Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 24

Öldrun - 01.11.2007, Blaðsíða 24
2 www.oldrun.net ÖLDRUN – 25. árg. 2. tbl. 2007 myndun nýrrar merkingar og skynjana. Samanburður er aðferð til að staðsetja sig í tíma og rúmi, leið til að útskýra og hugsanlega að réttlæta hvernig eða af hverju breyting fór af stað. Þróun sjálfstrausts og bjargráða. Vaxandi sjálfstraust kemur fram í þeim skilningi sem sjúklingur öðlast á því ferli sem fylgir sjúkdómsgreiningu, meðferð, bata og því að búa við takmarkanir, og sýnir sig einnig í nýtingu úrræða og í þróun aðferða við að spjara sig. Menn sýna vaxandi skilning á aðstæðum, aukinn skilning á tvísýnum og áhrifaríkum stundum og eins konar visku sem lærst hefur á lífsleiðinni. Farsæl lok umskiptaferlisins endurspeglast í hæfni og nýrri tilfinningu um eigin sjálfsvitund. Leikni. Vel heppnuð lok umskipta fara eftir því hvernig einstaklingi tekst að sýna þá leikni og hegðun sem þarf til að ná valdi á nýjum aðstæðum eða umhverfi, taka ákvarð­ anir og hefja aðgerðir, koma umönnun í kring og eiga samstarf við umönnunaraðila og heilsugæslukerfið. Rann­ sóknir í fjölskylduhjúkrun benda til að leikni skapist með því að blanda saman kunnáttu sem þegar var fyrir hendi og þeirri kunnáttu sem hefur þróast meðan á umskiptaferlinu stóð. Kunnátta eykst einnig með tímanum og menn læra af reynslunni. Af þessum sökum er ólíklegt að leikni komi í ljós snemma á umskiptatímanum. Þegar skjólstæðingar hafa fundið nýjan stöðugleika, um það leyti sem breyting­ unni er að ljúka, mun sjást á leikni þeirra hve vel hefur tekist til við umskiptin Sveigjanleg sjálfsmynd. Reynsla af umskiptum leiðir til mótunar nýrrar sjálfsvitundar eftir því sem umskiptaferl­ inu vindur fram. Meleis o.fl. benda á að skilningur fagfólks á eiginleikum umskiptaferlisins og þeim aðstæðum sem það markast af muni leiða til þróunar hjúkrunarúrræða sem sniðin séu að einstakri reynslu skjólstæðinga og fjölskyldna þeirra og stuðli að heilsusamlegum eða heilnæmum viðbrögðum við umskiptum. Lokaorð Aðdragandi að flutningi á hjúkrunarheimili hjá fólki sem þjáist af heilabilun er oftast langur og ákvörðunin iðulega tekin eftir langa og krefjandi umönnun í heima­ húsi eins og rannsóknir sýna (Júlíana Sigurveig Guðjóns­ dóttir, 2005) en stór hluti íbúa hjúkrunarheimila hafa einkenni vitrænnar skerðingar, eins og áður sagði. Það er vitað að eftir því sem heilabilun ágerist þarf viðkom­ andi sjúklingur stöðugt meiri aðstoð. Ljóst er að ástandið batnar ekki og því er innlögn á stofnun óhjákvæmileg á lokastigi sjúkdómsins. Þegar heilsu eldra fólks hrakar mikið eru hjúkrunar­ heimili betur búin til að veita betri umönnun en heimili viðkomandi en til að teljast hæfur til flutnings á hjúkrunar­ heimili þarf viðkomandi að þarfnast stöðugrar umönn­ unnar. Það er því áhyggjuefni ef viðhorf og stefna ráða­ manna draga úr gildi og mikilvægi hjúkrunarheimila. Chenitz (1983) bendir á að hinn aldraði einstaklingur skilji oft ekki ástæðurnar fyrir því að hann skuli vera fluttur á stofnun og upplifir sig yfirgefinn af ættingjum sínum. Heilbrigðisstarfsmenn þurfa að veita þessu athygli og starfsfólk þarf að kynnast nýja vistmanninum og vinna traust hans og fjölskyldunnar svo öllum líði vel. Góð líðan fjölskyldunnar er mikilvæg fyrir vellíðan sjúklingsins. Ef fjölskyldan er í slæmu ástandi andlega og með vanlíðan getur hún ekki stutt sjúklinginn eins og skyldi (Ferris, 1992). Eins