Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 30

Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 30
0 www.oldrun.net ÖLDRUN – 25. árg. 2. tbl. 2007 Inngangur Grein þessi var unnin af tveimur hjúkrunarfræðingum og tveimur prestum í sálgæslufræðinámi við Háskóla Íslands árið 2004. Greinin byggir á eigin reynslu, fræðilegu efni og viðtölum við fimm aldraða einstaklinga um áhrif listsköpunar á andlega, líkamlega og tilfinningalega líðan. Sálgæslufræðin opnaði meðal annars augu okkar fyrir því að unnt er að nýta eigin sköpunarkraft við úrvinnslu tilfinningalegra áfalla. Flestir þekkja dæmi þess að það hentar ekki öllum að dvelja á stofnunum þar sem skipulögð starfsemi fer fram. Stefna stjórnvalda er að auka lífsgæði aldraðra og aðstoða þá við að dvelja lengur á eigin heimili. Með því halda aldr­ aðir sjálfræði sínu en inni á öldrunarstofnunum er forræð­ ishyggja starfsfólks ennþá áberandi. Í greininni er lögð áhersla á það að hver og einn þarf að fá svigrúm til að lifa lífinu á eigin forsendum. Þar er aðalatriðið að aldraðir, eins og aðrir, geti gengið í sínum takti í núinu en ekki í takti sem aðrir ákveða. Fræðilegt efni og viðtöl við aldraða benda til þess að list og listsköpun geti auðveldað fólki að horfast í augu við lífið og tilveruna. Einnig að listsköpun ýti undir þá tilfinn­ ingu að vera einhvers megnugur. Segja má að listsköpun og að njóta lista kalli fram viðleitni til að öðlast sátt við þann margvíslegan missi sem oftast fylgir því að komast á efri ár. Í ljósi viðtala við aldraða finnst okkur það áhugavert framtíðar rannsóknarefni að kanna hvernig unnt er að nýta sköpunarþáttinn við sálgæslu. Skoða hvaða þættir styrkja fólk í aðstæðum þar sem enginn fær breytt því sem orðið er. Sýndu mér listina, þá skal ég segja þér allt hitt Listir í mismunandi formi hafa fylgt manninum frá örófi alda en listsköpun er skilgreind sem notkun hæfi­ leika og hugmyndaflugs til að skapa hlut, stykki, verk, umhverfi eða reynslu með fagurfræðina að leiðarljósi (Encyclopædia Brittanica, 2001). Árni Böðvarsson (1983) lýsir list sem íþrótt, að búa til eitthvað fagurt eða eftirtekt­ arvert. List þýði einnig leikni, hæfileiki og færni. Þess vegna einkennast listir af tilfinninganæmi, auðugu ímynd­ unarafli, kunnáttu og leikni til að tjá hugsanir og tilfinn­ ingar. Símon J. Ágústsson (1931) víkkar sjónarhornið enn frekar með því að benda á að listin sé nátengd menningu, hugsunarhætti, sögu og lífsbaráttu þjóðanna. Orð hans: „Sýndu mér listina, þá skal ég segja þér allt hitt“ endur­ Sálgæsluáhrif listsköpunar – að öðlast sátt við margvíslegan missi Helga G. Erlingsdóttir hjúkrunarfræðingur Öldrunarheimilið Hlíð Akureyri Sigríður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Axel Árnason sóknarprestur Stóra-Núpsprestakalli Eiríkur Jóhannsson sóknarprestur Hrunaprestakalli

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.