Són - 01.01.2011, Síða 11

Són - 01.01.2011, Síða 11
11ÞRÍKVÆÐ LOKAORÐ DRÓTTKVÆÐRA BRAGLÍNA það), byrjar fjölbreytnin, þó háð heldur sérkennilegum skorðum. Til einföldunar held ég mig við þær línur einar sem hafa einkvætt orð í þessari stöðu og það annaðhvort nafnorð eða sögn. En það er almenn regla í forn-germönskum brag að sagnir eru að jafnaði áhersluveikari en nafnorð, t.d. takmarkað hvenær þær geta borið stuðla í fornyrðislagi og skyldum bragarháttum.7 Þessi greinarmunur orðflokkanna, svo framandlegur sem hann er út frá bragfræði síðari alda, kemur hér skýrt fram. Einkvæð sögn getur skipað fjórðu stöðuna án sérstakra takmarkana,8 og breytir engu um gerð línunnar að öðru leyti hvort sögnin er langt atkvæði (þreklund - aðr fell Þundar – vasa fýst es rannk rastir) eða stutt (Nóregs ok gef stórum – hrynvengis má engum). Sögn í þessari stöðu getur hæglega borið stuðul (rannk rastir) en örsjaldan rím (syni Áleifs biðk snúðar). Einhvern veginn er þetta eins og atkvæði á milli vita í bragar - hættinum, hvorki fyllilega „þungt“ (ris) né „létt“ (hnig).9 Um nafnorð gegnir í þessari bragstöðu öðru máli. Það má alls ekki legri en í dróttkvæðu. Sú sveigja er þó mismikil, bæði eftir bragarháttum og ein- stökum kvæðum, og er það einungis formfastasti kveðskapurinn undir fornyrðislagi og kviðuhætti sem virðist lúta svipuðum lögum og dróttkvætt um að „bragstöður“ séu stranglega taldar þó að vissar reglur leyfi tvö atkvæði í einni „stöðu“, sjá t.d. Kuhn bls. 52–58, 67–72, einnig samanburð hjá Gade, bls. 60–61, 71–72, 226–234. Svo formfast fornyrðislag þarf ekki að vera eldra en dróttkvæður háttur; áhrifin gætu eins verið í hina áttina. 7 Og málið reyndar mun flóknara en svo, ekki aðeins vegna annarra orðflokka (Kuhn, bls. 113–116, 120–123) heldur er staða sagnorða misjöfn (Kuhn, bls. 116–120), veikust þegar þau eru í persónuhætti (þ.e. umsagnir í setningum) – og getur jafnvel verið munur á aðal- og aukasetningum eða tengdum setningum og ótengdum! En þar sem ég athuga hér eingöngu einkvæðar orðmyndir geta sagnir aðeins komið fyrir í persónuháttum. Þetta kerfi orðflokkabundinnar áherslu er ekki einskorðað við bragfræði og það á sér svo djúpar rætur í indóevrópsku að það birtist í rithætti á elsta stigi sanskrítar (vedísku), sjá t.d. Winfred P. Lehmann, Theoretical Bases of Indo- European Linguistics, London (Routledge) 1996, bls. 60. Myrvoll (bls. 117–125, 154– 160) tekur sérstaklega fyrir línur með fornöfn og atviksorð í þessari stöðu. 8 Sjá dæmi og tilvísanir hjá Myrvoll, bls. 91, 110–113, 146–148. 9 Dróttkvæða línu má örugglega greina með þremur risatkvæðum en auk þess getur fjórða atkvæðið haft vissan bragfræðilegan þunga, nægan til þess að bera rím eða stuðul eða til að lengd þess skipti máli, og tákna bragfræðingar slíkt atkvæði gjarna sem aukaris. Er þá er álitamál hvort sögn í þessari stöðu telst aðal- eða aukaris. Myr- voll (bls. 108–110) reifar ýmis rök og ákveður að greina sögnina ævinlega sem aðalris – og ætti það þá að gilda enn frekar um nafnorð í sömu stöðu. Sú greining hæfir línu eins og „alls engi þarf Inga“ sem er ofstuðluð nema „alls“ teljist hnig. Hins vegar verður greining Myrvolls (bls. 112–113) býsna ólíkleg þegar hann kemur að línum eins og hirð Áleifs vann harða – Haralds arfi lét haldask – föður Magnúss létk fregna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.