Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 15

Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 15
7 mönnum sóknarnefnda. 8. og 23. mál. Aukið leikmannastarf kirkjunnar, menntun leikmanna til þjónustu í kirkjulegu starfi. Þessar tvær tillögur eru báðar um eflingu leikmannastarfs. Eftir nokkra umræðu um málin í Kirkju- ráði var þeim vísað til prófastafundar og rektors Skálholtsskóla. Fyrrverandi rektor tók upp sérstaka námsbraut í skólanum fyrir æskulýðsleiðtoga, og séra Gylfi Jónsson rektor hefir lagt aukna áherslu á það nám m.a. með því að hafa það allan veturinn, bæði í haust- og vorönn. Ellefu af nemendum skólans eru í þessu námi. Námið veitir alhliða fræðslu um safnaðarstarfsemi. í haust var tekin upp kennsla í öldrunarmálum. í sumar var leikmannanámskeið í Skálholti fyrir Árnesprófastsdæmi. í Reykjavíkur- prófastsdæmi var í ársbyrjun fjölmennt námskeið um safnaðarstörf fyrir á annað hundrað manns bæði fyrir lærða og leika. Leikmannaskólinn á Hólum í Hjaltadal starfar frá ári til árs. Námskeið fara mjög í vöxt í hinum prófastsdæmunum og í prestafélagsdeildum. 9. mál. Réttur og vernd kirkna gegn því, að aðrir gefi út í ágóðaskyni myndir, kort og fl. af kirkjum og listaverkum þeirra. Mál þetta er fram komið af marg gefnu tilefni og varðar sumar kirkjur sérstaklega. Þar sem mjög fer í vöxt að kirkjur styrki starfsemi sína með útgáfu á því efni, sem minnst er á í tillögunni, þykir eigi sann- gjarnt eða rétt að óviðkomandi aðilar torveldi eða útiloki möguleika kirkjunnar á slíkri útgáfu. — At- hugun hefir leitt í ljós, að erfitt muni reynast að koma fyrir lagagrein um þetta í þeim lögum um eigna-og höfundarétt, sem fyrir hendi eru. Og því þykir rétt að koma þessu ákvæði inn í frumvarpið um sóknar- kirkjur og kirkjubyggingar, sem kirkjuþing afgreiddi á kirkjuþingi 1982, en hefir ekki enn verið lagt fyr- ir Alþingi. 10. mál. Sálmabók fyrir sjónskerta. Bók þessi er nú í framleiðslu og sér framkvæmdastjóri Biblíufélagsins, Hermann Þorsteinsson um það verk. Haft var samráð við Gísla Sigurbjörnsson, forstjóra Grundar um leturgerð og stærð sálmabókar- innar. Hún er prentuð í Stuttgart. 11. mál. Meðferð fjármuna í vörslu kirkjunnar, hvernig ávaxta skuli. Fjármunir, sem eitthvað má binda, eru ávaxtaðir á bestu kjörum, sem talin eru vera á hverjum tíma. Nokkurt fjármagn er bundið í spariskírteinum og annað á verðtryggðum reikningum. Innistæður í Söfn- unarsjóði, eru alger undantekning frá þessu, eins og reyndar kom fram í greinargerð tillögunnar. Þar rýrnar verðgildi peninga í ríkum mæli. Sparisjóðsstjórinn telur að mikil bót hafi hér á orðið innan þeirra marka, sem lögin leyfa, — en til þess að leiðrétting fáist þarf að breyta lögunum. Að tilhlutan Kirkjuráðs tók viðskiptafræðinemi í Háskólanum að sér að skrifa sérefnisritgerð um Söfnunarsjóðinn. Er sú könnun liggur fyrir, mun hún eflaust sýna svo að ekki verður um villst að lögun- um um sjóðinn verður að breyta. 12. mál. Veiðiítök Reykholtskirkju í Borgarfirði. Fyrirspurn um það, hvers vegna sú kirkja nyti ekki veiðiítaka með sama rétti og Hvanneyrarkirkja, er nýtur arðs af veiðiítaki sínu. Það kom fram hjá báðum aðilum varðandi þessa fyrirspurn, að málið yrði tekið upp í kirkjueigna- nefnd. Störf þeirrar nefndar eru að heita má á lokastigi, og væntanlega kemur þá í ljós er nefndin skilar áliti sínu, hvernig eðlilegt sé að ráðstafa arði af hlunnindum prestsseturs og kirkjujörðum. En ég lít svo á, að með lögum um Kristnisjóð, sé komin stefnuyfirlýsing frá Alþingi, að kirkjan skuli njóta góðs af leigu þessara eigna og hlunnindum á líkan hátt og andvirði þeirra rennur í Kristnisjóð. 14. mál. Fastur fundardagur héraðsfunda. Æskilegt er ef hægt væri að ákveða þess háttar fundardag, en fram komu nokkrir agnúar á því máli. Þess skal getið, að í frumvarpi til laga um kirkjusóknir og fl. sem kirkjumálaráðherra lagði fram á síð- asta Alþingi, er í kaflanum um héraðsfundi þetta ákvæði: „Héraðsfundi skal halda í prófastsdæminu eigi síðar en 31. okt. ár hvert.” Prestafélag Vestfjarða ræddi um þetta mál, og benti á 2. sunnudag í sept., — þó með því skilyrði, að heyönnum væri lokið og

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.