Són - 01.01.2011, Qupperneq 17
17ÞRÍKVÆÐ LOKAORÐ DRÓTTKVÆÐRA BRAGLÍNA
sér stutt, verður aðeins langt vegna samhljóðs í næsta atkvæði (eða
vegna orðhlutaskila ef þeirri túlkun er fylgt). Já, þær eru vissulega til:
hjörr gall at valfalli – armdags en litfagra – hringmóts til alþingis.
En ekki bara þær, líka þríkvæð orð sem hefjast á löngu atkvæði af
ótvíræðustu sort: mágs brennu arngrennir (þar sem samt standa tvö
löng atkvæði framar í línunni alveg eins og í fyrri dæmunum; hvort
orðhlutinn í fjórðu bragstöðu er lang- eða stuttstofna virðist sem sagt
skipta jafn litlu máli og þegar einkvæð sögn skipar stöðuna).
En arngrennir, er það þá ekki frekar undantekning? Athugum al-
gengara orð, „höfðingi“. Það finn ég í ellefu dróttkvæðum línum, þrisv -
ar fremst í línu (höfðingi var drengja), sex sinnum í miðri línu (liðs
höfðingja leyfðan) og tvisvar í línulok (snarfengra höfðingi – erfingi
höfðingja). Dreifingin er ekki jöfn en tvö dæmi af ellefu benda ekki til
að það sé neitt alvarlegt braglýti að enda línuna svona.
Miklu algengara í dróttkvæðum er mannsnafnið Ólafur, sem í þágu -
falli var þríkvætt með tveim löngum atkvæðum, ýmist „Áleifi“ eða
„Óláfi“, líkt og höfðingja eða arngrenni. Munurinn er þó sá að nafnið
er samsett og fyrri hlutinn, Á-/Ó-, stuttstofna þótt atkvæðið lengist
vegna „samloðunar“ við eftirfarandi samhljóð (líkt og í val-falli) eða
e.t.v. vegna orðhlutaskila. Þetta þágufall finn ég í tíu dróttkvæðum
línum (flestum reyndar eftir Sighvat) og bregður nú svo við að það
stendur sjö sinnum í lok línunnar: hugreifum Áleifi o.s.frv. Þessi
munur á „höfðingja“ og „Ólafi“ er e.t.v. ekki tilviljun ein heldur vekur
hann þá spurningu hvort þríkvætt orð í lok braglínu eigi helst að byrja
á atkvæði sem er langt vegna eftirfylgjandi samhljóðs, alveg eins og
einkvætt nafnorð í sömu stöðu, síður á atkvæði sem er langt í sjálfu sér.
Nei, sú tilhneiging er a.m.k. ekki mjög greinileg; fremur er
munurinn sá að svona fara skáldin með sérnöfn (eins og Ólaf) miklu
frekar en samnöfn. Líka langstofna sérnöfn eins og Gunn-hildar,
Stein-gerði, Skán-eyju.25 Það er aðeins meðal samnafna sem arn -
grennir má teljast til undantekninga, og þó ekki mjög sjaldgæfra.
Það er Hans Kuhn sem löngum hefur veitt athygli þessari línugerð
sem endar á þríkvæðu orði.26 Hann þekkir um hana kringum 225
dæmi úr kveðskap fyrir 1200, og virðist hún hafa verið fremur sjaldgæf
í fyrstu en orðið algengari með tímanum (um 100 af dæmunum eru
25 Dæmi frá Gade, bls. 95. Hún fjallar stuttlega um þessa línugerð (bls. 95–96), aðal-
lega út frá safni sínu af braglínum frá 9. og 10. öld en bendir einnig á dæmi úr
Hátta tali. Einar Ól. Sveinsson (Íslenzkar bókmenntir í fornöld, bls. 123) hafði líka nefnt
þríkvæð sérnöfn sem helstu undantekningu frá reglu Craigies.
26 Kuhn, bls. 177–178.