Són - 01.01.2011, Page 19
19ÞRÍKVÆÐ LOKAORÐ DRÓTTKVÆÐRA BRAGLÍNA
sem Koch telur til 11. aldar33 og hirti 50 fyrstu dæmin.34 Þau eru eftir
17 skáld, flest kunn hirðskáld Noregskonunga (fer mest fyrir Sighvati
Þórðarsyni, Arnóri jarlaskáldi og Þjóðólfi Arnórssyni) og lítill vafi á
réttri tímasetningu – a.m.k. minni en á kveðskap sem á að vera enn
eldri.35 Síðan byrjaði ég aftur á Rögnvaldi kala36 og safnaði öðrum 50
dæmum úr kveðskap frá miðri 12. öld og fram undir 1200.37 Þar fer
minna fyrir hirðkvæðum, dæmi m.a. úr Háttalykli, Íslendingadrápu,
elstu helgikvæðum og vísum úr Sturlungu. Aftur er þetta sæmilega fjöl-
breytt safn þar sem tiltölulega lítil hætta er á rangfeðrunum.
Hér eru sem sagt hundrað dæmi um þessi þríkvæðu lokaorð. Lang -
oftast nafnorð; lýsingarorð eru þó 14.38 Þau eru heldur fleiri í yngri dæm -
unum, níu á móti fimm, en munurinn liggur allur í Háttalykli því það
er stíleinkenni hans að enda línur á lýsingarorðum með lausum greini:
enn beinlausi – enn margsnjalli – enn margsvinni – enn hárfagri.
Af þessum nafnorðum er ótrúlega hátt hlutfall sérnöfn.39 Þau eru í
eldri dæmunum ekki færri en 35, á móti aðeins tíu samnöfnum. Í 12.
aldar safninu eru hlutföllin jafnari: 20 sérnöfn á móti 21 samnafni, sem
þó er ekki í neinu samræmi við það hve miklu algengari samnöfn eru
í kveðskapnum í heild.
33 Bls. 95 o.áfr.
34 Nema hljóp yfir kveðskap Grettis Ásmundarsonar; í honum eru alls átta línur af
þessu tagi, þar af fimm í vísum sem Koch telur yngri og er þá vissast að tortryggja
allar.
35 Þó efa ég ekki að megnið af kveðskap, sem talinn er til 9. og 10. aldar, sé frá eldri
stigum dróttkvæðanna, enda sjá menn (Kuhn öðrum fremur) trúverðugar þróun -
arlínur þegar gengið er út frá því. Það er hins vegar veikleiki á greiningu Gade að
byggja langmest á kveðskap þess tímabils sem ekki er endilega dæmigerður fyrir
yngri skáld. Gagnstæður annmarki háir bragfræði Kristjáns Árnasonar (The Rythms
of Dróttkvætt and Other Old Icelandic Metres, Reykjavík (Málfræðistofnun HÍ) 1991) sem
byggir mest á greiningu kveðskapar úr Sturlungu frá því um og eftir 1200. Sá
efniviður er góður með tilliti til traustrar varðveislu en ekki dæmigerður fyrir alla
sögu bragarháttarins.
36 Bls. 235 o.áfr.
37 Þar með sleppi ég kveðskap 13. og 14. aldar, sem vissulega hefur sín bragfræðilegu
sérkenni, en læt mér nægja að bera saman 11. og 12. öld sem til saman má kalla
kjarnatímabil dróttkvæðalistarinnar.
38 Myrvoll, sem flokkar dæmi sín eftir orðflokkum í fjórðu bragstöðu, segir ekkert um
lýsingarorð í þeirri stöðu og sýnir ekki dæmi um þau, en reynist, þegar að er gáð,
telja þau með nafnorðunum.
39 Flokkuð hér eftir rithætti á vefnum. Þegar Óttar svarti yrkir um Sveins mög „at
Skorsteini“, þá marka ég af upphafsstafnum að þetta sé staðarheiti, og á sama hátt
af lágstafnum að Björn Hítdælakappi eigi ekki við örnefni þegar hann segir „at sel-
reitum“. Hér getur í mesta lagi leikið vafi á örfáum dæmum til eða frá.