Öldrun - 01.11.2004, Síða 19

Öldrun - 01.11.2004, Síða 19
19ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 www.oldrun.net Stofnanalíf Þar sem flestir aldraðir fara á stofnun vegna ein- hvers konar kreppuástands er ekki óeðlilegt að rann- sóknir sýni að upplifun þeirra er oftar neikvæð en jákvæð. Erlendar rannsóknir sem byggja á viðtölum við aldraða inni á stofnunum sýna iðulega að þeir finna fyrir mikilli óhamingju. Fyrir þá hefur flutningurinn í för með sér sársaukafullan endi á öllu því sem hafði þýðingu fyrir hinn aldraða. Íbúarnir tala gjarnan um missi og þjáningu sem veldur óöryggi og lágu sjálfsmati. Missir- inn er huglægur eins og missir hlutverks, lífsstíls, frelsis, sjálfstæðis og næðis. Missirinn er einnig verald- legur eins og að missa heimili sitt og innanstokksmuni. Þá getur missirinn verið félagslegur eins og að missa fjölskyldutengsl, vinabönd og gæludýr (16). Rannsóknir sýna að orðið ,,heimili“ þýðir fyrir eldra fólk ekki bara híbýli heldur er safn minninga tengt því og minningarnar beinast að öryggistilfinningu, sjálf- stjórn og persónulegu sjálfi; hver er ég og hvert er hlut- verk mitt? (11). Þó að hér hafi verið tekið á neikvæðum þáttum stofnanavistunar eru til aldraðir sem lýsa flutningi sín- um á stofnun sem jákvæðum. Í bandarískri rannsókn frá 1996, sem byggði á viðtölum við íbúa tveimur vikum eftir flutning, kemur fram að mörgum fannst léttir að þurfa ekki að vera lengur einir. Sömuleiðis fannst þeim léttir að þurfa ekki að sjá um matseld og annað húshald, vera lausir við áhyggjur af því hvernig eigi að koma sér á milli staða að vetrarlagi og léttir að finna fyrir öryggi vegna líkamlegrar færniskerðingar. Einn viðmælandinn lýsti því meira að segja yfir að hann hefði öðlast frelsi frá skyldum sínum við aðra fjölskyldumeðlimi og að hann upplifði flutninginn sem tækifæri til að öðlast sjálfsálit á ný og í rauninni nýtt líf. Sumir íbúanna fundu fyrir meira öryggi, voru ekki eins einmana og fengu meiri örvun en heima hjá sér (11). Bandarísk rannsókn frá 1979, sem byggði á við- tölum við hundrað aldraða foreldra og miðaldra börn þeirra, leiddi í ljós að báðar kynslóðir létu í það skína að fjölskylduböndin héldu áfram að vera jafnnáin eftir flutning og jafnvel enn nánari (11). Hvað má bæta? Hér á landi má bæta úr ýmsu til að gera öldruðum og sjúkum auðveldara að flytja á stofnun. Í fyrsta lagi þarf að efla mjög upplýsingagjöf til þeirra og aðstand- enda. Þörf er á bæklingum og/eða myndböndum frá hverri stofnun fyrir sig. Ekki er nóg að hafa upplýsingar á Netinu. Með því að eiga þess kost að kynna sér vel þær stofnanir sem um ræðir, á viðkomandi meiri mögu- leika á að hafa áhrif á hvar hann lendir um síðir. Í öðru lagi þarf að auka samvinnu við aðstandendur varðandi umönnun hins sjúka inni á stofnun. Aðstandendur eiga að vera með í ráðum og vera upplýstir um hvaðeina sem snýr að umönnun ástvinar þeirra. Í þriðja lagi er mikil þörf á að auka virkni og afþreyingu fyrir íbúa á stofn- unum. Allir hafa jú þörf fyrir að hafa eitthvað fyrir stafni, gera gagn og hafa tilgang. Líka sjúklingar sem þjást af heilabilun. Í fjórða lagi þarf ávallt að hafa í huga þörf manneskjunnar fyrir að vera einstök en ekki hluti af heild. Það hefur mikið að segja ef starfsfólk þekkir sögu hvers íbúa og virðir hvern og einn sem einstakling með sinn sérstaka persónuleika, sínar skoðanir og þarfir. Heimildir 1. Aneshensel, C. S., Pearlin, L. I., Levy-Storms, L. og Shuler, R. H. (2000). The transition from home to nursing home: Mortality among people with dementia. Journals of Gerontology B: Social sciences, 55, 152-162. 