Gerðir kirkjuþings - 1974, Blaðsíða 38

Gerðir kirkjuþings - 1974, Blaðsíða 38
-37- 197^______________________9« Kirkjuþing__________________________31» mál T i 1 1 a g a til þingsályktunar um að æskilegt sé að kirk.jur séu hafðar opnar undir eftirliti meir en við guðsþ.jónustu- hald á helgum dög\am. Fl-.m.: Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup. Kirkjuþing ályktar, að æskilegt sé, að kirkjur séu hafðar opnar undir eftirliti meir en við guðsþjónustuhald á helgum dögum einkanlega á þéttbýlissvæðum, svo að fólki gefist kostur á að ganga þar inn til hljóðrar tilbeiðslu og bæna. í því sambandi ksni til greina stutt helgistund í kirkjum í miðri viku eftir venjulegan skrifstofutíma og lokun sölubúða. Allsherjarnefnd lagði til breytingu á heiti, svo og á orðalagi á einum stað. Var það samþykkt og tillagan afgreidd þannig: Tillaga til þingsályktunar um opnar kirkjur á virkum dögum. Kirkjuþing ályktar, að æskilegt sé, að kirkjur séu hafðar opnar undir eftirliti á virkum dögum, einkanlega á þétt- býlissvæðum, svo að fólki gefist kostur á að ganga þar inn til hljóðrar tilbeiðslu og bæna. í því sambandi kæmi til greina stutt helgistund í kirkjum í miðri viku eftir venjulegan skrifstofutíma og lokun sölubúða.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.