Són - 01.01.2011, Side 10

Són - 01.01.2011, Side 10
10 HELGI SKÚLI KJARTANSSON Aftasta eða sjötta bragstaðan er aldrei skipuð nema einu atkvæði og það er ævinlega ending. Einkvætt orð kemur ekki til greina, hversu áherslu létt sem það kynni að vera, ekki heldur síðari liður af samsettu orði (eins og „landnám“),3 ekki einu sinni viðskeyti (eins og „virðing“).4 Nei, ending skal það vera, og skiptir þá ekki máli þó hún sé efstastigs- eða miðmyndarending (alls græðari fæðask5) sem lítur kannski út eins og langt atkvæði (með sínum tveimur samhljóðum, -sk eða -st) en er það greinilega ekki. Í fimmtu stöðu, þeirri næstsíðustu, er heldur aldrei meira en eitt atkvæði, en það er án undantekningar langt og ber vafalaust áherslu, enda algengt að það stuðli eða rími. Langoftast er þetta fyrra atkvæðið í tvíkvæðu orði (fæðask í nýnefndu dæmi). Út frá þessu má svosem segja að dróttkvæð lína endi á réttum tvílið. Lætur jafnvel nærri að þeim braglið sé skeytt aftan við línu úr mjög reglubundnu fornyrðislagi, og þekkist sú hugmynd að einmitt þannig hafi dróttkvæði hátturinn orðið til í upphafi.6 Í fjórðu bragstöðu, næst á undan tvíliðnum (ef við köllum hann 3 Undantekning er línan: annat vas þás Áleifr, eignuð Sighvati skáldi og það (skv. upplýsingum af vef Skaldic Poetry Project – http://skaldic.arts.usyd.edu.au) í elstu heimild um, Ágripi og Helgisögunni, en handrit þeirra beggja eru frá fyrri hluta 13. aldar. Þaðan er vísan tekin upp í samsteypusögur – nema Heimskringlu. Best get ég trúað að Snorri hunsi vísuna af því hann meti Sighvat of mikils til að trúa á hann þvílíku braglýti. 4 Frávik finnast frá þessu, t.d. í ljóðlínu sem eignuð er Gretti: Björn lét brátt ok Gunn arr, en kann að vera ort seint í sögu dróttkvæðanna. 5 Úr Geisla Einars Skúlasonar. Línan er, eins og allar aðrar sem hér eru tilfærðar sem dæmi, afrituð af vef dróttkvæðaútgáfunnar nýju, Skaldic Poetry Project <http://skaldic. arts.usyd.edu.au/db.php>, oftast án þess að tilgreina nánar í hvaða kveðskap þær eru sóttar; þær upplýsingar þarf lesandi að nálgast á fyrnefndum vef. Grein- armerkjum er sleppt, einnig upphafsstöfum málsgreina, enda fer setningaskipan hvort eð er forgörðum þegar stakar línur eru slitnar úr samhengi. Tekið er upp stafrétt nema hljóðvarpshljóð táknuð með nútímastafrófi (eitt ö, eitt æ, eitt á – til að finna línur á vefnum er hentugast að leita eftir orðum sem ekki hafa þessa stafi). Textasafnið á vefnum var upphaflega tekið úr samræmdri útgáfu Finns Jónssonar, Skjaldedigtningen B, en hefur smám saman verið samræmt nýju útgáfunni. Dæmi mín eru sótt á vefinn á ýmsum tímum frá hausti 2009 og veit ég ekki hver þeirra eru með rithætti Finns óendurskoðuðum. 6 Sjá yfirlit um upprunakenningar hjá Gade, bls. 7–12. Þau Kuhn, Gade og Myrvoll nota öll flokkun dróttkvæðra braglína sem upphaflega á við fornyrðislag. Þó segir Gade (bls. 7) að „the principle of syllable counting“ aðgreini dróttkvætt frá fornyrðis- lagi, sbr. svipaða túlkun hjá Kristjáni Árnasyni („On Kuhn’s laws and Craigie’s law in Old Icelandic poetry“, Versatility in Versification, bls. 39–59, þetta bls. 56) sem ber „the syllabic character of dróttkvœtt“ saman við ólíkt eðli eddukvæðahátta. Í fornyrðis- lagi og skyldum háttum er atkvæðafjöldi að jafnaði miklu sveigjanlegri eða óreglu-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.