Són - 01.01.2011, Page 82
82 ÞÓRÐUR HELGASON
tekið tilbærilegum og eftirvæntum framförum í mennt sinni, svo vel í
því að velja snotur efni til kvæða sinna sem að hreinsa þau frá van-
mælum og ófimlega brúkuðum Edduglósum …“ Um efnisval rímna -
skáldanna segir Sigurður: „Hvað efni íslenzkra rímna snertir, mætti
mér við þetta tækifæri vera leyft að ávíkja, að ég meina nú á vorri öld
ótilhlýðilegt hér til að velja lognar tröllasögur svo afskræmilegar, að
eng in heilbrigð skynsemi fái þar af trúað einu orði …“ Um mál og
brag segir Sigurður þetta: „Þeir svokölluðu hortittir og vanmæli, eins
og leiðinlegar og ofbrúkaðar Eddukenningar, fæðast líklega oft með
þeim hætti, að skáldið velur sér kliðaðri bragarhátt en kraftar hans í
örðugri frásögn leyfa honum þrautalaust að framklekja.“ Að lokum
lýsir Sigurður yfir bót og betrun: „Eg hefi í Númarímum þessum viljað
leitast við að umflýja það, sem mér helzt hefur þótt til lýta hingað til,
svo vel á mínum eigin sem annara rímum.“17
Vissulega sést að Sigurður hefur viljað bæta um betur og tekst það
oft með óvenjulegum glæsibrag – en situr síðan fastur í súpunni upp -
hituðu. Sigurður hefur þar reynt það á sjálfum sér að það er erfitt að
brjótast út úr stirðnuðu formi, ekki fyrstur manna eða síðastur.
Það er vissulega athugunarefni af hverju Jónas Hallgrímsson lætur
þessi orð Sigurðar fara framhjá sér því ekki leikur vafi á að hann hefur
haft veður af þeim enda rituð tveimur árum áður en hinn frægi rímna -
dómur birtist.
Fjölnir og Sigurður Breiðfjörð
Sigurður Breiðfjörð níddi Fjölni strax eftir fyrstu útgáfu hans árið 1835
í „Fjölnisrjóma“18 og síðar í „Heilræðum til Fjölnis“19, 1837. „Fjölnis -
rjómi“ er 10 erinda kvæði þar sem Fjölnir fær háðulega útreið. Þar eru
þessi erindi:
Um uppruna jarðar útlögð klausa,
þó athygli fengi lærðum hjá,
bændurna rekur ráðalausa
ritningar sinnar orðum frá. —
Svo kemur brjef af eiginn anda,
á hverju lítið græða má,
17 Sigurður Breiðfjörð (1963:xiii–xiv).
18 Sigurður Breiðfjörð (1894:128 –129).
19 Sigurður Breiðfjörð (1894:130).