Són - 01.01.2011, Blaðsíða 36

Són - 01.01.2011, Blaðsíða 36
36 RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON Í Málfræði Jakobs Jóh. Smára segir svo: „Öll sérhljóð eru í íslenskum kveðskap talin jafngild eða sem eitt hljóð, og fram að siðbót var j einnig talið sérhljóð, en síðan samhljóð“ (1923:127). Svipað sjónarmið kemur fram hjá Birni K. Þórólfssyni sem telur að j hafi í fornu máli verið hálfhljóð sem í innstöðu breyttist í blásturshljóð á 13. öld en að j í fram- stöðu hafi verið orðið blásturshljóð um 1600 (Björn K. Þórólfsson 1987 [1925]:XXV-XXVI). Hér er meðal annars vísað til kveðskaparins en vitað er að bragkerfið er íhaldssamt og ekki er ólíklegt að sú breyting sem leiddi til þess að j hætti að stuðla við sérhljóð hafi orðið nokkru fyrr (sjá m.a. Þorstein G. Indriðason 1990:11). Jón Axel Harðarson telur að í raun hafi ekki orðið hljóðfræðileg breyting á hljóðinu /j/ heldur hafi það verið endurtúlkað hljóðkerfislega sem framgómmælt öng hljóð. Það hafi meðal annars haft í för með sér að j hætti að stuðla við sér hljóð. Jón Axel tekur fram að þrátt fyrir þessa endurtúlkun hálf- sérhljóðsins /j/ hafi það ekki tekið neinni hljóðgildisbreytingu. Í ís - lensku er j enn hálfsérhljóð (Jón Axel Harðar son 2007:86–87). Þróun sníkjuhljóðsstuðlunar Fyrr í greininni var minnst á það að orsökin fyrir því að s-stuðlun lagðist af á 14. öld eða þar um bil var sníkjuhljóð sem smeygði sér inn á milli framstöðuhljóðanna s og l/s og n sem eftir það hljómuðu eins og stl/stn. Þetta varð til þess að skáldin gátu ekki lengur stuðlað þessa klasa við sj, sv og s+sérhljóð og eftir það stuðlaði sl aðeins við sl og sn aðeins við sn, eins og nefnt var þegar rætt var um gnýstuðla hér að fram an. En í framhaldi af þessari breytingu fór smám saman að bera á því að sl og sn stuðluðu við st eins og reyndar mátti búast við. Elsta dæmið sem fannst í rannsókninni er í kvæðinu Straff eða laun eftir Jón Þorláksson. Þar má lesa þessa sérstuðluðu línu í 3. erindi:11 en slyppur eftir stá. (Jón Þorláksson 1976:110) Hér stuðla saman orðin slyppur og stá, stuðlarnir eru sl (stl) og st. Næst finnst þessi stuðlun á 19. öld hjá Jónasi Hallgrímssyni. Í kvæðinu Alþing hið nýja, 7. erindi, má lesa eftirfarandi: 11 Eldra dæmi hefur fundist hjá Halli Ögmundssyni (15./16. öld) en það er utan rannsóknarinnar (sjá Ragnar Inga Aðalsteinsson 2004:52).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.