bæna. í því sambandi kæmi
til greina stutt helgistund í kirkjum í miðri viku eftir
venjulegan skrifstofutíma og lokun sölubúða.