Són - 01.01.2011, Side 17

Són - 01.01.2011, Side 17
17ÞRÍKVÆÐ LOKAORÐ DRÓTTKVÆÐRA BRAGLÍNA sér stutt, verður aðeins langt vegna samhljóðs í næsta atkvæði (eða vegna orðhlutaskila ef þeirri túlkun er fylgt). Já, þær eru vissulega til: hjörr gall at valfalli – armdags en litfagra – hringmóts til alþingis. En ekki bara þær, líka þríkvæð orð sem hefjast á löngu atkvæði af ótvíræðustu sort: mágs brennu arngrennir (þar sem samt standa tvö löng atkvæði framar í línunni alveg eins og í fyrri dæmunum; hvort orðhlutinn í fjórðu bragstöðu er lang- eða stuttstofna virðist sem sagt skipta jafn litlu máli og þegar einkvæð sögn skipar stöðuna). En arngrennir, er það þá ekki frekar undantekning? Athugum al- gengara orð, „höfðingi“. Það finn ég í ellefu dróttkvæðum línum, þrisv - ar fremst í línu (höfðingi var drengja), sex sinnum í miðri línu (liðs höfðingja leyfðan) og tvisvar í línulok (snarfengra höfðingi – erfingi höfðingja). Dreifingin er ekki jöfn en tvö dæmi af ellefu benda ekki til að það sé neitt alvarlegt braglýti að enda línuna svona. Miklu algengara í dróttkvæðum er mannsnafnið Ólafur, sem í þágu - falli var þríkvætt með tveim löngum atkvæðum, ýmist „Áleifi“ eða „Óláfi“, líkt og höfðingja eða arngrenni. Munurinn er þó sá að nafnið er samsett og fyrri hlutinn, Á-/Ó-, stuttstofna þótt atkvæðið lengist vegna „samloðunar“ við eftirfarandi samhljóð (líkt og í val-falli) eða e.t.v. vegna orðhlutaskila. Þetta þágufall finn ég í tíu dróttkvæðum línum (flestum reyndar eftir Sighvat) og bregður nú svo við að það stendur sjö sinnum í lok línunnar: hugreifum Áleifi o.s.frv. Þessi munur á „höfðingja“ og „Ólafi“ er e.t.v. ekki tilviljun ein heldur vekur hann þá spurningu hvort þríkvætt orð í lok braglínu eigi helst að byrja á atkvæði sem er langt vegna eftirfylgjandi samhljóðs, alveg eins og einkvætt nafnorð í sömu stöðu, síður á atkvæði sem er langt í sjálfu sér. Nei, sú tilhneiging er a.m.k. ekki mjög greinileg; fremur er munurinn sá að svona fara skáldin með sérnöfn (eins og Ólaf) miklu frekar en samnöfn. Líka langstofna sérnöfn eins og Gunn-hildar, Stein-gerði, Skán-eyju.25 Það er aðeins meðal samnafna sem arn - grennir má teljast til undantekninga, og þó ekki mjög sjaldgæfra. Það er Hans Kuhn sem löngum hefur veitt athygli þessari línugerð sem endar á þríkvæðu orði.26 Hann þekkir um hana kringum 225 dæmi úr kveðskap fyrir 1200, og virðist hún hafa verið fremur sjaldgæf í fyrstu en orðið algengari með tímanum (um 100 af dæmunum eru 25 Dæmi frá Gade, bls. 95. Hún fjallar stuttlega um þessa línugerð (bls. 95–96), aðal- lega út frá safni sínu af braglínum frá 9. og 10. öld en bendir einnig á dæmi úr Hátta tali. Einar Ól. Sveinsson (Íslenzkar bókmenntir í fornöld, bls. 123) hafði líka nefnt þríkvæð sérnöfn sem helstu undantekningu frá reglu Craigies. 26 Kuhn, bls. 177–178.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.