Gerðir kirkjuþings - 1976, Qupperneq 7

Gerðir kirkjuþings - 1976, Qupperneq 7
- 6 - og setur kjörmaður kross framan við nafn þess, er hann kýs. Prófastur skilar atkvæði á sama hátt. Að lokinni atkvæðagreiðslu eru atkvæði innsigluð og send hiskupi í póstábyrgð, ásamt afriti af gjörðabók kjörfundar. Verði ágrein- ingur um unöirbúning eða framkvæmd kosningar eða hún kærð, fellir kjörstjórn úrskurð um málið. Kjörstjórn skipa, auk biskups, 2 menn, er kirkjumálaráðuneytið skipar til 5 ára í senn. 5- gr. Þegar kjörstjórn hefur kynnt sér niðurstöðu kjÖrfundar, sendir biskup afrit af bókun hennar til kirkjumálaráðherra, ásamt rök- studdri tillögu sinni um veitingu. Biskup styður með tillögu sinni tann umsækjanda, er hl«tið hefur 2/3 atkvæða kjörmanna. Skal veita honum embættið, enda telst hann hafa hlotið lögmæta kosningu. Nái umsækjanði ekki 2/3 atkvæða kjörmanna, telst kosningin ólögmæt, og mælir biskup ýá með Þeim tveimur umsækjendum, ef um fleiri en einn er að ræða, er hann telur, þegar tillit er tekið til allra aðstæðna, standa næst því að hljóta embættið, og í þeirri röð, sem næst liggur að hans dómi. Veitir ráðherra því næst embættið öðrum hvorum þessara tveggja. 6. gr. Heimilt er kjörmönnum að kalla prest. Ef 3/4 kjörmanna prestakallsins eru einhuga um að kalla tiltekinn prest eða guðfræðikandiðat án umsóknar, gera þeir prófasti viðvart um það í tæka tíð, en hann tilkynnir biskupi, sem felur þá prófasti að boða kjörmenn prestakallsins á sameiginlegan fund innan viku og er þá embættið eigi aulýst. Samþykki 3/4 kjörmanna að kalla tiltekinn mann til embættisins, sem lögum samkvæmt á rett til prestsembættis í íslenzku þjóðkirkjunni, skal biskup birta köllunina þeim presti eða kandiöat, sem í hlut á. Taki hann köllun, skal veita honum embættið. 7- gr. Nanari ákvæði um framkvæmd þessara laga skulu sett í reglugerð.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.