Són - 01.01.2011, Page 16

Són - 01.01.2011, Page 16
16 HELGI SKÚLI KJARTANSSON ætti að hafa fylgt fyrsta atkvæði orðs að fornu ekki síður en nýju; það sýnir stuðlasetningin. Veruleikinn er hins vegar sá að dróttkvæð lína endar iðulega á þríkvæðu orði. Dæmi um það eru auðfundin hvar sem borið er niður hjá fornskáldunum og hafa greinilega ekki brotið gegn neinum reglum bragarins. Þessi dæmi eru um þríkvæð nafnorð. Og einstaka lýsingarorð, en þau jafngilda alltaf nafnorðum í orðflokkatengdum áherslureglum.22 Þó að Egils saga þekki t.d. sögnina „rábenda“ og þótt söguhetja hennar geti byrjað braglínu á atviksorði eins og „öllungis“, þá hef ég ekki rekist á þess háttar orðmyndir í lok braglínu.23 En dæmin um nafnorð eru sem sagt fjölmörg og auðfundin. Þá skyldi maður ætla, úr því að einkvætt nafnorð í fjórðu stöðu má alls ekki vera langstofna, að þetta atkvæði þyrfti ekki síður að vera stutt ef það er hið fyrsta í þríkvæðu orði. Jafnvel enn frekar, ef það er næsta atkvæði á eftir, mið-atkvæði orðsins, sem á að fylla sérstaka ábyrgðarstöðu í braglínunni og má þess vegna ekki skyggja á. Það væru orðmyndir eins og „konungi“ eða „Haraldi“ sem hér mætti búast við. En raunin er þveröfug. Það eru einmitt svona orðmyndir, þríkvæðar með stutt fyrsta atkvæði, sem alls ekki er hægt að nota í dróttkvæðum hætti.24 Það kemur kannski heim við fyrri athugun þar sem einkvætt nafnorð á að vísu að vera stuttstofna en þó ógjarna svo stutt að ekki fylgi samhljóð á eftir. Eru það þá orðmyndir eins og „Val-hallar“ sem búast mætti við í lok dróttkvæðrar línu, til samræmis við línulok eins og „ben blóði“? Þ.e. orð sem kalla má stuttstofna þar sem stofnatkvæðið (Val-) er í sjálfu 22 Mætti kalla í einu lagi „nafnyrði“, sbr. „Nomen“ á þýsku og „nomen“ eða „nominal“ á ensku. 23 Þegar Gamli kanoki kveður svo: at bæri mun meiri malmrunnum várkunnir, menn þótt misgört ynni, margfríðr skörungr síðan – þá ber að lesa „várkunnir“ sem nafnorð. Að Kristur (skörungur margfríður) vorkenni mönnum (málmrunnum) er umritað með því að hann „beri þeim vorkunnir“. 24 Þetta er alþekkt í bragfræðinni og fer ekki á milli mála, svo algeng sem þessi orð eru í skáldskap. Um Haralds-nafnið fann ég t.d. á vef Skaldic Poetry Project 113 dæmi, langflest í dróttkvæðum hætti. En af þeim voru aðeins fjögur um þágufallsmyndina „Haraldi“, öll undir eddukvæðahættum. Um „konung“ í öllum beygingarmyndum eru dæmin yfir 450 (nokkur þeirra að vísu í lausamálsklausum sem fylgja textasafn- inu), en um orðmyndirnar „konungi“, „konungar“ og „konunga“ ekki nema sam- tals tíu (fyrir utan lausamálsdæmin) og aftur öll undir eddukvæðaháttum (at kjósa of konunga o.þ.h.). Það er því greinilega alveg gallhörð regla sem útilokar þessi orð í dróttkvæðum hætti, hvort sem er í lok línu eða annars staðar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.