Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 17

Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 17
1 ÖLDRUN – 25. árg. 2. tbl. 2007 www.oldrun.net Rannsóknastofa Háskóla Íslands og Landspítala háskóla­ sjúkrahúss í öldrunarfræðum (RHLÖ) er miðstöð í öldrunarfræðum, stofnuð á ári aldraðra 1999. Rannsókna­ stofan tengir saman Háskóla Íslands (HÍ) og Landspítala (LSH) á sviði öldrunarfræða þar sem sérhver vísindagrein, ein sér eða í samvinnu við aðrar greinar, getur átt aðild að rannsóknastofunni, svo fremi að viðfangsefni hennar lúti að öldrun. Hlutverk rannsóknastofunnar, auk þess að vera miðstöð rannsókna á sviði öldrunarfræða, er að stuðla að samvinnu fræðimanna innan HÍ og LSH, hafa áhrif á þróun og kennslu, skapa heimili fyrir rannsóknaverkefni, stuðla að útgáfu, vera í samstarfi við aðrar stofnanir bæði innan lands og erlendis, standa fyrir námskeiðum og fræðslu og sinna verkefnum samkvæmt ákvörðun stjórnar. Stjórnina skipa Pálmi V. Jónsson, formaður – fulltrúi læknadeildar HÍ, Jón Eyjólfur Jónsson, ritari – fulltrúi LSH, Ingibjörg Hjaltadóttir – fulltrúi LSH, Margrét Gústafsdóttir­ fulltrúi hjúkrunarfræðideildar HÍ, Sigurveig H. Sigurðardóttir – fulltrúi Öldrunarfræðafélags Íslands. Helstu verkefni ársins 2007: 1. Fræðslufundir vor­ og haustannar, haldnir á fimmtu­ dögum kl. 15:00­16:00 í fyrirlestrarsalnum á 7. hæð Landakots og sendir út með fjarfundabúnaði til nokk­ urra stofnana á höfuðborgarsvæðinu og víða um lands­ byggðina. Umfjöllunarefnin eru fjölbreytt. Sem dæmi má nefna eftirtalin erindi: Hvað vill hið opinbera fá fyrir fjármagnið sem það veitir til reksturs hjúkrunarheimila? Elsa B. Friðfinnsdóttir, hjúkrunarfræðingur Óráð hjá öldruðum Tryggvi Egilsson, læknir Sálgæsla á öldrunarsviði Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson Framheilabilanir María K. Jónsdóttir, taugasálfræðingur Viðhorf aldraðra Sigurveig H. Sigurðardóttir, félagsráðgjafi Breytingar á færni einstaklinga, 75 ára og eldri, í kjölfar bráðainnlagnar á lyflækningadeild LSH Sigrún Bjartmarz, hjúkrunarfræðingur Um öldrunarmál í Hollandi Sagt frá námsferð sem farin var síðastliðið haust. Hreyfum okkur með morgunleikfimi RÚV – nýtum það sem er til staðar Halldóra Björnsdóttir, íþróttafræðingur Viðhorf ungs fólks til aldraðra – Hluti af nýrri rannsókn Sigrún Júlíusdóttir, félagsráðgjafi Myndin Hugarhvarf/Dementia sýnd með ensku tali Framlag eldri borgara – viðtalskönnun meðal eldri borgara, kynning á niðurstöðum Ingibjörg H. Harðardóttir og Amalía Björns­ dóttir, lektorar KHÍ Hrumleiki meðal aldraðra Ársæll Jónsson, læknir Munnhirða aldraðra sjúklinga Helga Ágústsdóttir, tannlæknir Sár og sáraumbúðir Geirþrúður Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur Lífssögur Íslendinga með þroskahömlun sem fæddir eru á fyrri helmingi 20. aldar Guðrún Valgerður Stefánsdóttir, lektor KHÍ Fótavandamál hjá öldruðum Eygló Þorgeirsdóttir, fótaaðgerðafræðingur. 2. Námskeið um þvagleka 14.­16. febrúar í samvinnu við Skurðlækningasvið LSH. Tveir erlendir hjúkrunar­ fræðingar sáu um fræðsluna. 3. Dreifing og sala á myndinni Hugarhvarf – lífið heldur áfram með heilabilun. Baugur­group styrkti RHLÖ til að þýða og talsetja myndina á ensku og sænsku. 4. Námskeið Heilabilunareiningar Landakots 21. mars og endurtekið 22. mars, í Salnum í Kópavogi. Yfir­ skrift námskeiðsins: Siðfræðileg álitamál í umönnun heilabilaðra. 5. Námskeið fyrir sjúkraþjálfara, Þjálfun jafnvægis, í samvinnu við dr. Ellu Kolbrúnu Kristinsdóttur, sjúkra­ þjálfara og dósent og Bergþóru Baldursdóttur, M.sc. sjúkraþjálfara, 14. september 2007. 6. Námskeið í Minningavinnu í samvinnu við Sigrúnu Huld Þorgrímsdóttur, hjúkrunarfræðing og Ingibjörgu Pétursdóttur, iðjuþjálfa, 19. september 2007. 7. Vísindadagur RHLÖ 12. október undir yfirskriftinni Nýjungar í rannsóknum í húðlækningum. Dagskrá fræðslu á vegum RHLÖ er auglýst með tölvu­ pósti og er hægt að skrá sig á netfangalista með því að senda póst á halldbj@lsh.is eða hringja í síma 543­9898. Halldóra N. Björnsdóttir verkefnastjóri RHLÖ Rannsóknastofa Háskóla Íslands og Landspítala háskólasjúkrahúss í öldrunarfræðum – RHLÖ FRÆÐSLA OG SÍMENNTUN Í ÖLDRUNARGEIRANUM

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.