Gerðir kirkjuþings - 1984, Blaðsíða 44

Gerðir kirkjuþings - 1984, Blaðsíða 44
36 Endanleg gerð frumvarpsins: Frumvarp til laga um starfsmenn Þjóðkirkju íslands. Flutt af Kirkjuráði. Frsm. herra Pétur Sigurgeirsson, biskup sr. Jónas Gíslason, dósent. I. kafli. Um presta 1. gr. Kirkjumálaráðherra skipar sóknarpresta í embætti, nema annan veg sé mælt í lögum. Biskup gerir tillögur til kirkjumálaráðherra um skipun eða setningu í embætti. 2. gr. Almenn skilyrði til skipunar eða setningar í embætti sóknarprests eru þessi: 1. 25 ára aldur. Kirkjumálaráðherra getur þó að tillögu biskups veitt undanþágu frá því ákvæði. 2. Embættispróf frá guðfræðideild Háskóla íslands eða frá viðurkenndri guðfræðideild eða guðfræði- skóla, og skal biskup um hið síðarnefnda atriði leita umsagnar guðfræðideildar Háskóla íslands. 3. Áður en kandidat hlýtur vígslu skal hann hafa starfað með sóknarpresti eigi skemur en 4 mánuði undir eftirliti prófasts. Um framkvæmd og eftirlit þessa skal nánar kveðið á í reglugerð. Að öðru leyti fer um nám í kennimannlegri guðfræði svo sem segir í reglugerð um nám í Háskóla íslands. 4. Aðili hafi ekki gerst sekur um athæfi, sem ætla má að rýri álit hans og sé ósamboðið manni í prests- starfi. Nú telur biskup, að hæfni kandidats orki tvímælis, getur hann þá kvatt þriggja manna nefnd sér til ráðuneytis. 5. Að öðru leyti verður maður að fullnægja almennum skilyrðum 3. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. 3. gr. Sóknarprestar og aðrir starfsmenn þjóðkirkjunnar, sem lög þessi taka til og fá laun úr ríkissjóði eru opinberir starfsmenn og njóta lögkjara og bera skyldur samkvæmt því, sbr. lög nr. 38/1954. 4. gr. Skylt er sóknarpresti að taka við embætti sínu jafnskjótt og föng eru á, eftir að hann hefur hlotið setningu eða skipun. Ráðherra getur þó, samkvæmt tillögu biskups, veitt presti frest til næstu fardaga til að taka við embættinu, sbr. tilskipun frá 6. jan. 1847. 5. gr. Kirkjumálaráðherra skal láta byggja og halda við prestssetrum og hlutast til um, að fé fáist til þess á fjárlögum, sbr. lög nr. 63/1970 um skipan opinberra framkvæmda. Ráðherra felur sérfróðum mönnum, þegar eftir að lög þessi taka gildi, að vinna í samstarfi við biskup og fulltrúa Prestafélags íslands að samningu samfelldrar áætlunar um byggingu og viðhald prestssetra næstu tíu ár. 6. gr . Sóknarprestar skulu hafa prestssetur til umráða. Óheimilt er, að ráðstafa með kaupum, sölu, leigu eða með öðrum hætti réttindum og eignum prestssetra (beneficia), nema til komi samþykki biskups, að fenginni umsögn viðkomandi prófasts, héraðsfundar og sóknarnefnda i hlutaðeigandi prestakalli, og skal þá ennfremur liggja fyrir samþykki sóknarprests þess, er veitingu hefur fyrir viðkomandi brauði. Eigi má ráðstafa prestssetrum (beneficia), gögnum þeirra og gæðum, er óveitt standa, með öðrum hætti en þeim, er greinir í tilskipun frá 24. júlí 1789. 7. gr. ,* Prestur, sem veitingu hefur fyrir brauði, hefur óskoraðan rétt til prestsseturs þess, sem því fylgir, með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.