Són - 01.01.2011, Blaðsíða 12

Són - 01.01.2011, Blaðsíða 12
12 HELGI SKÚLI KJARTANSSON vera langt atkvæði heldur stutt.10 Þetta er einmitt hið svonefnda Crai- gies-lögmál.11 Í bragfræðinni er það einkum tengt línum með löng atkvæði í tveim fyrstu bragstöðunum (laut hrafn í ben Gauta – teitr vargr í ben margri – eirsams ór ben þeiri) eða tvíkvæð jafngildi þeirra (glaðir hyggjum svan seðja), en um þær er aragrúi dæma í drótt kvæðum, eldri jafnt sem yngri. Auk þess gildir reglan greinilega líka um fátíðari línugerð sem hefur ris í annarri og fjórðu bragstöðu (at bæri mun meiri – es of myrkan staf villisk – búa hilmis sal hjálmum – á aldinn mar orpit).12 Í þeim meginþorra dæma þar sem braglínan hefst á tveimur löngum atkvæðum standa slík nafnorð miklu fremur í b-línu (höfuðstafslínunni). Þau eru þó alls ekki bönnuð í a-línum,13 en þá er regla að orðið stuðlar við næsta atkvæði á eftir (svan seðja í fyrrnefndu dæmi – svá skyldi goð gjalda),14 hins vegar undan- tekning að það beri rím (þá kreppi goð gyðju) líkt og sagnirnar í sömu stöðu. 10 Eða stuttstofna öllu heldur því að samhljóðsendingarnar -r (nefnifall) og -s (eignar- fall) breyta engu um bragfræðilega lengd atkvæðis í þessari stöðu. Frávik frá þessari reglu finnast vissulega (í hattar stall miðjan) en eru svo fá að þau hljóta að flokkast sem braglýti. Myrvoll (bls. 154) nefnir sex dæmi (reyndar aðeins úr línum sem byrja á þungri bragstöðu en það er allur þorri þeirra), ekki nema eitt eignað hverju skáldi og sum illa varðveitt. Reglan virðist líka gilda um einkvæðan lið í samsettu nafnorði (þjófs iljablað leyfa) en slíkum dæmum verður haldið utan við þessa athugun. 11 Nýleg umfjöllun í grein Kristjáns Árnasonar, „On Kuhn’s laws and Craigie’s law “, bls. 48–51. Sjá einnig Gade, bls. 29–30, 34, 36 (en á bls. xviii er framsetning regl - unnar flókin og bundin þrengri skilyrðum en Gade beitir í raun). Myrvoll (bls. 30– 36) gagnrýnir (með gildum rökum) bragfræði Craigies en dregur ekki í efa þessa reglu. Ég leiði hjá mér hvort Craigies-lögmál er heimfært á tvíkvæð orð líka (sbr. Myrvoll, bls. 51). 12 Myrvoll (bls. 31) tekur skýrt fram að reglan gildi um þessa línugerð (það hafði Einar Ól. Sveinsson reyndar gert líka: Íslenzkar bókmenntir í fornöld I, Reykjavík (Al- menna bókafélagið) 1962, bls. 122), en það kemur t.d. ekki fram hjá Gade sem þó fjallar um þessar línur sérstaklega (bls. 102–104; nánar um þær hjá Kuhn, bls. 141– 142, 168–169). Í línum sem þessum (og einnig línum eins og á hreingöru hlýri með ris í annarri og þriðju stöðu) er greinilega nóg að tvær bragstöður séu skipaðar löngum atkvæðum. Hliðstæð línugerð er algeng í fornyrðislagi (ok miðjan dag). Í dróttkvæðum hætti er hún sjaldgæf, 3% af a-línum í safni Myrvolls (bls. 166) en kemur þó fyrir hjá 17 af 18 skáldum, ekki síður á 11. öld en áður. Í b-línum (Myrvoll bls. 168) er hún hins vegar hverfandi sjaldgæf, kemur helst fram hjá Kormáki og aldrei hjá yngri skáldum. 13 Í stóru dæmasafni Myrvolls, sem nær yfir kveðskap helstu nafngreindra skálda fyrir 1200, tilfærir hann (bls. 114–117) 75 dæmi úr alls 3526 a-línum eða rúm 2%. 14 „Det er ingi døme på at eit substantiv som stend for seg sjølv, ikkje hev stavrim,“ segir Myrvoll (bls. 113) um fjórðu stöðuna í slíkum línum. Judith Jesch (Ships and Men in the Late Viking Age. The Vocabulary of Runic Inscriptions and Skaldic Verse, Wood- bridge (Boydell & Brewer) 2001, bls. 122) hefur skoðað skipulega dæmin um orðmyndina „skip“ í kveðskap undir dróttkvæðum hætti. Þau eru 21, þar af 19 í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.