Öldrun - 01.11.2004, Side 24

Öldrun - 01.11.2004, Side 24
Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúk- dómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum. Hann felur í sér að tauga- frumur í heila rýrna smám saman og deyja svo ein af annarri. Sjúkdómurinn kemur ekki fram í öðrum líf færum. Fyrstu einkenni sjúkdómsins koma oftast fram á efri árum þótt þekkt séu tilvik fyrir miðjan aldur. Tíðni hans eykst með hækkandi aldri. Þrátt fyrir miklar rannsóknir á síðustu tveimur ára- tugum hefur ekki tekist að finna hvað veldur sjúkdómnum nema í sjaldgæfum tilvikum þar sem orsökin er tilteknar stökkbreytingar og er hann þá arfgengur með ríkjandi mynstri, þ.e. hafi einstaklingurinn gallann fær hann sjúkdóminn. Miklar vonir voru því bundnar við að frekari erfðarannsóknir myndu gefa svar við spurningunni en svo hefur ekki orðið. Hugmyndir um aðrar orsakir hafa ekki náð fótfestu en þó hefur vakið athygli að áhættuþættir Alzheimers- sjúkdóms eru svipaðir áhættuþáttum fyrir heilaæðakölkun. 24 www.oldrun.net ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 Algengi Alzheimers-sjúkdóms Vegna sívaxandi fjölda aldraðs fólks og hækkandi hlutfalls þeirra meðal íbúa á Vesturlöndum, fjölgar til- fellum sjúkdómsins. Tíðni Alzheimers-sjúkdóms er svipuð í öllum vestrænum löndum eftir því sem bezt verður séð. Gert er ráð fyrir að við 65 ára aldur sé um 1- 2% allra með sjúkdóminn, en næstu tvo áratugi tvöfald- ast tíðnin á hverjum fimm árum þannig að við 85 ára aldur er talið að 20-25% allra séu með sjúkdóminn. Lík- legt er að tíðnin vaxi ekki í sama mæli eftir 85 ára aldur. Sjúkdómurinn er algengasta ástæða heilabilunar eða í liðlega helmingi tilvika og því má nálægt því tvöfalda þessar tíðnitölur svo fá megi algengi heilabilunar í heild. Á dvalar- og hjúkrunarheimilum er algengi heila- bilunar og Alzheimers-sjúkdóms miklu hærra því allt að 3/4 hlutar allra íbúa eru með heilabilunareinkenni og sennilega um helmingur þeirra með Alzheimers-sjúk- dóm. Einkenni Alzheimers-sjúkdóms Aðaleinkenni Alzheimers-sjúkdóms er dvínandi minni. Minnið er hins vegar ekki einfalt fyrirbæri enda er það aðgreint á mismunandi hátt. Hér er það gert á tvennan hátt, annars vegar í skammtímaminni og lang- tímaminni og hins vegar í staðreyndaminni, atburða- minni og verkminni. Þessi skipting er þó ekki alger og flokkarnir eiga meira sameiginlegt en hér er sagt. Skammtímaminni (e: short-term memory) er einfald- lega hæfileikinn til að leggja á minnið. Þetta skiptir máli í öllu okkar daglega lífi: „Hvað ætla ég að gera næst?“, „Hver hafði samband við mig og út af hverju?“, og „Þurfti ég ekki að skila einhverju?“. Allt eru þetta spurn- ingar sem hljóma kunnuglega og er mikilvægt að vita svörin við. Takist það ekki þurfum við að spyrja aðra og þá er maður orðinn öðrum háður. Hæfileikinn að takast á við daginn raskast því í Alzheimers-sjúkdómi og er oft- ast ástæðan fyrir heimsókn til læknis. Langtímaminni (e: long-term memory) er hæfileikinn til að muna það sem maður var áður búinn að leggja á Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunar- lækningadeild LSH Landakoti

x

Öldrun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.