Gerðir kirkjuþings - 1984, Side 78

Gerðir kirkjuþings - 1984, Side 78
70 1984 15. Kirkjuþing 25. mál Tillaga til þingsályktunar um raforkukaup kirkna. Flm. Haildór Finnsson sr. Einar Þ. Þorsteinsson Kirkjuþing felur Kirkjuráði og biskupi að taka upp viðræður við orkumálaráðherra, um hagkvæmari gjaldskrá til kirkna — hjá Rafmagnsveitum ríkisins og héraðsveitum. Greinargerð Tillaga þessi er flutt vegna beiðni héraðsfundar Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmis og héraðsfundar Múlaprófastsdæmis. Þar var til umræðu sá mikli kostnaður sem kirkjur þurfa að greiða til upphitunar og ljósa — og annað sem verra er að margar kirkjur skemmast vegna ónægrar upphitunar. Ljósriti af bréfi Rafmagnsveitu Reykjavíkur til herra biskups Péturs Sigurgeirssonar dags. 29.10.84 var dreift til kirkjuþingsmanna og er svar um raforkukaup kirkna. Mikið af bréfi þessu eru almennar bollaleggingar — svo sem — „Algengt er að kirkjur séu hitaðar upp annað hvort með rafmagni eða jarðvarma” — ? og — „Raforka til ljósa og hitunar í kirkjum er seld samkvæmt gjaldskrá rafveitna” — ? — hvað annað? Tökum hér enn eina setningu úr þessu bréfi úr næst síðustu málsgrein. Þar segir: „Vonandi er unnt að finna lausn á þessum vanda þótt ekki sé hægt að bjóða upp á önnur viðskiptakjör en gjaldskrár rafveitn- anna segja til um.” Þetta er einmitt það sem ætlunin er með tillöguflutningi þessum. Þ.e. að Kirkjuráð semji beint við orkumálaráðherra að kirkjurnar njóti þeirra bestu kjara sem rafveitur bjóða — en því fer fjarri í dag. Kirkjur eru á sama taxta hjá RARIK og t.d. samkomuhús og bankar. Margir taxtar hjá ýmsum veitum eru lægri — og taxti mjög misjafn hjá rafmagnsveitum. — Þess má geta t.d. að ekki virðist vera vanda- mál fyrir laxveiðimenn að fá viðunandi taxta á rafmagni í veiðihúsum sínum. Við teljum að fyrst og fremst sé rétt að snúa sér beint til orkumálaráðherra og fá velvilja hans fram um orkukaup til kirkna, og semja síðan við rafveitur hverja fyrir sig. Vísað til fjárhagsnefndar, er lagði til, að tillagan væri samþykkt óbreytt. (Frsm. Kristján Þorgeirsson) Samþykkt samhljóða.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.