Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 48

Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 48
40 Nú getur sóknarprestur ekki gegnt embætti vegna veikinda, fjarvista eða af öðrum ástæðum, og ákveður prófastur þá í samráði við sóknarprest, hvernig þjónusta hans skuli leyst af hendi. Prófastur framvísar veikindavottorði til ráðuneytis. 33. gr. Prófastur hefur þau afskipti af veitingu prestakalla, sem lög kveða á um. Hann skipuleggur endur- menntun presta, sem prófastsdæmið beitir sér fyrir í samráði við biskup og prestafélög. Hann sér um bókasafn prófastsdæmis, en guðfræðilegu bókasafni prófastsdæmis skal komið á fót samkvæmt ákvörðun héraðsfundar og héraðsnefndar fyrir fé, sem veitt kann að vera á fjárlögum í þessu skyni og úr héraðssjóði, svo og fyrir framlög einstakra manna. 34. gr. Prófastur hafi þau afskipti af kirkjugörðum og heimagrafreitum, sem lög mæla fyrir um. 35. gr. í hverju prófastsdæmi skal með samþykki ráðherra og að fenginni tillögu biskups leggja prófasti til sérstaka aðstöðu eða árlegt fjárframlag vegna skrifstofuhalds, eftir því sem ráðuneytið samþykkir. 36. gr. Launakjör prófasta eru ákveðin með sama hætti og launakjör presta, að viðhöfðu samráði við Pró- fastafélag íslands. Prófastur fær greiðslur úr ríkissjóði vegna ferðalaga í þágu prófastsdæmisins samkvæmt reikningi. 37. gr. Biskup íslands setur próföstum erindisbréf. IV. kafli. Um biskupa og biskupsdæmi íslensku þjóðkirkjunnar 38. gr. Biskupsdæmi á íslandi skulu vera þrjú: Reykjavíkurbiskupsdæmi, Skálholtsbiskupsdæmi og Hóla- biskupsdæmi. 39. gr. Reykjavíkurbiskupsdæmi nær yfir Reykjanes, Vesturland og Vestfirði frá Kjalarnesprófastsdæmi til og með ísafjarðarprófastsdæmi. Skálholtsbiskupsdæmi nær yfir Austurland og Suðurland frá Múlaprófastsdæmi til og með Árnes- prófastsdæmi. Hólabiskupsdæmi nær yfir Norðurland frá Húnavatnsprófastsdæmi til og með Þingeyjarprófastsdæmi. 40. gr. Biskup íslands situr í Reykjavík. Skálholtsbiskup situr í Skálholti. Hólabiskup situr á Hólum. Með tilskipun forseta íslands má þó að tillögu kirkjumálaráðherra ákveða önnur biskupssetur innan biskupsdæmanna, enda mæli meiri hluti þjónandi sóknarpresta og leikmanna, sem rétt eiga til biskups- kjörs í hlutaðeigandi biskupsdæmi með því. 41. gr. Biskup íslands fer með yfirstjórn sameiginlegra mála þjóðkirkjunnar og kemur fram fyrir hennar hönd út á við gagnvart stjórnvöldum og erlendum aðilum í málum, sem varða kirkjuna í heild. Biskup

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.