Són - 01.01.2011, Side 13
13ÞRÍKVÆÐ LOKAORÐ DRÓTTKVÆÐRA BRAGLÍNA
Hér virðist aftur mega álykta að atkvæðið sé hvorki fyllilega „létt“
(hvernig gæti það þá borið stuðul í a-línunni?) né „þungt“, og af því
að nafnorðið er í eðli sínu áhersluþyngra en sögnin megi það ekki vera
langt atkvæði; það myndi gefa því meiri þunga en leyfilegur er í þessari
stöðu. Þessa takmörkun á fyllingu fjórðu stöðunnar er helst hægt að
túlka þannig að þar megi ekki sitja atkvæði sem að þunga jafnist við
eða skyggi á atkvæðið á eftir, langa atkvæðið í næstsíðustu stöðu. Eða
„that the 4th position in dróttkvætt must not be weightier’ than the 5th
position“ sem er „the most important one or the head of the line“.15
Reglan um stutt atkvæði er að vísu nokkrum vanda bundin. Al-
mennt gildir í dróttkvæðum hætti (eins og öðrum fornum kveðskap)
að stutt atkvæði geta við vissar aðstæður orðið löng eða jafngilt löngum
atkvæðum. Venjuleg túlkun á þessu er sú að stutt atkvæði verði langt
ef næsta atkvæði á eftir hefst á samhljóði (þrek-lundaðr), eins þótt það
næsta atkvæði sé í öðru orði (svá skyldi); jafnvel setningaskil virðast
ekki útiloka þessa „samloðun“ atkvæðanna eins og hún hefur verið
kölluð. Auk þess er talið að stutt atkvæði lengist eða jafngildi löngu á
undan þögn,16 kannski einkum í eddukvæðaháttum en það ætti þá að
geta gilt í dróttkvæðum hætti líka. Í línupari eins og þessu: Ránhegnir
gefr Rínar / röf. Spyrr ætt at jöfrum (úr Háttatali Snorra), sem skipt -
ist í tvær alveg sjálfstæðar málsgreinar, virðist nærtækara að „röf“ fái
sína nauðsynlegu lengd af eftirfarandi þögn en að það nái „samloðun“
við upphafshljóð næstu málsgreinar.
Ekki duga þessar tvær reglur til að lengja öll atkvæði sem þyrftu að
vera löng samkvæmt reglulegum brag (aftur gætir þess meira í eddu -
kvæðaháttum en bregður þó fyrir í dróttkvæðum líka). Ef þessi dæmi
eru ekki einfaldlega óregluleg, þá er tvennt til: annaðhvort rýmri reglur
um hvar risatkvæði máttu vera stutt eða víðtækari regla um hvar stutt
atkvæði urðu löng eða jafngiltu löngum. Sé síðari leiðin valin virðist
ekki aðeins þögn (milli braglína eða setninga) hafa lengt undanfarandi
atkvæði heldur orðaskil líka og jafnvel orðhlutaskil í samsettum orðum
fjórðu stöðu, 17 þeirra í b-línu, en af tveim dæmum í a-línu ber „skip“ stuðul í
báðum. Á líkan hátt fer Frog („Speech-acts in skaldic verse. Genre, compositional
strategies and improvisation“, Versatility in Versification, bls. 223–246, þetta bls. 235–
236) yfir dæmin um orðmyndirnar „dyn“ og „gný“, og reynist einkum hin fyrr -
nefnda nær einskorðuð við b-línur.
15 Kristján Árnason, „On Kuhn’s laws and Craigie’s law“, bls. 50–51. Sams konar
túlkun hjá Myrvoll, bls. 33, út frá því „at det var eit mål at fjorde posisjon ikkje
skulde dominera yver kadensen“.
16 Einari Ól. Sveinsson, Íslenzkar bókmenntir í fornöld, bls. 110–111, nefnir t.d. í sínu stutta
bragfræðiyfirliti þessar tvær lengingarástæður: eftirfarandi samhljóða eða þögn.