Öldrun - 01.11.2004, Qupperneq 36

Öldrun - 01.11.2004, Qupperneq 36
36 www.oldrun.net ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 Aðalfundur Öldrunarfræðafélags Íslands (ÖFFÍ) varhaldinn 31. mars 2004 kl. 17-19 á Hjúkrunarheimil- inu Eir. Formaður félagsins boðaði forföll, í hennar stað setti Sigurveig H. Sigurðardóttir félagsráðgjafi fundinn. Fundarstjóri var Sigurveig H. Sigurðardóttir og ritari Marta Jónsdóttir. Í stjórn sitja einnig Ólafur Þór Gunn- arsson gjaldkeri og Smári Pálsson ritstjóri Öldrunar. Í varastjórn sitja Sigrún Guðjónsdóttir sjúkraþjálfari og Sigrún Ingvarsdóttir félagsráðgjafi. Ársskýrsla ÖFFÍ árið 2003 Í fjarveru formanns flutti Sigurveig ársskýrslu ÖFFÍ fyrir árið 2003. Formaður tilkynnti að sérstakar árs- skýrslur yrðu kynntar fyrir störf ritnefndar, fagtímarits- ins Öldrunar, rekstrarreikning félagsins og vísindasjóð ÖFFÍ. Aðalstarf ÖFFÍ er námsstefnuhald í samvinnu við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Námsstefnan „Ofbeldi gegn öldruðum“ var haldin þ. 6. nóvember 2003. Sóttu um 100 manns þá námsstefnu. Sökum dræmrar þátttöku var námsstefnan felld niður sem halda átti 4. mars 2004 um „Rannsóknir á sviði öldr- unarmála“ í samstarfi við Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala-háskólasjúkrahúss í öldrunar- fræðum. Heiðursfélagar ÖFFÍ eru Alfreð Gíslason, Gísli Sig- urbjörnsson, Þór Halldórsson, Ársæll Jónsson og Gunn- hildur Sigurðardóttir. Skýrsla um störf Vísindasjóðs ÖFFÍ Formaður vísindasjóðs, Anna Birna Jensdóttir, til- kynnti að engin umsókn um styrk hafi borist nefndinni. En vegna tæknilegra vandamála hafi blaðið Öldrun ekki komið út fyrir aðalfundinn. Þar af leiðandi hafi aug- lýsingin frá vísindasjóði um styrk ekki náð út til félags- manna fyrir fundinn. Í stjórn vísindasjóðs eru auk Önnu Birnu Jensdóttur, Guðný Bjarnadóttir og Ingibjörg Ásgeirsdóttir. Skýrsla um störf ritnefndar Öldrunar 2003 Smári Pálsson kynnti störf ritnefndar. Einnig eiga Soffía Egilsdóttir, Ólafur Samúelsson og Jóhanna Rósa Kolbeins sæti í ritnefnd. Skýrsla gjaldkera ÖFFÍ Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram endurskoðaða reikninga félagsins og vísindasjóðs. a. Rekstrar- og efnahagsreikningur félagsins var lagður fram. Greiðsla frá Endurmenntun frá síðasta ári hefur ekki borist. Tekist hefur að ná inn 230 félagsgjöldum frá 300 félagsmönnum. b. Reikningar vísindasjóðs voru lagðir fram. Inneign vísindasjóðs er 5,4 milljónir. Kosning stjórnar ÖFFÍ Í stjórn sitja: Sigríður Jónsdóttir formaður, Marta Jónsdóttir ritari. Ólafur Þór Gunnarsson gengur úr stjórn og í stað hans kemur Ólafur Samúelsson í stöðu gjaldkera. Meðstjórnendur eru Kristín Einarsdóttir iðju- þjálfi sem er í barnseignarleyfi og í hennar stað situr Hildur Þráinsdóttir iðjuþjálfi. Varastjórn: Sigrún Guðjónsdóttir sjúkraþjálfari og Sigrún Ingvarsdóttir félagsráðgjafi. Ritnefnd: Jóhanna Rósa Kolbeins iðjuþjálfi gengur úr ritnefnd. Í stað hennar kemur Berglind Indriðadóttir iðjuþjálfi. Einnig eiga sæti í ritnefnd Soffía Egilsdóttir félagsráðgjafi, Smári Pálsson sálfræðingur og Ólafur Samúelsson öldrunarlæknir. Vísindasjóður: Anna Birna Jensdóttir hjúkrunar- forstjóri er formaður, Guðný Bjarnadóttir öldrunar- læknir og Ingibjörg Ásgeirsdóttir félagsráðgjafi. Endurskoðendur félagsins: Gunnhildur Sigurðar- dóttir og Jónas Ragnarsson. Þau gefa kost á sér áfram. Árgjald Gjaldkeri lagði til að árgjaldið yrði áfram 1.750 kr. Lagabreytingar Engar tillögur lágu fyrir um lagabreytingar. Önnur mál. Marta Jónsdóttir, ritari Aðalfundur Öldrunarfræðafélags Íslands 2004 Styrkur til umsóknar úr Vísindasjóði Öldrunarfræðafélags Íslands Sjá nánari upplýsingar á www.oldrun.net fyrir 31. janúar 2005.

x

Öldrun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.