Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 18

Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 18
1 www.oldrun.net ÖLDRUN – 25. árg. 2. tbl. 2007 Hirsla – varðveislusafn Land­ spítalans (LSH) var opnuð formlega þann 19. maí 2006 á „Vísindum á vordögum“ sem er árlegur vísindadagur LSH. Hirslan er byggð upp og henni stýrt af starfsmönnum bókasafns LSH. Tilgangur Hirslunnar Aðal markmið með Hirslunni er að vista, varðveita og miðla útgefnu vísindaefni og fræðsluefni sem starfs­ menn LSH hafa unnið og gera það aðgengilegt á heims­ vísu í opnum aðgangi (e. open access). Háskólar og aðrar rannsóknastofnanir víða um heim hafa sett á stofn slík rafræn varðveislusöfn (e. open repositories). Helsti hvat­ inn að stofnun varðveislusafna er síaukin rafræn útgáfa fagtímarita sem kallar á lausnir varðandi örugga varð­ veislu vísindaniðurstaðna. Ennfremur gera ýmsir alþjóð­ legir styrktarsjóðir kröfu um að niðurstöður rannsókna sem þeir hafa veitt fé til séu birtar í opnum aðgangi. Þá er ótalin sú þróun sem orðið hefur á alþjóðlegum útgáfu­ markaði vísindatímarita að þau ganga kaupum og sölum á markaði sem getur þýtt að bókasöfn þurfa að kaupa aftur aðgang að tímaritum sem þau höfðu í áskrift áður. Opin rafræn varðveislusöfn eru svar bókasafna, háskóla og rannsóknastofnana um allan heim við þessari þróun. Hvað er í Hirslunni? Hirslan er s.k. blendingssafn, þ.e. sambland af altexta gagnasafni (e. fulltext database) þar sem hægt er að ná í handritið/greinina í heild sinni og bókfræðigagnasafni (e. bibliographic database) þar sem einungis koma fram upplýsingar um höfund, titil, útgáfustað, útgáfuár og þess háttar og tengt er í allan texta á vefsetri erlendra útgef­ enda. Þess ber að geta að aðgangur að tímaritsgreinum á vefsetrum útgefenda er ýmist takmarkaður við LSH eða Ísland ef um landsaðgangstímarit er að ræða. Eins og fram kemur hér á undan er Hirslan stofnuð til að varðveita vísinda­ og fræðsluefni starfsmanna LSH. Í þeirri vinnu við efnissöfnun sem átt hefur sér stað kom upp sú umræða að rafrænn aðgangur að efni frá öðrum en starfsmönnum LSH væri ekki nægjanlega góður og í sumum tilfellum enginn. Var því ákveðið að hafa samband við ritstjórnir íslenskra fagtímarita á heilbrigðissviði og bjóða þeim að vista altexta greinar úr þeim tímaritum í Hirslunni til að auka sýnileika, útbreiðslu og aðgengi. Meðal þeirra tímarita sem þegið hafa boðið eru Læknablaðið, Tannlæknablaðið og Öldrun. Hvernig finnast greinar í Hirslunni? Í Hirslunni sjálfri er hægt að leita á svipaðan hátt og í öðrum bókfræðilegum gagnasöfnum, t.d. að höfundi, titli o.s.frv. Einnig er hægt að leita eftir efnisorðum bæði á ensku og íslensku. Ensku efnisorðin eru s.k. Medical Subject Headings frá National Library of Medicine sem notuð eru t.d. í PubMed. Íslensku efnisorðin eru úr sama kerfi og notað eru í Gegni, landskerfi bókasafna. Leit­ arviðmót Hirslunnar er enn sem komið er einungis á ensku, enda um erlendan hugbúnað að ræða, en unnið er að íslenskun þess. Leitarvélin Google finnur allar greinar sem vistaðar eru í Hirslunni og eykur það mjög sýnileika þeirra höfunda sem eiga efni í Hirslunni. Hvers vegna að vista greinar í Hirslunni? Kostir Hirslunnar eru margvíslegir og nýtast ólíkum hópum fjölbreyttan hátt. Dæmi: • Fyrir vísindamenn og höfunda verður einfaldara að koma rannsóknum og skrifum á framfæri og aðgangur að þeim verður tryggður. • Fyrir starfsmenn og nemendur tryggir safnið einfalt og vel skipulagt aðgengi að vönduðu íslensku vísinda­ og námsefni sem vinnufélagar eða kenn­ arar þeirra hafa skrifað. Efnið er aðgengilegt óháð staðsetningu og tíma. • Fyrir almenning verður auðveldara að nálgast fræðsluefni á íslensku. Nánari upplýsingar um Hirsluna má finna á vefslóð­ inni: http://www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/pages/busv_0005 Hirslustjóri: Ósvaldur Þorgrímsson Netfang: hirsla@landspitali.is Sími: 543 1451 FRÆÐSLA OG SÍMENNTUN Í ÖLDRUNARGEIRANUM Hirsla – varðveislusafn LSH Varðveitir greinar úr Öldrun www.hirsla.lsh.is Hjartamagnýl – Dýrmæt forvörn Notkunarsvið og skömmtun: Hjartamagnýl inniheldur 75 mg af asetýlsalisýlsýru sem hefur segavarnandi áhrif. Hjartamagnýl er notað sem fyrirbyggjandi meðferð gegn blóðtappamyndun og fyrirbyggjandi hjá sjúklingum með hjartaöng og hjartadrep. Minnkar einnig líkur á blóðþurrðareinkennum frá heila og líkum á heilaslagi. Skammtastærðir: 75-150 mg daglega. Lyfið er ekki ætlað börnum. Varúðarreglur: Einstaklingar sem hafa ofnæmi fyrir asetýlsalisýlsýru eða öðrum salisýlötum ættu ekki að taka lyfið. Einstaklingar sem eru með astma, blæðingarsjúkdóma eða virkt magasár ættu ekki að nota lyfið. Meðganga/brjóstagjöf: Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum og er ekki mælt notkun á meðgöngu og alls ekki síðustu 3 mánuðina nema að höfðu samráði við lækni, þó aldrei síðustu 5 daga fyrir áætlaða fæðingu. Lyfið berst í brjóstamjólk. Aukaverkanir: Hjartamagnýl getur valdið aukaverkunum eins og ofnæmi, astma, meltingaróþægindum og jafnvel sárum á magaslímhúð. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Desember 2006. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 9 0 2 5 - A c ta v is 7 0 5 0 8 0

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.