og fram hefur komið í rannsóknum fylgir ákvörðun um varanlega vistun á hjúkrunarheimili oft kvíði og óöryggi hjá einstaklingum. Stuðningur, skilningur og fræðsla frá fagfólki skiptir hér miklu máli til að auðvelda aðlögun að breyttum aðstæðum. Hjúkrunarheimili er venjulega síðasta „heimili“ fólks sem þar býr og eðlilegt væri að öll þjónusta miðaðist við það. Hjúkrunarheimili þarf að vera friðsæll staður. Íbúum þarf að finnast þeir öruggir í umhverfi sínu og í góðum höndum til að líða vel. Heimildir Bridges, W. (1991). Managing transition: making the most of change. Menlo Park, CA, Addison Wesley. Brooke,V. (1989). Nursing home life. How elders adjust. Through what phases do newly admitted residents pass. Geriatric Nursing, 10(2), 66­68. Chenitz, W. C. (1983). Entry into a nursing home as status passage: A theory to guide nursing practice. Geriatric Nursing, 4(2), 92­97. Dellasega, C. og Mastrian, K. (1995). The process and consequences of institutionalizing an elder. Western Journal of Nursing Research, 17(2), 123­140. Ferris, M. (1992). Nursing interventions for families of nursing­home resi­ dents. Geriatric Nursing, 13(1), 37­38. Fink, S. V. og Picot, S. F. (1995). Nursing home placement decisions and post­placement experiences of African­American and European­American caregivers. Journal of Gerontological Nursing, 21(12), 35­42. Guðrún K. Þórsdóttir og Ingibjörg Á. Gunnarsdóttir (1999). Könnun á líðan og þörf aðstandenda Alzheimerssjúklinga. Reykjavík, Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimers­sjúklinga og annarra minnisskertra. Heilbrigðisráðuneytið (2006). RAI niðurstöður. Skýrsla fyrir landið allt. RAI gagnagrunnur. Sótt í ágúst 2007 í lokaðan gagnagrunn á vef heilbrigðisráðuneytisins. Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir (2005). Reynsla dætra af flutningi foreldra, sem þjást af heilabilun, á hjúkrunarheimili. [Óbirt meistararitgerð]. Reykjavík, Háskóli Íslands. Margrét Gústafsdóttir (1999). The Relationship between families and staff in nursing homes and its implication for staff´s care approahes. [Óbirt dokt­ orsritgerð]. San Francisco, University of California. Margrét Gústafsdóttir (2006). Að læra að koma í heimsókn. Fjölskylduheim­ sóknir á hjúkrunarheimili, form þeirra, merking og mikilvægi. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 82(3), 16­24. Meleis, A. I., Sawyer, L. M., Im, E. O., Hilfinger­Messias, D. K. og Schu­ macher, K. (2000). Experiencing transition: An emerging middle­range theory. Advances in Nursing Science, 23(1), 12­28. Nolan, M., Lundh, U., Grant, G. og Keady, J. (2003). Partnerships in family care: understanding the caregiving career. Maidenhead, Philadelphia, Open University Press. Ryan, A. (2002). Transition in care: Family carers’ experiences of nursing home placement. NT Research, 7(5), 324­334. Salamon, M. J. (1987). Health care environment and life satisfaction in the elderly. Journal of Aging Studies, 1, 287­297. Salamon, M. J. og Rosenthal, G. (2004). Home or nursing home. Making the right choices. New York, Springer. Valgerður Katrín Jónsdóttir (2006). „Það er umhyggjan innan heilbrigðiskerf­ isins sem læknar fólk“. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 82(3), 32­33. Wright, L. M., Watson, W. L. og Bell, J. M. (1996). Beliefs. The heart of healing in families and illness. New York, Basic Books.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.