Öldrun - 01.11.2004, Qupperneq 28

Öldrun - 01.11.2004, Qupperneq 28
28 www.oldrun.net ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 sem á sjúkdóminn líður, er miklu meiri breytileiki í þessum einkennum. Sum einkenni koma snemma og dvína svo, en önnur koma seint. Í heild fá 90% sjúklinganna einhver slík einkenni einhvern tíma á ferlinu. Stundum eru einkennin mjög ríkjandi og lita alla tilveru sjúklingsins og hans nánustu. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þeim því oft má meðhöndla þessi einkenni með árangri, ekki aðeins með lyfja- meðferð heldur á ýmsan annan hátt. Ekki verður farið nánar út í þetta hér því það yrði of yfirgrips- mikið. Umönnun Skipta má þessu meðferðarúrræði í þrjá þætti: félags- lega, andlega og líkamlega umönnun. • Félagsleg umönnun. Hún felst í því að skapa gott umhverfi fyrir sjúklinginn og að veita honum félags- legan stuðning. Umhverfið þarf líka að taka tillit til sjúkdómsins með því að vera öruggt og aðlaðandi. Margt ber að athuga og skulu hér nefnd tvö dæmi sem eiga við þegar sjúkdómurinn er langt genginn: Gólfdúkur þar sem skiptast á dökkir og ljósir fletir geta haft truflandi áhrif á sjúkling sem skynjar illa það sem hann sér. Hann gæti haldið að gólfið væri óslétt eða að jafnvel væru á því stór göt sem bæri að forðast. Skýrar merkingar á herbergjum, innan her- bergja og nafnspjöld, gefa sjúklingi, sem enn getur lesið, möguleika á að bjarga sér í umhverfinu í stað þess vera upp á aðra kominn og spyrja í sífellu til að glöggva sig á öllu í kringum sig. Félagsleg örvun felst t.d. í heimsóknum aðstandenda og vina, göngu- ferðum, ferðalögum, ferðum á söfn og kaffihús eða búðarferðum, en alltaf þarf að taka tillit til þess hverju sjúklingurinn hefur ánægju af og gæta þess að hann þreytist ekki um of. Mikilvægt er að þeir sem styðja sjúklinginn á þennan hátt hafi hugmynda- flug til að veita honum þá ánægju sem hann getur ekki sjálfur veitt sér og að aðstandendur og starfs- fólk tali um það hvaða leiðir séu vænlegar í því skyni. • Andleg umönnun. Eðlileg framkoma og tillitssemi eru lykilatriðin. Oft er erfitt að svara spurningum, eins og þegar sjúklingurinn spyr um framliðinn ætt- ingja sem væri hann á lífi eða finnst að hann eigi að sinna börnum sínum sem væru þau enn á barns- aldri. Ekki eru einhlít ráð í slíkum tilvikum, en mælt er með því að í svarinu felist fullvissa um að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur. Örvun af öðru tagi er notkun á öllu því sem nærtækt er, sem getur veitt ánægju og vellíðan miðað við áhuga og getu sjúk- lingsins. Einfalt er að taka í spil eða tefla, syngja saman, lesa upphátt, fara með vísur og gátur eða efna til spurningakeppni. Hreyfingar, eins og hóp- leikfimi eða dans, nýtur næstum því alltaf vinsælda. Sumt hefur verið frekar útfært af fagaðilum, svo sem iðjuþjálfum og listmeðferðarfræðingum á sviði myndlistar eða tónlistar (art therapy og music ther- apy). Þessir sérfræðingar nýta m.a. aðrar leiðir en tjáningu með orðum til að nálgast sjúklinginn og gefa honum sömuleiðis möguleika til að tjá sig þegar málið hefur að mestu horfið. • Líkamleg umönnun. Á síðustu stigum sjúkdóms- ins verður vægi líkamlegrar umönnunar meira. Hún felst í því að átta sig á líkamlegum óþægindum og kvillum og bregðast við þeim, sjá um hreinlæti, nær- ingu og svefn sem og að gæta öryggis sjúklingsins. Ýmis tækni kemur til með að nýtast meira á næstu árum sem sum hver getur í fljótu bragði litið út eins og skerðing á persónulegu frelsi. Átt er við eftirlits- tækni sem gerir hjúkrunarfólki kleift að fylgjast með hvert sjúklingur fer og hvað hann gerir. Í reynd eykur þetta hins vegar daglegt frelsi sjúklingsins. Síður þarf til dæmis að koma inn til hans til að kanna hvort ekki sé allt í lagi með hann og hann getur gengið frjálsar um. Stiklað hefur verið á stóru í meðferð sem til greina kemur við þessum sjúkdómi og þeim einkennum sem honum fylgja. Ekki er hægt að skilja svo við þennan þátt að ekki sé minnst á meðferð á síðasta skeiði sjúkdóms- ins. Þá er mikilvægt að læknir sjúklingsins og hjúkrun- arfræðingar hafi náið samráð við ættingja um meðferð- arúrræði og hvernig þeim skuli beitt. Sú meðferð sem farið er eftir á síðustu stigum er svokölluð líknandi með- ferð. Hún felst í því að ekki er gripið til beinna læknis- aðgerða, svo sem vökvagjafar í æð eða fúkkalyfjameð- ferðar, en er engu að síður virk meðferð með þann til- gang að sjúklingurinn sé laus við líkamleg og andleg óþægindi. Á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum flestum er völ á sálgæzlu af hendi presta og þótt þeirra þáttur sé einna mestur á síðustu stigum, eru þeir til taks allan tímann sem sjúklingurinn dvelur á deild. Hvaða þjónusta stendur fólki til boða? Það er æskilegast að sem fæstir komi að meðferð og eftirliti hvers einstaks sjúklings, bæði hans vegna og aðstandenda hans. Af þeim sökum þurfa læknir og sam- starfsmenn hans, sem hitta sjúklinginn fyrst, að gera ráð fyrir því að fylgja honum eftir sem lengst. Skipulag þjónustunnar setur þessu nokkrar skorður, einkum ef sjúklingurinn þarf í tímans rás að notast við margvísleg úrræði. Í okkar þjóðfélagi má skipta þjónustunni í þrennt. Fyrst er þjónustan hjá heimilislækni og heima- hjúkrun. Utan höfuðborgarsvæðisins getur heimilis- læknirinn reyndar verið til staðar allan tímann ef hann sinnir einnig þjónustu inni á dvalar- og hjúkrunarheim- ili staðarins. Á höfuðborgarsvæðinu er völ á greiningu og ráðgjöf á Minnismóttöku öldrunarsviðs á Landakoti. Þar er gert ráð fyrir að sama teymi læknis, hjúkrunar- fræðings og félagsráðgjafa sinni eftirlitinu, ef það er á annað borð veitt þaðan, auk þess sem aðgangur er eftir atvikum að sálfræðingi og þjálfurum. Ef til dagþjálfunar kemur bætist við þjónustuhópinn, en aðgangur á að vera áfram að teyminu þótt það sé ekki lengur á reglu-

x

Öldrun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.