Són - 01.01.2011, Side 19

Són - 01.01.2011, Side 19
19ÞRÍKVÆÐ LOKAORÐ DRÓTTKVÆÐRA BRAGLÍNA sem Koch telur til 11. aldar33 og hirti 50 fyrstu dæmin.34 Þau eru eftir 17 skáld, flest kunn hirðskáld Noregskonunga (fer mest fyrir Sighvati Þórðarsyni, Arnóri jarlaskáldi og Þjóðólfi Arnórssyni) og lítill vafi á réttri tímasetningu – a.m.k. minni en á kveðskap sem á að vera enn eldri.35 Síðan byrjaði ég aftur á Rögnvaldi kala36 og safnaði öðrum 50 dæmum úr kveðskap frá miðri 12. öld og fram undir 1200.37 Þar fer minna fyrir hirðkvæðum, dæmi m.a. úr Háttalykli, Íslendingadrápu, elstu helgikvæðum og vísum úr Sturlungu. Aftur er þetta sæmilega fjöl- breytt safn þar sem tiltölulega lítil hætta er á rangfeðrunum. Hér eru sem sagt hundrað dæmi um þessi þríkvæðu lokaorð. Lang - oftast nafnorð; lýsingarorð eru þó 14.38 Þau eru heldur fleiri í yngri dæm - unum, níu á móti fimm, en munurinn liggur allur í Háttalykli því það er stíleinkenni hans að enda línur á lýsingarorðum með lausum greini: enn beinlausi – enn margsnjalli – enn margsvinni – enn hárfagri. Af þessum nafnorðum er ótrúlega hátt hlutfall sérnöfn.39 Þau eru í eldri dæmunum ekki færri en 35, á móti aðeins tíu samnöfnum. Í 12. aldar safninu eru hlutföllin jafnari: 20 sérnöfn á móti 21 samnafni, sem þó er ekki í neinu samræmi við það hve miklu algengari samnöfn eru í kveðskapnum í heild. 33 Bls. 95 o.áfr. 34 Nema hljóp yfir kveðskap Grettis Ásmundarsonar; í honum eru alls átta línur af þessu tagi, þar af fimm í vísum sem Koch telur yngri og er þá vissast að tortryggja allar. 35 Þó efa ég ekki að megnið af kveðskap, sem talinn er til 9. og 10. aldar, sé frá eldri stigum dróttkvæðanna, enda sjá menn (Kuhn öðrum fremur) trúverðugar þróun - arlínur þegar gengið er út frá því. Það er hins vegar veikleiki á greiningu Gade að byggja langmest á kveðskap þess tímabils sem ekki er endilega dæmigerður fyrir yngri skáld. Gagnstæður annmarki háir bragfræði Kristjáns Árnasonar (The Rythms of Dróttkvætt and Other Old Icelandic Metres, Reykjavík (Málfræðistofnun HÍ) 1991) sem byggir mest á greiningu kveðskapar úr Sturlungu frá því um og eftir 1200. Sá efniviður er góður með tilliti til traustrar varðveislu en ekki dæmigerður fyrir alla sögu bragarháttarins. 36 Bls. 235 o.áfr. 37 Þar með sleppi ég kveðskap 13. og 14. aldar, sem vissulega hefur sín bragfræðilegu sérkenni, en læt mér nægja að bera saman 11. og 12. öld sem til saman má kalla kjarnatímabil dróttkvæðalistarinnar. 38 Myrvoll, sem flokkar dæmi sín eftir orðflokkum í fjórðu bragstöðu, segir ekkert um lýsingarorð í þeirri stöðu og sýnir ekki dæmi um þau, en reynist, þegar að er gáð, telja þau með nafnorðunum. 39 Flokkuð hér eftir rithætti á vefnum. Þegar Óttar svarti yrkir um Sveins mög „at Skorsteini“, þá marka ég af upphafsstafnum að þetta sé staðarheiti, og á sama hátt af lágstafnum að Björn Hítdælakappi eigi ekki við örnefni þegar hann segir „at sel- reitum“. Hér getur í mesta lagi leikið vafi á örfáum dæmum til eða frá.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.