Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 18

Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 18
18 www.oldrun.net ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 sem stofnanalífið setur. Orðatil- tæki eins og ,,að venjast því að búa þarna“, ,,hlýða“ og ,,þegja“ voru mikið notuð. Önnur algeng aðferð er að gera sem best úr aðstæðunum og einblína á það sem enn er hægt að stjórna sjálfur. Í þessum til- vikum er til dæmis mikilvægt að geta ákveðið sjálfur hvenær farið er að sofa, hvort tekið sé þátt í afþreyingu, hvenær böð- un fer fram og kannski finnst viðkomandi gott að sanka að sér uppáhaldsmatnum sínum eða öðru góðgæti. Að viðhalda samskiptum við fjölskyldu og vini var líka eitthvað sem þetta fólk taldi sig geta stjórnað sjálft og það átti sinn þátt í að viðhalda sjálfsmynd þess á þann hátt að því fannst það vera einhvers virði. Þriðja aðferðin sem margir nota er að bera sig saman við aðra íbúa. Samanburðurinn nær yfir marga þætti eins og lík- amlega og andlega heilsu, félagslega stöðu, heimsóknir frá vinum og ættingjum og fjárhagslega stöðu. Slíkur samanburður hjálpaði íbúunum að setja aðstæður sínar í samhengi og styrkja sitt eigið sjálf (11). Í rannsókn Wilsons árið 1997 þar sem tekin voru viðtöl við fimmtán íbúa á hjúkrunarheimili í þrjú skipti; sólarhring eftir flutning, tveimur vikum síðar og svo einum mánuði eftir flutning, var aðlögun íbúanna skipt niður í þrjú tímabil: 1. Yfirþyrmandi tímabilið. Það einkennist af tilfinn- ingalegum viðbrögðum. Fólk sýnir einkum merki um einmanaleika og sorg, það grætur talsvert, er hrætt og finnur fyrir miklum söknuði. 2. Aðlögunartímabilið. Hér fer fólk að reyna að bægja frá sér neikvæðum hugsunum og reynir að byggja upp jákvætt viðmót til framtíðarinnar og hins daglega lífs innan stofnunarinnar. Það tekur að mynda tengsl við hjálparaðila og ræðir um hvaða skorður stofnunin setur því varðandi sjálfsstjórn og sjálfræði. 3. Ásættunartímabilið. Þetta tímabil einkennist af því að íbúarnir fara að sætta sig meira við að dvelja á stofnuninni, taka meiri þátt í afþreyingu og öðru sem í boði er og kynnast öðrum íbúum. Sjálfsör- yggið eykst og fólkið fer að gera sér betur grein fyrir því að þetta er þeirra framtíðarheimili. Wilson taldi að ef að þetta aðlögunarferli ætti að ganga fljótt og vel fyrir sig þyrfti fólk virkilega að vinna í því að sætta sig við aðstæðurnar. Hann komst einnig að því að þeir sem ekki höfðu tekið sjálfir ákvörðun um að fara á stofnun voru mun lengur að aðlagast aðstæðum. Wilson hefur verið gagnrýndur fyrir að hann athug- aði aðeins aðlögun fólksins fyrsta mánuðinn eftir flutn- ing. Annar rannsakandi, Brooke, gerði svipaða rann- sókn tíu árum á undan Wilson, nema á mun lengri tíma. Hann skipti aðlöguninni niður í svipuð tímabil, en hélt því fram að 93% þeirra sem flytja á stofnun fari í gegnum þessi tímabil á átta mánuðum. Fyrstu tveir mánuðirnir eru yfirleitt mjög ruglingslegir fyrir þá sem eru nýkomnir á stofnun, en á þriðja mánuði byrja þeir að endurskipuleggja og leysa þau vandamál sem hvíla á þeim. Í kjölfarið fara þeir að mynda sambönd við starfs- fólk og aðra íbúa og loks frá fjórða mánuði að öðlast meira jafnvægi (11). Í meistaraverkefni sínu gerði Ingibjörg Hjaltadóttir, sviðsstjóri hjúkrunar á öldrunarsviði LSH, því skil hvað aldraðir telja til lífsgæða á hjúkrunarheimilum. Hún komst að þeirri niðurstöðu að það er mikilvægt fyrir þá sem misst hafa líkamlegan þrótt að tryggja öryggi sitt með því að flytja á hjúkrunarheimili. Það fólk er oft orðið hrætt við að vera eitt heima og á kannski á hættu að detta og liggja ósjálfbjarga á gólfinu í lengri tíma. Íbúum á hjúkrunarheimilum finnst mikilvægt að finna sitt eigið athvarf og næði inni á sjálfu heimilinu. Sumum þeirra sem eru ekki vitrænt skertir finnst erfitt og trufl- andi að vera innan um aðra sjúklinga sem eru með heilabilun og kannski erfiða hegðun samfara því. Ein af niðurstöðum Ingibjargar, sem er mjög svo samróma öðrum rannsóknum, er að það er mjög mikilvægt fyrir íbúa á hjúkrunarheimilum að vera viðurkenndir sem einstaklingar og hún bendir á að þar hafi starfsfólkið stóru hlutverki að gegna, bara með því að sinna smá- vægilegum viðvikum til að mæta sérþörfum þeirra. Það þarf ekki að vera nema til dæmis að færa viðkomandi kaffi inn á herbergi stöku sinnum. Viðmælendum Ingi- bjargar fannst líka mjög mikilvægt að hafa eitthvað fyrir stafni og einhver hafði á orði að menn gætu lært alveg fram í andlátið (6, 9).

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.