Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 15

Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 15
1 ÖLDRUN – 25. árg. 2. tbl. 2007 www.oldrun.net Fyrri námstefna Öldrunarfræðafélagsins árið 2007 í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands, fjallaði um mismunandi búsetuform eldri borgara. Velt var upp spurningum um lífsgæði og fjölbreytni í þjónustu. Tólf fyrirlesarar fluttu erindi á þessari námstefnu, sem stóð heilan dag. Jórunn Frímannsdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, setti námstefnuna fyrir hönd Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóra. Tómas Helgason, læknir, flutti fyrsta fyrirlesturinn: Hvað eru lífssgæði? Hann fjallaði um mismunandi mat á lífs­ gæðum. Hægt væri að meta efnisleg lífsgæði hlutlægt, til dæmis: Áttu mikið af peningum? Eða hvað áttu marga bíla? Persónubundin lífsgæði eru metin huglægt, þá er spurt um líðan og lífsfyllingu. Góð heilsa, afkoma, öryggi, sjálfstæði og svefn eru þeir þættir sem vega þyngst þegar fjallað er um lífsgæði. Síðan kynnti hann mælitæki, HL­prófið, sem er þýtt, stað­ fært og staðlað mælitæki. Heilsutengd lífsgæði eru metin með HL­prófinu, sem er næmt fyrir breytingum á heilsu. Þar eru metin líðan og lífsfylling með hliðsjón af heilsufari, sjúkdómum og meðferð. Heilsutengd lífsgæði eða HL­prófið (IQL) skipt­ ist í 12 þætti og er 32 spurningar. Steinunn K. Jónsdóttir, félagsráðgjafi, fjallaði um sérhannað húsnæði fyrir eldri borgara. Þar kom fram að stefna Evrópusambandsins í húsnæðismálum og umhverf­ ismálum er hluti af lýðheilsustefnu. Eldri borgurum sé gert kleift að búa í því umhverfi sem þeir velja og líður vel í. Þjónustan og umönnunin sé flutt til fólksins. Áherslur heilbrigðis og tryggingamálaráðuneytis árið 2006 voru að endurskoða þyrfti lög um málefni aldraðra með tilliti til að verkaskipting og ábyrgð væri skýr og sjálf­ stæð búseta aldraðra studd. Einnig þarf að endurskoða vistunarmat, endurskoða þarf forsendur daggjalda, fjölga þarf hjúkrunarrýmum og bæta þjónustu á stofnunum. Það er m.a. gert með því að gera endurbætur á húsnæði, koma á viðmiðum um innra starf og auka hlutfall fagmenntaðs starfsfólks Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur, flutti fyrirlestur sem nefndist: Viðmót, viðhorf og þekking starfsfólks í öldr­ unarþjónustu. Þar kom hún inn á að þeir sem starfa með öldruðum hafi flestir jákvæð viðhorf til aldraðra. Allt gengi vel meðan hinn aldraði væri til þess að gera frískur. Síðan færu málin að flækjast ef líkamleg og ekki síst andleg veikindi sæktu að. Það að missa stjórnina getur verið afskaplega þungbært og er þekktur áhættuþáttur í þróun þunglyndis. Starfsfólk þarf að vera meðvitað um mikilvægi sjálfræðis og alltaf þegar kostur er, gefa valmöguleika. Einnig benti hún á mikilvægi lífssögunnar í umönnun fólks. Nauðsynlegt er fyrir starfsfólk að sækja sér fræðslu, sérstaklega þegar samskipti eru erfið, því það að skilja orsök vandans getur gert afleiðingar skiljanlegri og gefið hugmyndir að lausn hans. Sigrún Þórarinsdóttir, félagsráðgjafi á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, kynnti Forvarnarvinnu ­ Lífsögu­ hópa og skipulagðar heimsóknir. Markmið þess verkefnis var að koma á tengslum milli eldri borgara og fagaðila í öldrunarþjónustu, veita upplýsingar og ráðgjöf. Einnig að greina áhættuþætti og þörf fyrir aðstoð. Lífssöguhópar eru lokaðir umræðuhópar, fimm til sex vikur í senn. Alltaf á sama tíma á sama stað. Þar eru fimm til sex þátttakendur undir leiðsögn hópstjóra. Hóparnir eru hugsaðir til að rjúfa félagslega einangrun og vinna á einmanaleika. Elín Sigurðardóttir, þátttakandi í lífssöguhópi greindi síðan frá reynslu sinni af slíkum hópi. Guðrún Hafsteinsdóttir, iðjuþjálfi, flutti fyrirlestur um hvernig iðjuþjálfun getur haft áhrif á lífsgæði. Hún fjallaði m.a. um sjálfgefin lífsgæði, úrræði á heimilum, hindranir í þjóðfélaginu, trú á eigin áhrifamátt skjólstæðinga, heilsu­ vernd aldraðra og reynslusögur. Framtíðarsýn Guðrúnar var að fá fleiri iðjuþjálfa til starfa hjá heilsugæslunni, efla þverfaglegt samstarf fagfólks um heilsuvernd aldraðra, koma á samstarfsfundum með eldri borgurum og fá samkeppni í heimaþjónustu. Birna Sigurðardóttir, félagsráðgjafi hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, greindi frá rannsókn sem var gerð til að skoða hug fólks til þess að gera breytingar á húsnæði sínu með það að leiðarljósi að geta búið lengur heima og þurfa ekki að fara í þjónustuíbúð eða í dvalarrými. Þar voru helstu niðurstöður þær, að til þess að fólk geti búið lengur heima þyrfti að setja upp lyftur þar sem stigar eru, skipta út baðkari fyrir sturtu og fjarlægja þröskulda. Margir myndu vilja nýta sér öryggissíma. Fólk vill búa sem lengst heima, en óttinn við biðlista, þ.e. að komast ekki í þjónustu þegar þörf verður á, ýtir fólki af stað of snemma. Soffía Egilsdóttir, félagsráðgjafi, fjallaði um fjölbreytni í búsetu. Þjóðfélagið er í sífelldri mótun og vaxandi kröfur eru uppi um valmöguleika. Soffía kynnti m.a. “Leve bo” þar sem áhersla er lögð á að brjóta niður stofnanapýramídann Námstefna ÖFFÍ 1. mars 2007 Lífsgæði í búsetu FRÆÐSLA OG SÍMENNTUN Í ÖLDRUNARGEIRANUM

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.