2. Friedman, S. M., Williamson, J. D., Lee, B. H., Ankrom, M. A., Ryan, S. D. og Denman, S. J. (1995). Increased fall rates in nurs- ing home residents after relocation to a new facility. JAGS, 43, 1237-1242. 3. Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir (2001). Upplifun sjúklinga í bið- plássi. (Skýrsla). Reykjavík: LSH Landakot. 4. Hagen, B. (2001). Nursing home placement: Factors affecting caregivers’ decisions to place family members with dementia. Journal of Gerontological Nursing, 27, (2), 44-55. 5. Haight, B. K., Michel, Y. og Hendrix, S. (1998). Life review: Pre- venting despair in newly relocated nursing home residents short- and long term effects. International Journal of Aging and Human Development, 47, 119-142. 6. Ingibjörg Hjaltadóttir (2001). Physically frail elderly residents’ pec- eption of quality of life in nursing homes. (Meistaraverkefni). Reykjavík: Háskóli Íslands. 7. Iwasiw, C., Goldenberger, D., Bol, N. og Macmaster, E. (2003). Resident and family perspectives: The first year in a long-term care facility. Journal of Gerontological Nursing, 1, 45-54. 8. Kaisik, H. og Ceslowitz, B. (1996). Easing the fear of nursing home placements: The value of stress inoculation. Geriatric Nursing, 17, 182-186. 9. Kane, A. K., Kling, K. C., Bershadsky, B., Kane, R.L., Giles, K., Degenholtz, H. B., Liu, J. og Cutler, L. J. (2003). Quality of life measures for nursing home residents. Journals of Gerontology: Medical sciences, 58, 240-248. 10. Kellett, U. M. (1998). Meaning-making for family carers in nurs- ing homes. International Journal of Nursing Practice, 4, 113-119. 11. Lee, D. T. F., Woo, J. og Mackenzie, A. E. (2002). A review of older people’s experiences with residential care placement. Journal of Advanced Nursing, 37, (1), 19-27. 12. Lieberman, M. A. og Fisher, L. (2001). The effects of nursing home placement on family caregivers of patients with Alzheim- er’s disease. Gerontologist, 41, 819-826. 13. Linkinhoker, L. (1993). Relocation support program promotes family participation. Provider, 5, 58. 14. Margrét Gústafsdóttir (2001). Samskipti aðstandenda og starfs- fólks á hjúkrunarheimilum. Öldrun, 19, (2), 34-35. 15. Mikhail, M. L. (1992). Psychological responses to relocation to a nursing home. Journal of Gerontological Nursing, 18, (3), 35-40. 16. Nay, R. (1995). Nursing home residents’ perceptions of reloc- ation. Journal of Clinical Nursing, 4, 319-325. 17. Nolan, M. og Dellasega, C. (1999). It’s not the same as him being at home: Creating caring partnership following nursing home placement. Journal of Clinical Nursing, 8, 723-730. 18. Nolan, M. og Dellasega, C. (2000). I really feel I’ve let him down: Supporting family carers during long-term care placement for elders. Journal of Advanced Nursing, 31, 759-767. 19. Rodgers, B., L. (1997). Family members’ experiences with the nursing home placement of an older adult. Applied Nursing Res- earch, 10, 57-63. 20. Rowles, G.D. og High, D.M. (1996). Individualizing care: Family roles in nursing home decision-making. Journal of Gerontological Nursing, 22, (3), 20-25. 21. Ryan, A. og Scullion, H. F. (2000). Nursing home placement: An exploration of the experiences of family carers. Journal of Advanced Nursing, 32, 1187-1195. 22. Smith, S. T. (1995). Coping with nursing home placement of a parent. Home Healthcare Nurse, 13, 55-58.

x

Öldrun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.