Són - 01.01.2011, Síða 82

Són - 01.01.2011, Síða 82
82 ÞÓRÐUR HELGASON tekið tilbærilegum og eftirvæntum framförum í mennt sinni, svo vel í því að velja snotur efni til kvæða sinna sem að hreinsa þau frá van- mælum og ófimlega brúkuðum Edduglósum …“ Um efnisval rímna - skáldanna segir Sigurður: „Hvað efni íslenzkra rímna snertir, mætti mér við þetta tækifæri vera leyft að ávíkja, að ég meina nú á vorri öld ótilhlýðilegt hér til að velja lognar tröllasögur svo afskræmilegar, að eng in heilbrigð skynsemi fái þar af trúað einu orði …“ Um mál og brag segir Sigurður þetta: „Þeir svokölluðu hortittir og vanmæli, eins og leiðinlegar og ofbrúkaðar Eddukenningar, fæðast líklega oft með þeim hætti, að skáldið velur sér kliðaðri bragarhátt en kraftar hans í örðugri frásögn leyfa honum þrautalaust að framklekja.“ Að lokum lýsir Sigurður yfir bót og betrun: „Eg hefi í Númarímum þessum viljað leitast við að umflýja það, sem mér helzt hefur þótt til lýta hingað til, svo vel á mínum eigin sem annara rímum.“17 Vissulega sést að Sigurður hefur viljað bæta um betur og tekst það oft með óvenjulegum glæsibrag – en situr síðan fastur í súpunni upp - hituðu. Sigurður hefur þar reynt það á sjálfum sér að það er erfitt að brjótast út úr stirðnuðu formi, ekki fyrstur manna eða síðastur. Það er vissulega athugunarefni af hverju Jónas Hallgrímsson lætur þessi orð Sigurðar fara framhjá sér því ekki leikur vafi á að hann hefur haft veður af þeim enda rituð tveimur árum áður en hinn frægi rímna - dómur birtist. Fjölnir og Sigurður Breiðfjörð Sigurður Breiðfjörð níddi Fjölni strax eftir fyrstu útgáfu hans árið 1835 í „Fjölnisrjóma“18 og síðar í „Heilræðum til Fjölnis“19, 1837. „Fjölnis - rjómi“ er 10 erinda kvæði þar sem Fjölnir fær háðulega útreið. Þar eru þessi erindi: Um uppruna jarðar útlögð klausa, þó athygli fengi lærðum hjá, bændurna rekur ráðalausa ritningar sinnar orðum frá. — Svo kemur brjef af eiginn anda, á hverju lítið græða má, 17 Sigurður Breiðfjörð (1963:xiii–xiv). 18 Sigurður Breiðfjörð (1894:128 –129). 19 Sigurður Breiðfjörð (1894:130).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.