Öldrun - 01.11.2004, Side 22

Öldrun - 01.11.2004, Side 22
22 www.oldrun.net ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 vika, en aðeins í einu tilviki var heilabilun skráð sem dánarmein (7). Í því tilviki var engin önnur sjúk- dómsgreining skráð á vottorðið og því ekki í aðrar greiningar að venda fyrir þann aðila, sem kóðaði vottorðið hjá Hagstofu Íslands. Oft kann að vera úr vöndu að ráða þar sem aðeins ein sjúkdómsgreining er tekin gild sem dánarmein. Það lítur því út fyrir að heilabilunargreining standi mjög illa í samkeppni við aðrar sjúkdómsgreiningar um val á dánarorsök. Eitt af því, sem gerir stöðu heilabilunargreininga erfiða er að þær eiga heima í a.m.k. þrem flokkum ICD-10 kóðunarinnar, þ.e. meðal blóðrásarsjúkdóma (I67), geð- og atferlisraskana (F01 og F03) og meðal taugasjúkdóma (G30). Mismunagreiningin vefst fyrir læknum og jafnvel þegar greiningin á heilabil- unarheilkenninu er orðin augljós, eins og þegar kemur að vistun á hjúkrunarheimili, þá skirrast menn við að skrá þessar sjúkdómsgreiningar. Ellihrörnun eða „senilitas“ (R54) er viðurkennt dánarmein samkvæmt ICD-10. Enginn heimilis- manna hafði þá greiningu í rannsókninni og enginn í samanburðarhópnum, þótt þrír karlar og tvær konur hafi haft ellihrörnun að dánarmeini árið 1998. Ellihrörnun var algengt dánarmein á árum áður meðal Íslendinga en dregið hefur úr greiningunni eftir því sem þjóðin hefur elst. Á sjötta áratugnum var ellihrörnun dánarmein 4,1% karla og 6,3% kvenna á Íslandi (8) en eldri rannsókn prófessors Júlíusar Sigurjónssonar á faraldsfræði ellihrörnunar sýndi um tífaldan mun á milli landa í Evrópu (9). Lokaorð Í þessari grein er lýst skráningu dánarmeina og skýrt frá dánarmeinum heimilismanna á hjúkrunar- heimili á árunum 1996 til 2002. Dánarmeinin dreifast á 10 kóðunarflokka og 48 sjúkdómsgreiningar eru notaðar, þar af 28 aðeins einu sinni. Heimilismenn hafa lægri tíðni krabbameina en samanburðarhópur aldraðs fólks árið 1998, en hærri tíðni heilabilunar- sjúkdóma. Samtals teljast heilabilunarsjúkdómar vera um 22% dánarmeina á hjúkrunarheimilinu og bendir margt til að þeir séu verulega vanskráðir. Þörf er á umbótum á greiningaraðferðum, flokkun og skráningu á heilkennum heilabilunar svo faralds- fræðilegar rannsóknir á þessu sviði geti komið að eðlilegum notum. Heimildir 1. Ársæll Jónsson, Ingibjörg Bernhöft, Karin Bernhardsson og Pálmi V. Jónsson. (2004). Afturvirk rannsókn á heilsufars- breytum heimilismanna á Droplaugarstöðum árin 1983-2002. Læknablaðið (Fylgirit 49),90, 41. Ágrip. 2. Lilja Sigrún Jónsdóttir, Skúli Guðmundsson, Sigrún Helga- dóttir og Matthías Halldórsson. (1998). Lög og reglur um ritun dánarvottorða ásamt leiðbeiningardæmum. Reykjavík: Landlæknisembættið og Hagstofa Íslands. 3. Magnús Snædal (Ritstj.). (1996). ICD-10. Reykjavík: Orða- bókasjóður læknafélaganna. ICD-10 Kóðar Algengustu dánarmeinin. Nánar sundurgreint Karlar og konur á Íslandi, 80-89 ára, 1998 - % (N 600) Droplaugarstaðir 1996-2002 - %. Meðalaldur 87 ár. (N 177) I21 Brátt hjartadrep 14,0 7,3 I25 Kransæðakölkun 12,2 14,7 I50 Hjartabilun 2,0 3,4 I63 Hjarnafleygdrep 2,5 5,7 I64 Slag 7,8 7,4 F01 Æðavitglöp 1,2 10,2 F03 Ótilgreind vitglöp 4,7 5,1 G20 Parkinsonsjúkdómur 1,5 3,4 G30 Alzheimersjúkdómur 1,7 5,1 G81 Helftarlömun 0,2 2,8 J18 Lungnabólga 3,2 5,1 J44 Langvinn lungnateppa 3,2 4,0 SAMTALS - 54,2% 74,2% 1998 og fyrir heimilismenn á hjúkrunarheimili árin 1996 2002. ICD-10 Kóðar Dánarmein Karlar og konur á Íslandi, 80-89 ára, 1998 - % (N 600) Droplaugarstaðir 1996-2002 - %. Meðalaldur 87 ár. (N 177) A00-B99 Tilteknir smit- og sníklasjúkdómar 0,3 - C00-D48 Æxli 19,3 6,2 D50-D89 Sjúkdómar í blóði og blóðmyndunarfærum og tilteknar raskanir sem ná til ónæmiskerfisins 0,7 E00-E90 Innkirtla-, næringar- og efnaskiptasjúkdómar 2,0 1,1 F00-F99 Geð- og atferlisraskanir 6,2 15,8 G00-G99 Sjúkdómar í taugakerfi 4,0 11,9 I00-I99 Sjúkdómar í blóðrásarkerfi 51,0 46,3 J00-J99 Sjúkdómar í öndunarfærum 9,2 12,4 K00-K93 Sjúkdómar í meltingarfærum 2,5 2,8 M00-M99 Sjúkdómar í vöðva- og beinakerfi og í bandvef 0,3 1,7 N00-N99 Sjúkdómar í þvag- og kynfærum 2,2 0,6 R00-R99 Einkenni, teikn og afbrigðilegar klíniskar og rannsóknarniðurstöður, ekki flokkað annars staðar 0,2 - V01-Y98 Ytri orsakir sjúkleika og dánarmeina 2,2 1,1 SAMTALS 100.1% 99,9% Tafla 2 Hlutfallsleg tíðni aðalflokka dánarmeina á Íslandi fyrir aldurshóp 80-89 ára árið 1998 og fyrir heimilismenn á hjúkrunarheimili árin 1996-2002. Tafla 3 Hlutfallstíðni algengustu dánarmeina Íslendinga 80-89 ára árið 1998 og fyrir heimilismenn á hjúkrunarheimili árin 1983-2002.

x

Öldrun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.