Öldrun - 01.11.2004, Qupperneq 12

Öldrun - 01.11.2004, Qupperneq 12
12 www.oldrun.net ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 Niðurstöður Skoðaðir voru nokkrir þættir sem taldir eru skipta máli fyrir getu í daglegu lífi. Um 66% þátttakenda héldu líkamsstöðu við jafnvægispróf, 78% fóru stiga án aðstoðar og um 77% (n=414) fóru oftar en tvisvar í viku út úr húsi, en um 23% (n= 125) fóru út einn dag eða minna. Vitræn færni var góð hjá þátttakendum og mjög fáir voru með skert skammtímaminni (16,1%) eða með skert langtímaminni (3,9%). Skerðing á vitrænni færni var einungis farin að hafa áhrif á ákvarðanatöku við dag- legar athafnir hjá 6%. Um 75% voru með heyrn í lagi eða smávægilega erfiðleika við heyrn, um 68% voru með fullnægjandi sjón. Algengasta tómstundaiðjan sem þátttakendur töldu sig geta sinnt, var lestur (86,5%), að horfa á sjónvarp (81,3%) og að hlusta á útvarp (70,1%). Meðalfjöldi þeirra tómstunda sem þátttakendur töldu sig geta sinnt, var 5,2 (sf=2,6). Lítill sem enginn munur reyndist vera á milli kynja. Skerðing á grunnathöfnum daglegs lífs og almennum athöfnum daglegs lífs hjá langlífum er búa á eigin heimilum Grunnathafnir daglegs lífs voru skilgreindar sem daglegar athafnir sem eru öllum einstaklingum nauð- synlegar, s.s. að matast, klæða sig, snyrta sig, ganga, komast ferða sinna innanhúss og að komast á salerni (Ebersole og Hess, 2001). Almennar athafnir daglegs lífs voru skilgreindar sem daglegar athafnir sem taldar eru vera mikilvægar til að einstaklingur geti búið sjálf- stætt á eigin heimili s.s. notkun síma, almenn heimilis- störf, að sjá um fjármál, innkaup, aðdrætti og skipulagn- ingu máltíða. Við flesta þætti grunnathafna daglegs lífs voru yfir 90% alveg sjálfbjarga. Færri voru sjálfbjarga við hreyfi- færni utanhúss (77,7%) og við böðun (58,6%). Konur voru með marktækt meiri skerðingu en karlar við hreyfingu utanhúss og við böðun. Þar sem skerðing á færni í grunnathöfnum daglegs lífs reyndist vera lítil í flestum þáttum var hún ekki notuð í frekari greiningu á gögnum heldur einungis færni við almennar athafnir daglegs lífs. Flestir voru alveg sjálfbjarga við að nota síma eða 91,3%, en fæstir við að ferðast utan göngufæris frá heim- ili og vinna létt heimilisstörf eða aðeins um 21% (mynd 1). Meðalskerðing var minnst við símanotkun og lyfj- anotkun en mest við innkaup og ferðir utan göngufæris (mynd 2). Konur voru með marktækt meiri skerðingu en karlar við fjármál, innkaup og ferðir utan göngufæris (sjá mynd 2). Karlar voru með hærri meðalskerðingu en konur við undirbúning máltíða og við heimilisstörf (sjá mynd 2), enda þessi verk löngum talin til hefðbund- inna kvennastarfa. % sjálfbjarga 0,0 20,0 40,0 60,0 80,0 100,0 Símanotkun Lyfjanotkun Fjármál Máltíðir Innkaup Ferðir Heimilisstörf Þ æ tt ir A A D L Konur Karlar 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 Símanotkun Lyfjanotkun Fjármál Máltíðir Innkaup Ferðir Heimilisstörf A A D L Meðaltal skerðingar á AADL (0-3) Karlar Konur Mynd 1. Hlutfall þátttakenda sem voru alveg sjálfbjarga við sjö þætti almennra athafna daglegs lífs (AADL) (N=539; n= 213 karlar; n= 326 konur) Mynd 2. Meðaltal skerðingar á sjö þáttum almennra athafna daglegs lífs (AADL), eftir kyni (N=539; n= 213 karlar; konur; n= 326) 0 2 4 6 8 10 12 Einn (n=267) Með maka (n=117) Með öðrum en maka (n=155) Sambúðarform m e ð a ls ke rð in g ( 0 -2 1 s tig ) Mynd 3 Meðalskerðing á sjálfsbjargargetu almennra athafna daglegs lífs á milli sambúðarforma.

x

Öldrun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.