Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 6

Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 6
 www.oldrun.net ÖLDRUN – 25. árg. 2. tbl. 2007 Félagslíf Á Höfða er margt til gamans gert. Það er mikið spilað og teflt, reglulegar boccia æfingar og mót, upplestur, bingó, harmonikuspil, góðir gestir koma í heimsókn með ýmis skemmtiatriði og sýndar eru kvikmyndir í samkomu­ sal. Farið er daglega í gönguferðir um hið fagra nágrenni heimilisins. Púttvöllur er á lóð Höfða. Þorrablót er árlegur viðburður, einnig kökukvöld þar sem starfsmenn baka heima og bjóða íbúum til veislu með skemmtiatriðum. Síðla vetrar er haldin Höfðagleði þar sem íbúar og starfs­ menn koma saman til árshátíðar með veislumat og góðum skemmtiatriðum. Þá halda íbúarnir kaffihúsakvöld öðru hvoru þar sem boðið er upp á kaffi, kökur og léttar veit­ ingar. Á haustin taka íbúarnir þátt í sláturgerð fyrir heim­ ilið og fyrir jólin er laufabrauðsgerð. Á hverju sumri er farið í ferðalag, nú síðast um Suður­ nes með Birni Inga Finsen sem fararstjóra. Í fyrra var farið um Árborgarsvæðið þar sem Guðni Ágústsson ráðherra var leiðsögumaður og bauð öllum hópnum á heimili sitt í lok ferðar. Mikil þátttaka er jafnan í þessum ferðum. Sóknarpresturinn messar mánaðarlega. Kór Akranes­ kirkju og organisti sjá um tónlistina. Messur eru jafnan mjög vel sóttar. Öflugt starfslið Starfsmenn eru 88 í 64 stöðugildum. Mjög lítil breyt­ ing er á starfsliði frá ári til árs og er það styrkleiki heimilis­ ins. Starfsmenn eru kunningjar og vinir íbúanna og gjörþekkja þarfir þeirra. Framhaldsskólanemar leysa af í sumarleyfum og standa sig mjög vel í starfi. Margir þess­ ara nema vinna hér sumar eftir sumar. Einn starfsmanna Höfða, Emilía Petrea Árnadóttir forstöðumaður dagvist­ unar, hefur unnið á heimilinu frá því rekstur hófst fyrir tæpum 30 árum. Lögð er áhersla á fræðslu fyrir starfsfólk. Fyrirlestrar og ýmis fræðsla eru reglulega yfir vetartímann. Þá hafa LaufabrauðsskurðurÞorrablót Vaxmeðferðin er vinsælSaumaklúbbur

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.