Öldrun - 01.11.2004, Qupperneq 25

Öldrun - 01.11.2004, Qupperneq 25
25ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 www.oldrun.net brotakennt, aðeins hinir nánustu vita hvað sjúklingur- inn á við. Þegar svo er komið, er hætta á því að þeir sem umgangast hann og annast átti sig ekki á því að hugs- unin getur verið skýrari en málið segir til um og tali niður til hans. Eins og áður segir, fá aðeins sumir sjúk- linganna málstol en aðrir halda málinu óskertu. Verkstol. Verk sem áður voru unnin án mikillar umhugs- unar verða æ erfiðari. Í fyrstu kemur þetta fram í flókn- ari athöfnum svo sem að sjá um fjármál og skipuleggja innkaup, en síðar koma upp vandamál við einfaldari athafnir svo sem að klæða sig og baða. Þessi þróun tekur venjulega mörg ár. Verkstol bitnar fyrst á skipu- lagi, t.d. í hvaða röð eigi að framkvæma atriðin. Sjúk- lingurinn verður hikandi, líkt og utan við sig og er lengi að koma sér að verki. Verknaðurinn sjálfur tekur síðan lengri tíma en áður og einstök atriði eru ranglega fram- kvæmd. Á þessu stigi nægir að leiðbeina munnlega en eftir því sem á líður verður framkvæmdin sjálf erfið og sjúklingurinn þarf beina aðstoð. Þegar svo er komið á að veita hana án umstangs og á eðlilegan hátt. Ratvísi. Stundum reynist einstaklingnum erfitt að rata á ókunnugum slóðum þrátt fyrir hjálpartæki, svo sem kort. Síðar verður erfiðara að rata á þekktum slóðum og síðast jafnvel á eigin heimili. Þetta einkenni getur verið eitt hið fyrsta sem aðstandendur taka eftir. Dómgreind. Það er algengt að það séu allir aðrir en sjúk- lingurinn sem finnist að eitthvað sé að. Þá er talað um að innsæi sé skert. Dómgreindarleysi getur komið fram á ýmsan annan hátt svo sem varðandi fjármál eða ýmis- legt sem sjúklingur treystir sér til að gera þótt allir aðrir viti að sé honum ógerningur. Félagshæfni. Oftast er léleg félagshæfni afleiðing af ofantöldum einkennum. Sjúklingurinn getur með öðr- um orðum ekki lengur sinnt skyldum sínum í starfi eða fjölskyldu. Auk þess er algengt að sjúklingar og jafnvel nánustu ættingjar fari að draga sig í hlé, treysta sér ekki að fara á mannamót og bjóða ekki lengur heim gestum. Algengt er að vinir og kunningjar hafi minna samband eða hætti jafnvel alveg að sjást. Félagshæfnin virðist því oft lakari en hún í raun og veru er og þarf að hafa það skýrt í huga þegar verið er að huga að þjónustu við hæfi. Það er eðli sjúkdómsins að hin vitræna skerðing eykst með tímanum. Það á einnig við um færnina. Það er hins vegar mismunandi hversu hratt það gerist. Ein- kennin geta einnig staðið í stað í langan tíma en á eftir kemur tímabil töluverðrar afturfarar. Þetta á sér eðli- legar skýringar. Heilinn getur tímabundið bætt sér upp minnkandi tengingar milli taugafruma og missi á ein- staka frumum, því tengingar eru fleiri en á þarf að halda að jafnaði. Eftir því sem tengingum fækkar verður það hins vegar erfiðara og svo kemur að það gengur ekki lengur og einkenni sjúkdómsins færast í vöxt. Þetta má líkja við þegar vatn flæðir, stöðvast við þröskuld, en minnið, svo sem afmælisdaga og atburði fyrri ára. Lengi var talið að þessi hæfileiki héldist mun betur í sjúk- dómnum en skammtímaminnið, en svo er ekki. Aftur á móti skiptir hann okkur ekki eins miklu máli dags dag- lega og skammtímaminnið. Langtímaminnið dvínar einnig tiltölulega fljótt hjá Alzheimers-sjúklingum þótt sum minni úr fortíðinni geti fylgt sjúklingnum lengi. Staðreyndaminni (e: semantic memory) er hæfileikinn til að leggja á minnið ýmsar staðreyndir sem þurfa ekki að koma okkur við svo sem ártöl, nöfn frægra persóna, atburði í mannkynssögunni o.s.frv. Þetta er hæfileiki sem sumir ná góðu valdi á og hann liggur að baki öllu bóklegu námi. Staðreyndaminni er hægt að þjálfa og nota má ýmsar aðferðir til að auðvelda sér að leggja á minnið. Þessi hæfileiki dofnar eftir því sem Alzheimers- sjúkdómur færist í vöxt, en lengi getur eimt eftir af honum. Atburðaminni (e: episodic memory). Eins og nafnið ber með sér er um að ræða minni á tiltekna atburði, stóra eða smáa eða með öðrum orðum að muna það sem maður upplifir. Þetta minni getur því verið mjög per- sónubundið svo sem sjá má þegar margir einstaklingar verða samtímis fyrir sömu reynslu og rifja hana upp síðar. Upplifunin fer aðrar leiðir í heilanum en stað- reyndirnar og virkjar að einhverju leyti tilfinningalífið sem leiðir til þess að tiltekinn atburður getur rifjast ósjálfrátt upp við það eitt að tilfinningin, sem atburður- inn vakti, kviknar. Þetta er væntanlega ástæða þess að sumir sjúklingar með Alzheimers-sjúkdóm virðast stundum muna ótrúlegustu hluti, þótt minni þeirra að öðru leyti sé orðið mjög bágborið. Verkminni (e: procedural memory). Þetta er hæfileikinn að muna ýmiss konar verkleg atriði eins og að synda, hjóla, binda bindishnút eða setja upp hár. Þetta á einnig við um flóknari athafnir, svo sem hljóðfæraspil eða nákvæma smíðavinnu. Fái Alzheimers-sjúklingur ekki verkstol sem eitt einkenna sjúkdómsins er hæfileiki hans á þessu sviði lítið sem ekkert skertur lengi vel. Eins og áður segir nægir ekki slakt minni til þess að setja greininguna, fleira þarf að koma til. Eitthvað af eft- irtöldum einkennum verða að vera til staðar í ein- hverjum mæli: Málstol. Það er eins með málið og minnið að við erum misbúin hæfileikum og getum líka verið misjafnlega upplögð. Það er því ekki alveg ljóst hvenær málstol er að byrja, en þegar erfiðleikarnir eru að jafnaði meiri en áður er eitthvað að. Í upphafi rekur sjúklinginn meira í vörðurnar varðandi einstök orð og nöfn og það er eins og það vanti skyndilega réttu orðin. Hann hikar og þarf að umorða setninguna til að merkingin komist til skila. Með tímanum verður meira áberandi hversu oft réttu orðin vantar og það getur þurft að rýna sérstaklega í það hvað hann á við. Með tímanum verður málið mjög

x

Öldrun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.