Gerðir kirkjuþings - 1976, Blaðsíða 4

Gerðir kirkjuþings - 1976, Blaðsíða 4
- 3 - Þingmenn voru gestir Mskupshjóna 25. nóv og raðherrahjóna, Dóru Guðbjartsdóttur og ölafs Jóhannessonar, JO. nóv. Á síðasta fundi var kosið í kirkjuráð. Þórarinn Þórarinsson, fv. skólastjóri, sem var kjörinn í kirkjuráð á fyrsta kirkjuþingi 1958 og hefur jafnan verið endurkjörinn síðan, haðst nú eindregið undan endurkosningu. Ávarpaði hann þingið hlýjum orðum. Biskup flutti honum þakkir fyrir mikil og farsæl störf í kirkjuráði og kvaðst eiga honum stóra skuld að gjalda, svo og kirkja landsins í heild, fyrir áhuga hans og alúð, sem samfara miklum vitsmunum, góðvild og ljúflyndi hefði gert hann að ómetanlegum samstarfsmanni í kirkjuráði öll þessi ár. Þingmenn tóku undir með því að rísa úr sætum. í kirkjuráð fyrir næsta kjörtímabil voru þessir menn kosnir: Sr. Fétur Sigurgeirsson, vígslubiskup, (l4 atkv.), sr. Eiríkur J. Eiríksson, prófastur, (9 atkv.), Gunnlaugur Finnsson, alþingismaður, (ll atkv.), Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, (ll atkv.). Varamenn: Hermann Þorsteinsson, fulltrúi, (12 atkv.), sr. Þorbergur Kristjánsson, sóknarprestur, (10 atkv.), sr. Sigurður Guðmundsson, prófastur, (10 atlv.). Þá fékk sr. Jónas GÍslason, lektor, 3 atkv., árni Gunnarsson, ritstjóri, 4 atkv. og Óskar Sigurbjörnsson, kennari, 4 atkv. Þar sem sumir þingmenn töldu vafa á því, að sr. JÓnas Gíslason gæti talist leikmanna fulltrúi, .ar kosið aftur milli árna Gunnarssonar og Óskars Sigurbjörnssonar og ákveðið að leita lögúrskurðar um hver væri réttur 4. varamaður í kirkjuráði. Við endurkjör féllu atkvæði þannig: árni Gunnarsson, 9 atkv., Óskar Sigurbjörnsson, 5 atkv. liskup færði sr. Sjarna Sigurðssyni, lektor, þakkir fyrir störf hans í kirkjuráði.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.