Öldrun - 01.11.2004, Qupperneq 11

Öldrun - 01.11.2004, Qupperneq 11
11ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 www.oldrun.net Rannsóknir á öldruðum hafa m.a. beinst að því að finna leiðir til að greina hverjir geta búið á eigin heim- ilum. Þær hafa leitt í ljós að skert geta við grunnathafnir daglegs lífs s.s. að borða og klæða sig og almennar dag- legar athafnir s.s. heimilisstörf, hafa hvað mest forspár- gildi fyrir stofnanavistun (Miller og Weissert, 2000; Mor, Wilcox, Rakowski og Hiris, 1994; Nourhashemi, Andreiu, Gilette-Guyonnet og Vellas, 2001; Slivinske, Fitch og Wingerson, 1998). Mat á sjálfsbjargargetu við daglegar athafnir er talin gefa góða mynd af því hvers konar aðstoð einstaklingur kemur til með að þarfnast (Femia, Zarit, Johansson, 2001; Simonsick, Kasper og Phillips, 1998). Reglulegt mat á heilsufari og líðan aldr- aðra í samfélaginu er forsenda þess að uppgötva þætti sem kalla á aukna þjónustu og auka líkur á þörf fyrir stofnanavistun. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi til að skoða almennt heilsufar og hjúkrunarþörf aldraðra er búa á öldrunarstofnunum. Greinarhöfundur hefur unnið að rannsóknum á högum aldraðra frá 1994 og hefur tekið þátt í þróun á notkun RAI-mælitækja á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu á Íslandi. Þegar rannsakanda bauðst að taka þátt í að skoða heilsufar og hjúkrunarþörf 90 ára og eldri á Íslandi með fyrrnefndum RAI-mælitækjum, skapaðist möguleiki á að skoða vísbendingar um hjúkr- unarþörf háaldraðra á Íslandi, hvaða hjúkrunarþjónustu þeir fá og hvar þeir dvelja síðustu ár ævi sinnar. Í þessari grein mun verða lýst sjálfsbjargargetu langlífra Íslendinga sem búa á eigin heimilum og hvaða stuðning þeir fá frá aðstandendum og hinu opinbera. Aðferð Gögnin í þessari rannsókn voru unnin upp úr gagnasafni um heilsufar og hjúkrunarþarfir 90 ára og eldri á Íslandi sem safnað var í tengslum við rannsókn á erfðum langlífis. Um var að ræða þversniðsrannsókn og fór rann- sóknin fram á árunum 2000-2002 í samstarfi við Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Land- spítala-háskólasjúkrahúss í öldrunarfræðum (RHLÖ) og Íslenska erfðagreiningu (ÍE). Ein- ungis var unnið með gögn frá þátttakendum sem bjuggu á eigin heimili. Við söfnun heilsu- farsgagna í langlífisrannsókninni voru notuð matsatriði frá RAI-mælitæki sem þróað var fyrir annars vegar hjúkrunarheimili og hins vegar heimaþjónustu (Morris o.fl., 1997; Morris o.fl., 1996). Þessi mælitæki voru valin vegna þess að á Íslandi hafa heilsufar og hjúkr- unarþarfir aldraðra verið könnuð í tveimur rannsóknum með þessum mælitækjum (Anna Birna Jensdóttir o.fl., 1995; Anna Birna Jens- dóttir o.fl., 1999). Um er að ræða stöðluð svör við öllum atriðum sem safnað var. Upplýsingum var safnað fyrst og fremst frá þátttakendum en síðan frá aðstandendum þeirra og formlegum umönnunaraðilum þegar þess var þörf. Einnig var faglegt mat hjúkrunarfræðings sem tók viðtal notað á grundvelli athugana sem gerðar voru. Því var ekki um hefðbundinn spurningarlista að ræða heldur var upplýsingum safnað úr mörgum áttum og með ólíkum aðferðum. Það að nota RAI-mælitækin í þessari rannsókn mun auðvelda samanburð á niður- stöðum þessara rannsókna við áðurnefndar rannsóknir. Þátttakendur í heildarrannsókn á erfðum langlífis voru allir sem voru eða urðu 90 ára og eldri á þeim tæp- lega þremur árum sem gögnum var safnað. Heildarúr- tak varð 1633 einstaklingar en brottfall var 13,2% (bjuggu erlendis og látnir). Af þeim 1633 einstak- lingum, sem var boðin þátttaka bjuggu 47,4% (n=774) á eigin heimili. Hlutfallslega fleiri karlar (54,7%) bjuggu á eigin heimili en konur (43,7%). Af þeim 774 þátttakendum, sem bjuggu á eigin heimili, svöruðu 539 (69,6%) einstaklingar. Meðalaldur þátttakenda, sem bjuggu á eigin heimili var 91,7 ár (90- 105) og voru konur 60,4%. Flestir þátttakendur voru ekklar/ekkjur eða 60,7% (tafla 1). Mun algengara var að konur hefðu misst maka (70,6%) en karlar (45,5%). Rúm- lega 40% karla voru giftir en einungis tæplega 10% kvenna. Um 50% þátttakenda bjuggu einir (tafla 1). Í almennu húsnæði bjuggu 67% (tafla 1). Fleiri karlar bjuggu í íbúðum fyrir aldraða en konur (22%/14%), en fleiri konur í þjónustuíbúðum sveitarfélaga en karlar (18%/11%; tafla 1). Karlar Konur Alls % N % N % N Hjúskaparstaða Aldrei gifst/kvænst 12,2 26 16,6 54 14,8 80 Gift/kvæntur 40,8 87 9,5 31 21,9 118 Ekkja/ekkill 45,5 97 70,6 230 60,7 327 Fráskilin/fráskilinn 1,4 3 3,4 11 2,6 14 Sambúðarform Einn 39,4 84 56,1 183 49,5 267 Með maka 37,1 79 6,1 20 18,4 99 Með maka og öðrum 6,1 13 1,5 5 3,3 18 Með barni sínu en ekki maka 7,5 16 14,1 46 11,5 62 Með öðrum en maka eða barni 9,9 21 22,1 72 17,3 93 Búsetuform Almennt húsnæði 66,2 141 67,5 220 67,0 361 Íbúð aldraðra 22,1 47 14,0 46 17,3 93 Þjónustuíbúð sveitarfélaga 11,0 25 18,4 60 15,8 85 Tafla 1 Hjúskaparstaða, sambúðarform og búsetuform langlífra sem búa á eigin heimili, eftir kyni (N=539, n= 213 karlar, n= 326 konur)

x

Öldrun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.