Són - 01.01.2011, Síða 77

Són - 01.01.2011, Síða 77
77RÍMNAMÁL á ferðinni um hinn vonda skáldskap rímaranna. Fegurðina skorti með öllu, efnið var út í hött, braglistin á villigötum, orðfæri lítt sinnt nema til þess að fylla inn í bragarháttinn og knýja fram rím og stuðla, bragar - hættir rímna lítt til þess fallnir að yrkja fagran skáldskap, málfarið ljótt og lítill eða enginn skáldskapur á ferðinni. Frumleikinn fólst í því að finna dýrari hætti og nýjar kenningar. Málið er samt sem áður miklu flóknara en þessi orð gefa til kynna. Nýr smekkur hafði að vísu fest rætur, en skildi eftir spurningar sem kröfðu þjóðina svara: Hvers virði var arfleifð síðustu alda? Var nýr smekkur næg ástæða þess að kasta fyrir róða stærstu skáldskapargrein Íslendinga? Kröfunni um vandaða meðferð brags, stíls og orðfæris vex fiskur um hrygg á 19. öldinni. Mjög miklar umræður verða í blöðum og tímarit um um eðli skáldskapar og nýjan smekk; menn velta því fyrir sér af mikilli alvöru hvers skyldi krafist af skáldum þannig að þau stæðu undir nafni og ekki síður virtist orka tvímælis hvenær bæri að tala um ljóð og hvenær kvæði eða kviðlinga. Þær vangaveltur urðu ekki alltaf rímnaskáldunum hagstæðar. Rímur í mótbyr Andstaða við rímur og rímnakveðskap átti sér langar rætur. Þannig gerði Guðbrandur Þorláksson biskup harða hríð að rímum í formála Sálmabókar árið 1589. Hann leit svo á að rímur sem og aðrar verald - legar bókmenntir leiddu fólk frá guði og góðum siðum og hvatti guðhrædda valdsmenn og fróma húsbændur til að leggjast á árar með sér og öðrum kirkjunnar þjónum til að útrýma ósómanum, en efla þess í stað andlega iðkun. Guðbrandi er sem sé efst í huga hinn trúarlegi þáttur, efnið sjálft, en lætur hið listræna ekki til sín taka. Þetta viðhorf áréttar síðan Guðbrandur í formála Vísnabókar árið 1612, þótt hann taki ekki eins djúpt í árinni, og viðrar þá skoðun sína að allt eins mætti semja rímur og kvæði af heilögum mönnum. Í Húsagatilskipun Harboes frá árinu 1746 er tekið í sama streng. Það er alveg ljóst að þegar leið á 18. öldina voru menn orðnir efins um gildi rímnalistarinnar. Á lærdómsöld lengdust rímurnar og dýr- leikinn jókst og átti sér á stundum lítil takmörk. Kenningarnar urðu flóknari og stóðust ekki Eddufyrirmyndirnar á stundum „… og á 18. öld var kenningamoldviðrið komið í algleyming,“ ritar Óskar Halldórs- son.5 Þess var því von að nýjar hugmyndir um skáldskap og hlutverk skálda andæfðu hinni gömlu skáldskapargrein. Jónas Hallgrímsson var 5 Óskar Halldórsson (1996:11).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.