Gerðir kirkjuþings - 1984, Blaðsíða 21

Gerðir kirkjuþings - 1984, Blaðsíða 21
13 Nefndarálit Um skýrslu Kirkjuráðs frá allsherjarnefnd Frsm. sr. Jón Bjarman Allsherjarnefnd hefir fjallað um skýrslu Kirkjuráðs, sem til hennar var vísað. Augljóst er af skýrslunni, að störf Kirkjuráðs og umsvif hafa aukist við hina nýju skipan kirkju- þings, sem nú kemur saman á hverju ári, það hefir og í för með sér, að þingið hefir betri yfirsýn yf- ir hvað eina, sem er að gerast í þjóðkirkjunni. Við það styrkjast bæði ráð og þing og eflir það þá væntanlega kristni í landinu. Nefndin gerir eftirfarandi athugasemdir við einstök atriði og mál, sem skýrslan greinir frá: 1. Enn sem fyrr virðast þau mál, sem kirkjuþing sendir frá sér til Alþingis eiga fremur örðugt fram- dráttar. Á liðnu ári náði aðeins eitt fram að ganga. Augljóst er, að hér er þó ekki um að kenna óvild og andstöðu einstakra alþingismanna, nær undartekningalaust virða þeir kirkjuna og þing hennar mikils og hlusta grannt eftir því, sem þaðan kemur, heldur mun vera við hitt að sakast, að kirkjan hefir ekki lært að koma málum sínum fram á þessum vettvangi, ef til vill er fyrsta skrefið í þá átt, að fá kirkjufólk um land allt til liðs við sig, sem talsmenn kirkjunnar, við fulltrúa sína á lög- gjafarþinginu. í því sambandi bendir nefndin á 12. mál yfirstandandi þings. Nefndin væntir mikils af samstarfsnefnd Alþingis og kirkju, en saknar þess, að ekki skuli liggja fyrir skýrsla um störf nefndarinnar fyrir þinginu. Nefndin bendir einnig á, að skýrslur vantar og frá mikilsverðum og stórum starfseiningum kirkjunnar, svo sem Hjálparstofnun kirkjunnar, Útgáfunni Skálholti, Lýðháskólanum í Skálholti.annarri starfsemi á Skálholtsstað, sem er í umsjá Kirkjuráðs, starfseminni að Löngumýri. Þá saknar nefndin skýrslna frá kirkjulistarnefnd, utanríkisnefnd og fjölda annarra nefnda, sbr. skýrslu nefndanefndar bls. 111 —138 í Gjörðum kirkjuþings 1983. Einnig hefði verið vænt að fá að vita af störfum laganefndar kirkjunnar og kirkjueignanefnd. Allt þetta starf er mikilsvert fyrir kirkjuna og ekki einungis forvitnilegt fyrir kirkjuþing að fylgj- ast með því, heldur bráðnauðsynlegt, þegar ætlast er til þess að þingið móti heildarstefnu kirkj- unnar, bæði í ytri og innri málum hennar. Nefndin þakkar jafnframt þær skýrslur, sem lagðar hafa verið fyrir þingið, en það er, auk skýrslu Kirkjuráðs, ársskýrsla kirkjufræðslunefndar, nefnd- arálit þriggja manna nefndar er fjalla skuli um niðurstöður nefndanefndar og greinargerð frá nefnd, er skipuð var til undirbúnings útgáfu sálmabókarviðbætis. Þær upplýsingar, sem fram koma í þessum gögnum, eru mikilsverðar. 2. 2. mál. Nefndin fagnar því, að svo vandlega hefir verið fjallað um frumvarpið til laga um starfsmenn Þjóðkirkju íslands, sem nú er, annað árið í röð, aðalmál þingsins. Mikilsvert er, að þau lagafrumvörp, sem kirkjuþing gengur frá fái vandaða og góða meðferð. Til að hraða þeirri með- ferð mætti hugsa sér, að þingið hefði nefnd þriggja manna er ynni náið með Kirkjuráði og laga- nefnd þjóðkirkjunnar að endurskoðun kirkjulegrar löggjafar. Er þeirri hugmynd varpað hér fram. 3. 3. mál. Hér er eitt þeirra mála, sem ekki hefir náð fram að ganga hjá ríkisvaldinu. Málið var rætt við Þorleif Pálsson deildarstjóra í kirkjumálaráðuneytinu, sem upplýsti að nefnd á vegum forsætis- ráðuneytis, er sett var á laggirnar skömmu eftir kirkjuþing 1983, hefði komist að þeirri niðurstöðu, að fækka bæri ráðuneytum, svo hér væri kirkjunni ráðlegt að fara með löndum. Nefndarmenn urðu sammála um, að önnur mál, sem sækja þarf til Alþingis, væru brýnni, svo hér væri það ekki til skaða að fara hægt og setja annað á oddinn, án þess þó að láta málið sofna. 4. 4. og 5. mál. Nefndin fagnar nýjum þingsköpum og reglugerð um störf kirkjuþings og leggur til, að kirkju-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.