Són - 01.01.2011, Page 41

Són - 01.01.2011, Page 41
41FÁEIN ORÐ UM RADDGLUFULOKUN . . . . stuðla saman er samt eins og skáldin veigri sér við að stuðla þannig. Allar breytingar sem felast í því að bæta við eða stuðla saman eitthvað sem ekki hefur stuðlað saman áður mæta mótstöðu og ganga seint eða ekki fyrir sig. Þessi tilhneiging, sem hér verður einfaldlega kölluð „stuðlatregðulögmálið“, gerir það að verkum að sníkjuhljóðsstuðlun er enn ekki almennilega viðurkennd meðal hagyrðinga og seint og illa gengur að fá menn til að stuðla orð sem hefjast á hv á móti orðum sem hefjast á k. Eina viðbót í stuðlasetningu, sem náð hefur einhverri fótfestu í skáldskapnum, átti sér stað þegar gnýstuðlarnir sl og sn bættust við þá þrjá (eða fjóra, sjá um sm Ragnar Inga Aðalsteinsson 2010:181) sem fyrir voru, sk, sp og st. Þegar sníkjuhljóðið kom til um 1400 eða þar um bil hefði auðvitað verið fyllilega eðlilegt að eftir það stuðluðu klasarnir sl og sn við st, eins og gerðist þegar sníkjuhljóðsstuðlunin loksins kom til, sem varð löngu síðar. En skáldin hafa þekkt gný - stuðlana sem fyrir voru og í vandræðum sínum með þessi breyttu fram- stöðuhljóð, sl og sn, gripu þau til þess að skapa tvo gnýstuðla í viðbót við þá sem þekktir voru úr kveðskapnum. Vegna gnýstuðlanna sem fyrir voru hefur þeim fundist að þessi leið bryti ekki eins freklega gegn braghefðinni og sníkjuhljóðsstuðlunin. Raddglufulokun er valfrjáls í dag. Var hún það til forna? Nú er rétt að víkja aftur að þeirri kenningu sem nefnd var í upphafi greinarinnar og gengur út á það að raddglufulokun, [ʔ], myndi sér - stakan jafngildisflokk og sé ástæða þess að sérhljóðarnir geta stuðlað hver við annan. Þá hljótum við að reikna með því að raddglufulokun hafi verið skyldubundin til forna. Lokunin hlýtur að hafa orðið að vera til staðar í öllum framstöðusérhljóðum til að hægt væri að byggja stuðla verkið í kveðskapnum upp á fullnægjandi hátt. Hér að ofan hefur komið skýrt fram að skáldin eru nákvæm og leyfa engin frávik. Þá staðreynd að lokunin hljóti að hafa verið skyldubundin skoðum við svo aftur í ljósi þess að þessi raddglufulokun er valfrjáls í dag (sjá Kristján Árnason 2000:6). Ef kenningin á að standast hlýtur þróunin að hafa verið sú að upphaflega hafi raddglufulokun verið skyldu - bundin og þannig hafi sérhljóðarnir getað stuðlað hver við annan. Einhvern tíma hafi svo orðið breyting í þá átt að lokunin varð valfrjáls og sú breyting ætti þá ekki að hafa haft meiri áhrif á stuðlunina en svo að sérhljóðarnir stuðla án minnstu vandkvæða hver við annan í dag eins og fjöldi dæma sýnir:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.