Són - 01.01.2011, Side 33

Són - 01.01.2011, Side 33
33FÁEIN ORÐ UM RADDGLUFULOKUN . . . . Eins og sjá má á mynd 1 er ljóst að mjög dregur úr s-stuðlun á 14. öld. Þegar litið er yfir kveðskap þeirra fjögurra skálda, sem tekin voru dæmi af frá 14. öld, kemur í ljós að þau nota s-stuðlun sem hér segir: Arngrímur Brandsson níu sinnum í 256 braglínupörum, Eysteinn Ásgrímsson fjórum sinnum í 381 braglínupari, Einar Gilsson einu sinni í 259 braglínupörum og Árni Jónsson notaði aldrei s-stuðlun í þeim 304 braglínupörum sem hann orti. Af þessu má glöggt sjá hvernig breytingin gengur fyrir sig. Í kveðskap Eysteins Ásgrímssonar og Einars Gilssonar eru tilvikin þar sem þeir stuðla sl/sn við sj, sv og s+sérhljóð mun færri en meðaltalstalan segir til um (sjá Ragnar Inga Aðalsteinsson 2010:177–8). Árni Jónsson var samtíðarmaður þeirra en hann virðist hafa haft örlítið annað sjónar - horn á stuðlun með s. Ef til vill var hann fæddur og alinn upp annars staðar á landinu en hinir, þar sem sníkjuhljóðið hafði fest sig fyrr í sessi, eða hann var örlítið yngri en þeir. Kannski var hann bara með næmara brageyra. Hann er uppi á þeim tíma sem breytingin er að ganga yfir en stuðlar sn og sl ekki við s+sérhljóð. Arngrímur Brands- son og þeir sem eru honum eldri nota allir s-stuðlun án minnstu vand- kvæða. Þeir sem koma á eftir Árna Jónssyni nota hana alls ekki. Af þessu má sjá að á 14. öld er s-stuðlun að hverfa. Ástæðan er talin vera sníkjuhljóðið sem fyrr var nefnt. Eftir það finnst þessi stuðlun ekki fyrr en hjá Eggerti Ólafssyni u.þ.b. 450 árum seinna. Á tímabilinu frá dögum Árna Jónssonar til Eggerts Ólafssonar eru sex skáld til skoðunar. Þau eru: Einar Sigurðsson í Heydölum (1538-1626) Jón Arason (1484-1550) Magnús Jónsson prúði (1525?-1591?) Hallgrímur Pétursson (1614-1674) Stefán Ólafsson (1619?-1688) Steinunn Finnsdóttir (f. um 1641-dd. óvíst) Ekkert þessara skálda notaði s-stuðlun sem séð varð í eitt einasta skipti, ekki frekar en Árni Jónsson. Brotthvarf s-stuðlunar er svo afgerandi að eftir það finnast ekki minnstu leifar um þessa stuðlun sem í kveðskap fornskáldanna var svo algeng að hún finnst í kvæðum allra þeirra sem skoðuð voru, að jafnaði tvö til þrjú dæmi í hverjum 100 braglínupörum (Ragnar Ingi Aðalsteinsson 2010:168–170; sjá einnig Viðauka I bls. 305–319). Þegar s-stuðlun er tekin upp aftur á 18. öld er svo að sjá að það sé gert á öðrum forsendum en áður. Af þeim 11 skáldum sem skoðuð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.