Són - 01.01.2011, Síða 57

Són - 01.01.2011, Síða 57
57ÁLFAR Í GÖMLUM KVEÐSKAP Hjátrúarfulli þankinn er útskýrður í umfjöllun um áblástur: Bólur þessar koma oft mjög á óvart, þess vegna hafa enir gömlu meint að fylgjur, andar eður aðrar ósýniligar vofur blási þeim á mann, hefir þá meiningu styrkt að meðan bólan er að koma finnst oft þvílíkast sem svalur blær komi á holdið eður mann taki í hvar bólan ætlar að koma, er allt hefur sínar náttúrligu orsakir.24 Þessi hugsanagangur virðist eiga vel við vísuna úr Nættlum sem vitnað var til. Álfar eru þá í hlutverki vætta sem valda sjúkdómum eða öðrum erfiðleikum. Til vitnis um þetta eru einnig heimildir frá 16., 17. og 18. öld sem nefna álfavölkun, álfabruna, álfagang og álfavillu.25 Enn er þó óskýrt hvað átt sé við með orðinu ’atskot‘ eða ’aðskot‘ í Dæglum: fyrir álba kind og öndum snjöllum þeim atskot veita hörmulig Dæglur eru elsta heimild sem mér er kunn um orðið ’aðskot‘. Í yngri heimildum merkir það oftast „háðsyrði“26 en sú merking virðist ekki eiga vel við hér. Orðalagið og samhengið í Dæglum er þvílíkt að ógnin sem standi af álfum og öndum sé líkamleg og verulega hættuleg. Ég þekki aðeins eitt annað dæmi um orðið í líku samhengi. Í sálmabókum frá 17. öld er kvöldsálmur sem hefur upphafsorðin „Ó herra guð, minn hjálparmúr“. Mun sálmur þessi vera eftir Magnús digra Jónsson (1637–1702), bónda í Vigur í Ísafjarðardjúpi, og trúlega ortur 1660 eða þar um bil. Þar er eftirfarandi erindi þar sem skáldið þakkar guði sínum fyrir að hafa verndað sig um liðinn dag. So að ólukka, angur og slys, allt hefur farið mig við mis og aðskot illra anda, so engin nægð af illsku slægð mér orkaði í dag að granda.27 24 Sveinn Pálsson 1788:184. Stafsetning samræmd. 25 Sjá ONP og Ritmálsskrá. 26 Orðið er glósað scommata (=háðsyrði) í Lexicon Islandicum eftir Guðmund Andrésson (1999) (d. 1654). 27 AM 102 8vo, 84r. Stafsetning samræmd. Ég þakka Einari Gunnari Péturssyni hjálp við að lesa þetta handrit. Sálmurinn er einnig til í Lbs 847 4to, NKS 56 d 8vo, JS 643 4to, ÍB 127 8vo og sjálfsagt víðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.