Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 16

Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 16
1 www.oldrun.net ÖLDRUN – 25. árg. 2. tbl. 2007 og líkt eftir „venjulegum heimilum“. Átta til tólf manns búa í einingu og hugmyndafræðin er að starfsfólkið vinni á heimilum íbúanna, en þeir búi ekki á vinnustað starfs­ fólksins. Engin leið er réttari en önnur. Hægt er að læra af öðrum þjóðum, en aðlaga þarf hugmyndafræði að hverri þjóð og menningu hennar. Hanna Lára Steinsson, félagsráðgjafi, kynnti Bjarma­ lund: Heildræna lausn fyrir sjúklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra. Heilabilun er fjölskyldusjúkdómur og aðstandendur glíma við mörg vandamál. Úrræði þar sem boðið er upp á heildræna lausn skortir. Hugmyndin „Bjarmalundur“ gerir ráð fyrir upplýsinga­ og fræðslu­ miðstöð ásamt skammtímadvöl og dagdeild. Hanna Lára hefur þegar hrint fyrsta áfanga af stað, þar sem hún rekur ráðgjafarstofu um málefni tengd heilabilunarsjúkdómum. Kristjana Gígja, hjúkrunarfræðingur og Jóna Magnú­ sdóttir, fræðslustjóri, kynntu hjúkrunar­ og öryggisíbúðir í Eirarhúsum. Hugmyndafræðigrunnur að þeim íbúðum er að íbúar geti búið sem lengst heima. Allir sem eru orðnir 65 ára geta sótt um, en gert er ráð fyrir að íbúar þurfi ákveðna þjónustu. Þar er samþætting þjónustu heimahjúkrunar og félagsþjónustu. Íbúar hafa kost á að kaupa þjónustu frá Eir og sjálfstætt starfandi aðilum þar. Ingibjörg Bernhöft, hjúkrunarfræðingur, flutti erindi sem hún nefndi Viltu eiga val? Þar fjallaði hún um sína framtíðarsýn að í búsetuúrræðum framtíðarinnar væri sjálfræði og fjárhagslegt sjálfstæði haft að leiðarljósi og þannig aukin lífsgæði íbúa. Hægt væri að nota t.d. stór einbýlishús sem löguð væru að þessum þörfum. Hver íbúi hefði sína íbúð eða herbergi með baði og starfsfólk væri til staðar allan sólarhringinn. Kostir þessa búsetuúrræðis væru minnkuð stofnanavistun, heimilislegri aðstæður, búseta í íbúðarhverfi o.s.frv. Einstaklingurinn greiðir fyrir sig sjálfur: leigu, fæði og fyrir þá þjónustu sem hann fær. Í daglegu lífi eru ekki allir sáttir við það sama og það breyt­ ist ekkert með aldrinum. Sumir vilja hafa rúmt í kringum sig meðan aðrir vilja búa þrengra. Umsjón ráðstefnunnar var í höndum Sigurveigar H. Sigurðardóttur, lektors í félagsráðgjöf og Sigrúnar Guðjónsdóttur, sjúkraþjálfara. Sigrún Guðjónsdóttir FRÆÐSLA OG SÍMENNTUN Í ÖLDRUNARGEIRANUM Stórhöfða 25 • 110 Reykjavík • sími 569 3100 • www.eirberg.is Senta baðlyfta – örugg umönnun • fyrir bað • fyrir sturtu • fáanleg með vog • hámarksþyngd notanda 150 kg Fjölbreytt úrval baðtækja Persónuleg þjónusta og fagleg ráðgjöf

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.