Öldrun - 01.11.2004, Page 27

Öldrun - 01.11.2004, Page 27
27ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 www.oldrun.net Ruglástand Stundum kemur fyrir að aldraður einstaklingur ruglast og verður skyndilega ófær um að sjá um sig. Þetta getur leitt til innlagnar á sjúkrahús. Stundum eru þessir sjúklingar taldir vera heilabilaðir ef ruglið gengur ekki yfir á nokkrum dögum og Alzheimers-sjúk- dómur hefur oft verið nærtæk greining, enda algeng- asta ástæða heilabilunar. Þetta er mjög varasamt, enda kemur oft í ljós að ruglástandið gengur yfir og sjúkling- urinn nær sér að fullu. Orsakir ruglástands eru marg- víslegar. Algengastar eru sýkingar, oftast frá lungum eða þvagfærum. Aðrar ástæður eru hjartaáfall, blóð- tappi í lungum eða efnaskiptatruflanir en margar skýringar eru hugsanlegar. Nauðsynlegt er að fá grein- argóðar upplýsingar frá nánustu aðstandendum um hvernig ástandið var áður en ruglið reið yfir. Sömuleiðis þarf að gefa sjúklingnum góðan tíma áður en staðfest er hvort um heilasjúkdóm geti verið að ræða. Meðferð Alzheimers-sjúkdómur er ólæknandi en þó er ýmis- legt hægt að gera sem skiptir raunverulegu máli fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Í grófum dráttum má skipta meðferðar- og stuðningsmöguleikum í þrennt: upplýsingar og stuðningur, lyfjameðferð og umönnun. Það er breytilegt hvaða þýðingu hvert af þessu hefur eftir því á hvaða stigi sjúkdómurinn er og hvernig birtingar- formið er. Upplýsingar og stuðningur Þörf er á þessu á öllum stigum sjúkdómsins og þá er bæði átt við stuðning við sjálfan sjúklinginn og aðstand- endur hans. Skipta má þessum lið í nokkra þætti: • Upplýsingar. Mjög mikilvægt er að gefa góðar upplýsingar í byrjun svo allir geri sér grein fyrir vandanum og hvernig skal bregðast við honum. Með þessu er einnig átt við það að sjúklingnum er sagt frá greiningunni. Ekki er hins vegar þörf á því að lýsa framvindu sjúkdómsins í smáatriðum enda ekki hægt vegna þess hversu misjöfn hún er. Skoða skal hvers má vænta næstu mánuði og ár og hvernig sjúklingur og aðstandendur geta brugðist við þeim vanda sem upp er kominn. Leggja ber áherzlu á að viðhalda sem mestri þátttöku í daglegu lífi, þótt hún þurfi að taka einhverjum breytingum. Fjölskyldan þarf síðan að eiga aðgang að ráðgjöf eftir því sem þörf krefur og þörf er á stuðningi allt sjúkdómsferlið enda taka vandamálin breytingum og lausnirnar þar með. • Stuðningshópar. Góð reynsla hefur verið af stuðn- ingshópum fyrir aðstandendur. Þá hittist lítill hópur aðstandenda reglulega í nokkurn tíma með leiðsögn fagmanns. Þar fara fram umræður um þau vandamál sem verið er að fást við, ráðgjöf er veitt og leiðbeint hvernig bregðast skuli við aðstæðum sem koma upp á heimilinu. Aðstandendurnir veita einnig hver öðrum styrk í hópi sem þessum. Misjafnt er hversu vel stuðningurinn gagnast, en flestir geta nýtt sér stuðningshópa þótt sumir hafi efasemdir um það í upphafi. Valið er í hópana svo líkur á góðum árangri verði sem mestar, t.d. með því að hafa í hverjum hópi fólk sem er að glíma við svipuð vandamál. • Þjálfun. Þegar komið er á fyrsta stig heilabilunar er eðlilegt að koma á einhvers konar örvun eða þjálfun. Hún felst í því að byggja á sterkum hliðum sjúklings- ins, örva og hvetja hann til alls sem hann ræður við. Þetta er gert með því að gera honum kleift að nýta hæfileika sína og áhugamál, en á þessu stigi er hann oftast búinn að tapa frumkvæði og skipulagshæfi- leikum til að nýta þá sjálfur. Beztur árangur hefur náðst í dagþjálfun fyrir minnissjúka en þar er auð- veldast að koma slíkri örvun við. Stundum getur fjöl- skyldan gert sjúklingnum kleift að njóta sín með því að skapa honum sambærilega aðstöðu, en það er hins vegar mjög krefjandi til lengdar og ekki á fjöl- skylduna leggjandi nema í takmörkuðum mæli. Lyfjameðferð Lyfjameðferð er tvenns konar, meðferð við sjúk- dómnum sjálfum og meðferð við þeim geðrænu ein- kennum sem oft fylgja sjúkdómnum. • Lyf við Alzheimers-sjúkdómi. Nú eru skráð fjögur lyf við sjúkdómnum. Þrjú þeirra verka á svipaðan hátt, með því að hafa áhrif á það boðefnakerfi sem helst dvínar í heila sjúklinganna. Reynsla síðustu ára sýnir að þau seinka framvindu sjúkdómsins á fyrri stigum um 9-12 mánuði að meðaltali. Í því felst að lyfin gagnast skemur hjá sumum en lengur hjá öðrum, en ekki er vitað fyrirfram hverjum lyfin gagnast helst. Áhrifin eru einkum á minni, en það er óljóst hvernig þau verka á aðra vitræna þætti. Enn- fremur hefur verið skoðað hver áhrif þeirra eru á daglega færni og á geðræn einkenni. Ekki er veiga- mikill munur á verkun lyfjanna. Þessi lyf eru donep- ezil (Aricept®), galanthamin (Reminyl®) og rivastig- min (Exelon®). Meðferð með þessum lyfjum er að jafnaði hafin þegar greining liggur fyrir. Fjórða lyfið, memantin (Ebixa®), verkar á annað boðefnakerfi sem er hinu til stuðnings og er það einkum notað þegar sjúkdómurinn er kominn á hærra stig. • Einkennameðferð. Í mörgum tilvikum koma fram geðræn einkenni svo sem þunglyndi, kvíði, ranghug- myndir og jafnvel ofskynjanir. Svefntruflanir eru einnig taldar með þessum einkennum þótt mörgum finnist það ekki vera klárlega geðrænt einkenni. Á síðari stigum sjúkdómsins geta hins vegar komið fram ýmsar hegðunarbreytingar sem einu nafni kall- ast atferlistruflanir. Um er að ræða einkenni eins og ráp fram og til baka, flökkutilhneigingu, söfnunar- áráttu, reiði og mótspyrnu við umönnun. Ólíkt vit- rænni vangetu og færnitapi sem færist í vöxt eftir því

x

Öldrun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.