Gerðir kirkjuþings - 1984, Blaðsíða 17

Gerðir kirkjuþings - 1984, Blaðsíða 17
9 atriði verða tekið upp og úr því skorið, hvora fallbeyginguna á að nota. 20. mál. Að ráða prest til sjúkrahúsþjónustu. Ár eftir ár hefir verið lögð fram við samningu fjárlaga umsókn um sjúkrahúsprest, en þeirri beiðni ævinlega synjað. Þetta sýnir m.a. hvar við stöndum fjárhagslega, að í 14 ár skuli hafa staðið heimild í lögum um að ráða slíkan prest, án þess að hægt væri að nota heimildina. Eigi verður látið við svo búið standa, — því að knýjandi þörf er fyrir að fá sjúkrahúsprest. 21. mál. Aukið samband kirkju og guðfræðideildar Háskólans. Ég átti viðræðufund með kennurum guðfræðideildar eins og í tillögunni segir ,,með tilliti til aukinnar samvinnu og gagnkvæmra áhrifa.” Voru þar rædd ýmis mál, sem eru sameiginleg þessum tveimur stofn- unum: Menntun presta og köllun þeirra til kirkjulegrar þjónustu. Var þá einkum bent á sömu sjónarmið og koma fram í starfsmannafrumvarpinu, að kandidatar fái betur að kynnast prestsstarfinu með því að starfa um tímabil að prófi loknu í prestakalli, — og að því „kandidatsári” loknu verði tekin ákvörðun um vígslu þeirra, sem er í höndum biskups. Einlægur vilji kom fram um aukið samstarf, gagnkvæmar heimsóknir og kynningu. ,,Við erum kennarar í þjónustu kirkjunnar,” sagði einn kennaranna á við- ræðufundinum, og auðfundið var, að hann talaði fyrir hönd þeirra allra. Sérstakt þakkarefni eru endur- menntunarnámskeiðin, sem haldin hafa verið með prestum og leikmönnum víða um land undanfarin sumur, þar sem kennarar guðfræðideildar hafa verið leiðbeinendur og fyrirlesarar. Það er mjög gagnleg og góð þjónusta við kirkjuna. 22. mál. Sendiráðsprestur í London. Séra Jón A. Baldvinsson, Staðarfelli í Kinn, fékk leyfi á síðasta ári til þess að gegna prestsþjónustu í London fyrir íslendinga á Bretlandi og þó sérstaklega sjúklinga er héðan fara til hjartauppskurðar. Að loknum reynslutíma kom í ljós, að hér var um ómissandi þjónustu að ræða. Séra Jón er nú ráðinn sendi- ráðsprestur í London, og ber Tryggingastofnun ríkisins mestan hluta kostnaðar við störf hans. 24. mál. Styrkur til kirkjubygginga í nýjum söfnuðum. Helst er að vænta árangurs á þessu sviði, ef frumvarpið um kirkjubyggingar, sem samþykkt var á kirkjuþingi 1982, verður að lögum. Þar segir í 18. grein: „Kostnað við að reisa eða endurbyggja kirkju eða framkvæma meiri háttar breytingar á henni, greiðir ríkissjóður að 2/5 hlutum, en viðkomandi kirkjusókn að 3/5 hlutum.” Hér er tekið mið af stuðningi ríkisins við byggingar félagsheimila. Frum- varpið hefir ekki enn verið lagt fram á Alþingi vegna þess, að samstaða fékkst ekki um það í ríkisstjórn vegna hinna auknu útgjalda fyrir ríkissjóð, sem af frumvarpinu myndi leiða, ef það verður að lögum. Gera má ráð fyrir því, að frumvarpið taki einhverjum breytingum í meðferð Alþingis, en stjórnvöld geta vart annað en tekið á þessu máli og stutt söfnuði landsins við kirkjubyggingar svo að um munar. Söfn- uðir landsins hafa margir unnið stórvirki á þessu sviði og eru nú að gera geysilegt átak í kirkjubyggingar- málum, eins og t.d. má glöggt sjá í Breiðholti í Reykjavík, þar sem söfnuðir í öllum þremur prestaköil- unum eru að reisa sína kirkju. í sambandi við aðstoð ríkisins við kirkjuna, verða mér minnisstæð ummæli Gísla heitins Sveinssonar fyrrv. forseta Sameinaðs Alþingis: „Samkvæmt stjórnarskránni á ríkisvaldið að styðja og vernda þjóð- kirkju landsins, sem er hin svonefnda evang.lút. kirkja. Það er að skilja: Ríkið, ríkisheildin á að halda uppi kirkju og kennidómi alls landsins, nema stofnuð séu önnur slík félög utan þjóðkirkjunnar og fá viðurkenning. Þetta hefir í orði og að nokkru leyti á borði verið talið sjálfgefið, þar eð þjóðfélagið (fyrst í mynd hins einvalda konungs og síðan ríkisins eða þjóðarheildarinnar) tók til sín eignir kirkjunnar og kirknanna, tók þær undir sína umsjón og til sinnar notkunar, við siðaskiptin og hefir síðan haldið þeim. Ríkið hefur kostað prestana, kennilýðinn... En kirkjurnar? Hví kostar ríkið ekki guðshús þjóðkirkjunn- ar — byggir þau orðalaust, reisir þau frá stofni, hvar sem er í landinu? Ríkið á að byggja kirkjurnar og ríkissjóður á að kosta þær... Hitt virðist aftur á móti réttmætt og heppilegt allra aðstæðna vegna, að söfnuðurinn annist hið venjulega viðhald, undir eftirliti og noti til þess m.a. tekjur kirkjunnar, sem hver söfnuður hirðir og gerir grein fyrir og safnar afgangi í sjóð.” (Bjarmi, jan. 1935). Þó að hálf öld sé síðan hinn hálærði lögfræðingur og leikmaður kirkjunnar mælti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.