Öldrun - 01.11.2004, Qupperneq 14

Öldrun - 01.11.2004, Qupperneq 14
Umræða Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að um 50% langlífra Íslendinga búa á eigin heimili og líkamleg, and- leg og félagsleg færni þeirra er almennt góð. Engar rannsóknir fundust sem kanna heilsufar og hjúkrunar- þarfir 90 ára og eldri sérstaklega og þannig er þessi rannsókn mikilvægt framlag til þekkingar á færni þessa hóps og hvaða óformlegan og formlegan stuðning þeir fá. Skerðing á sjálfsbjargargetu þeirra felst aðallega í minnkaðri getu til að fara ferða sinna utan heimilis og til að baða sig. Því má álykta að þeir sem stríða við flókn- ari skerðingu á grunnathöfnum daglegs lífs dvelji flestir á öldrunarstofnunum. Þetta er í samræmi við niður- stöður erlendra rannsókna sem hafa leitt í ljós að skert geta við grunnathafnir daglegs lífs og almennar athafnir daglegs lífs gefi hvað mestar vísbendingar um stofnanavistun (Miller, Longino jr., Anderson, James og Worley, 1999; Miller og Weissert, 2000; Mor, Wilcox, Rakowski og Hiris, 1994; Nourhashemi, Andreiu, Gilette-Guyonnet og Vellas, 2001; Slivinske, Fitch og Wingerson, 1998). Athyglisvert var að fleiri voru alveg sjálf- bjarga við að hreyfa sig utanhúss en við böðun. Það bendir til þess að slysahætta við böðun skipti miklu máli, þegar kemur að mati á aðstoð við þessa athöfn. Mjög fáir einstaklingar höfðu einkenni um vitræna og félagslega færniskerð- ingu og gæti það bent til þess að færni á þeim sviðum sé ein af aðalforsendum þess að geta búið á eigin heimili. Þeir hópar sem voru með mestu skerðing- una á sjálfbjargargetu miðað við aðra viðmiðun- arhópa voru konur, þeir sem bjuggu með öðrum en maka og þeir sem bjuggu í þjónustuí- búðum sveitarfélaga. Athyglisvert var að konur bjuggu mun oftar með öðrum en maka en karlar. Þær bjuggu frekar í þjónustuíbúðum sveitarfélaga, en karlar bjuggu mun oftar í íbúðum aldaðra. Þessar niðurstöður samræmast niðurstöðum Katz og félaga (2000), sem sýndu að konur með skerta getu voru líklegri til að búa einar en karlar. Konur voru einnig líklegri til að búa ekki með maka en karlar. Þessar niðurstöður gætu verið vísbending um að konur lifi almennt lengur með skerðingu, þær eigi auðveldara með að búa einar með skerðingu og að þær flytji frekar í þjónustuíbúðir sveit- arfélaga en í íbúðir aldraðra vegna verri efnahagslegra og félagslegra aðstæðna. Þar sem um háaldraða ein- staklinga var að ræða í þessari rannsókn er hugsanlegt að ein af aðalforsendum þess að geta dvalið á eigin heimili með mikla skerðingu á þessum aldri, sé að hafa góðan stuðning frá aðstandendum. Um 60% aldaðra á hjúkrunarheimilum hafa skert skammtímaminni og um 40% í þjónusturými (Anna Birna Jensdóttir o.fl., 1995). Því kom ekki á óvart að einungis 16% þátttakenda höfðu skerðingu á skammtímaminni, en svo virðist sem vit- ræn skerðing vegi þungt í ákvörðun um innlögn á stofnun. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að fylgni er á 14 www.oldrun.net ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 milli aukinnar vitrænnar skerðingar og heilabilunar- sjúkdóma við aukna færniskerðingu (Miller og Weiss- ert, 2000; Nourhashemi o.fl., 2001; Slivinske o.fl, 1998; Femia o.fl., 2001). Niðurstöður leiddu í ljós að aðstandendur sinna mestum hluta af heildarstuðningi sem óformlegir og formlegir stuðningsaðilar veittu. Þriðjungur þátttak- enda fékk ekki neina aðstoð frá sínum nánustu. Ljóst er að hið opinbera þarf að huga að því að formleg þjónusta taki að hluta til við af óformlegri þjónustu aðstandenda, bæði vegna fjölgunar aldraðra í þjóðfélaginu, þess að fleiri aldraðir munu kjósa að búa einir en ekki með börnum sínum eða ættingjum og vegna þess að breyt- ingar á fjölskyldugerð t.d. færri börn, meiri atvinnuþátt- taka kvenna og fjölgun skilnaða muni leiða til þess að möguleiki á óformlegum stuðningi minnkar. Þessar niðurstöður gefa góða mynd af sjálfsbjargar- getu í daglegum athöfnum og þeim stuðningi sem lang- lífir fá frá óformlegum og formlegum stuðningsaðilum við athafnir daglegs lífs. Þetta er faraldsfræðileg rann- sókn, sem gefur möguleika á að setja fram tilgátur um hvernig bæta megi aðbúnað langlífra og hvernig hægt 0 2 4 6 8 10 12 Íbúð aldraðra (n=93) Eigin heimili (n=361) Þjónustuíbúð sveitarfélaga (n=85) Búsetuform M e ð a ls ke rð in g ( 0 -2 1 ) Mynd 4. Meðalskerðing á sjálfsbjargargetu almennra athafna daglegs lífs á milli búsetuforma Þátttakendur Klukkustundir á viku % n Meðaltal Staðalfrávik Spönn Formlegur eða óformlegur stuðningur 92,9 500 18,7 34,8 0-180 Formlegur stuðningur 70,7 381 3,3 5,9 0-46 félagsleg heimilishjálp 64,9 350 1,9 3,5 0-42 heimahjúkrun 40,8 220 0,5 1,3 0-14 dagdeild 7,2 39 1,0 4,4 0-35 sjúkraþjálfun 3,5 19 0,1 0,4 0-5 Óformlegur stuðningur 73,8 398 15,2 33,8 0-168 Tafla 4 Tafla 4. Hlutfall þátttakenda sem fá stuðning og meðalfjöldi klukkustunda á viku frá óformlegum og formlegum stuðn- ingsaðilum.

x

Öldrun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.