Són - 01.01.2011, Síða 13

Són - 01.01.2011, Síða 13
13ÞRÍKVÆÐ LOKAORÐ DRÓTTKVÆÐRA BRAGLÍNA Hér virðist aftur mega álykta að atkvæðið sé hvorki fyllilega „létt“ (hvernig gæti það þá borið stuðul í a-línunni?) né „þungt“, og af því að nafnorðið er í eðli sínu áhersluþyngra en sögnin megi það ekki vera langt atkvæði; það myndi gefa því meiri þunga en leyfilegur er í þessari stöðu. Þessa takmörkun á fyllingu fjórðu stöðunnar er helst hægt að túlka þannig að þar megi ekki sitja atkvæði sem að þunga jafnist við eða skyggi á atkvæðið á eftir, langa atkvæðið í næstsíðustu stöðu. Eða „that the 4th position in dróttkvætt must not be weightier’ than the 5th position“ sem er „the most important one or the head of the line“.15 Reglan um stutt atkvæði er að vísu nokkrum vanda bundin. Al- mennt gildir í dróttkvæðum hætti (eins og öðrum fornum kveðskap) að stutt atkvæði geta við vissar aðstæður orðið löng eða jafngilt löngum atkvæðum. Venjuleg túlkun á þessu er sú að stutt atkvæði verði langt ef næsta atkvæði á eftir hefst á samhljóði (þrek-lundaðr), eins þótt það næsta atkvæði sé í öðru orði (svá skyldi); jafnvel setningaskil virðast ekki útiloka þessa „samloðun“ atkvæðanna eins og hún hefur verið kölluð. Auk þess er talið að stutt atkvæði lengist eða jafngildi löngu á undan þögn,16 kannski einkum í eddukvæðaháttum en það ætti þá að geta gilt í dróttkvæðum hætti líka. Í línupari eins og þessu: Ránhegnir gefr Rínar / röf. Spyrr ætt at jöfrum (úr Háttatali Snorra), sem skipt - ist í tvær alveg sjálfstæðar málsgreinar, virðist nærtækara að „röf“ fái sína nauðsynlegu lengd af eftirfarandi þögn en að það nái „samloðun“ við upphafshljóð næstu málsgreinar. Ekki duga þessar tvær reglur til að lengja öll atkvæði sem þyrftu að vera löng samkvæmt reglulegum brag (aftur gætir þess meira í eddu - kvæðaháttum en bregður þó fyrir í dróttkvæðum líka). Ef þessi dæmi eru ekki einfaldlega óregluleg, þá er tvennt til: annaðhvort rýmri reglur um hvar risatkvæði máttu vera stutt eða víðtækari regla um hvar stutt atkvæði urðu löng eða jafngiltu löngum. Sé síðari leiðin valin virðist ekki aðeins þögn (milli braglína eða setninga) hafa lengt undanfarandi atkvæði heldur orðaskil líka og jafnvel orðhlutaskil í samsettum orðum fjórðu stöðu, 17 þeirra í b-línu, en af tveim dæmum í a-línu ber „skip“ stuðul í báðum. Á líkan hátt fer Frog („Speech-acts in skaldic verse. Genre, compositional strategies and improvisation“, Versatility in Versification, bls. 223–246, þetta bls. 235– 236) yfir dæmin um orðmyndirnar „dyn“ og „gný“, og reynist einkum hin fyrr - nefnda nær einskorðuð við b-línur. 15 Kristján Árnason, „On Kuhn’s laws and Craigie’s law“, bls. 50–51. Sams konar túlkun hjá Myrvoll, bls. 33, út frá því „at det var eit mål at fjorde posisjon ikkje skulde dominera yver kadensen“. 16 Einari Ól. Sveinsson, Íslenzkar bókmenntir í fornöld, bls. 110–111, nefnir t.d. í sínu stutta bragfræðiyfirliti þessar tvær lengingarástæður: eftirfarandi samhljóða eða þögn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.