Gerðir kirkjuþings - 1984, Blaðsíða 67

Gerðir kirkjuþings - 1984, Blaðsíða 67
59 Stöðvarnar við Keflavík og á Stokksnesi eru hlekkur í þessari keðju. Þessa keðju er sífellt verið að styrkja og gera radarnetið þéttara í þeim tilgangi að geta staðsett nákvæmar og segja til um hraða, hæð og stefnu eldflauga og sprengjuflugvéla sem sendar væru af stað. Markmiðið er að greina eldflaug eða sprengjuflugvél sem fjarst skotmarkinu. Fyrirhuguð ratsjárstöð á Stigahlíð er þáttur í þessari áætlun. Markmið kerfisins í heild, frá sjónarmiði Bandaríkjanna, er að geta grandað eldflaugum eða sprengjuflugvélum, eins fjarri Bandaríkjunum sjálfum og mögulegt er. Þar af leiðir að slíkt gæti gerst yfir okkar landi eða umhverfis það. Það þýðir að ísland og íslendingar geta hugsanlega orðið í útvarðasveit Bandaríkjanna, þ.e. við erum þar sem hættan er mest, ef til styrjaldar kemur. Við erum því í reynd skotmark beggja stórveldanna í hugsanlegum átök- um þeirra. í kjarnorkustríði verður einhver settur í það vandaverk að velja menn til lífs eða dauða, velja staði, sem þyrmt skal. Hvers virði er þá eitt útsker norður í höfum með rúmlega 200 þúsund sálum, er tekið er mið af milljónaborgum stórveldanna. , Grundvöllur siðferðilegrar breytni eru boðorðin 10. í fjórum þeim fyrstu er fjallað um samskipti manns og Guðs, en í hinum um samskipti manna í milli, hvernig við eigum að láta í ljósi ást okkar á náunganum, en ekki hatur og hefndarhug. Þessi boðorð eru falin eða gleymd, e.t.v. af ásetningi, annars er ekki hægt að réttlæta meðferð á sameiginlegri eign alls mannkyns, auðlindum jarðar og mannlegu hugviti. Vopnakapphlaupið þarf á óvild manna á meðal að halda, það ýtir undir ómannúðlega hugsun manns- ins og gengur út frá því að skynsemi hans sé óbrigðul. Biblían leggur hinsvegar áherslu á að maðurinn sé ekki óskeikull, heldur þurfi hann á handleiðslu og áminningu Guðs að halda. Óvinurinn er afstætt hugtak og fer eftir því hvar við erum og eigum heima í veröldinni. Spurningin er því hvort vopnakapphlaupið hafi orðið vegna þess að við áttum óvini eða hvort við höf- um orðið óvinir einhvers vegna vígbúnaðarins. Áróður vopnvæðingarinnar telur okkur trú um að við séum góð, en hinn aðilinn vondur, - en Biblían sýnir okkur Guð, sem snýr sér að óvini sínum með kær- leika, en gerir þó ráð fyrir að maðurinn geti brugðist. Ógnarjafnvægið gerir grín að orðum Jesú - að elska óvini sína - og telur þau kjánaleg og jafnvel hættuleg. Kristnir menn verða að skynja hlutdeild sína sem ráðgjafar valdhafanna, og þeirra sem ákvarðanirnar taka. Þess vegna verðum við að segja afdráttarlaust nei við vopnakapphlaupi stórveldanna. „Verið gjörendur orðsins, og eigi aðeins heyrendur þess, ella svíkið þér sjálfa yður.” Jak. br. 1:22. Yfirvöldin verða að geta reiknað með kristnum mönnum, sem gagnrýnum viðræðuaðila og jafnframt meðþenkjandi, sem er reiðubúinn að axla ábyrgð og taka þátt í lausn vandamálanna. Ein leið sem kristnir menn geta bent á er að snúa við þessari vopnvæðingu og byrja einhversstaðar, t.d. hér á landi á Vestfjörðum - núna. Vegna trúar okkar lítum við kristnir menn svo á að þótt öllu lífi verði eytt á þessari jörð þá væru það ekki endalok. Trúin gefur okkur von og fullvissu um eilíft líf að þessu loknu. En lífið og kristin trú leggur okkur þær skyldur á herðar að vernda og viðhalda lífi á jörðunni og af öllum mætti koma í veg fyrir eyðingu þess. Ábyrgðin er okkar. Okkur er gefið frelsi, frjáls vilji til að velja líf eða dauða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.